Heimurinn og heima Drífa Snædal skrifar 7. febrúar 2020 15:00 Í upphafi vikunnar sat ég fund Global Deal í París. Nafn þessa fyrirbæris hljómar eins og fjármálafyrirtæki en þetta er hins vegar samstarf á heimsvísu til að koma á sanngjörnum vinnumarkaði, siðferðilegum viðskiptum og auka lífsgæði. Það er áþreifanleg breyting hjá alþjóðastofnunum síðustu árin, hvort sem litið er til OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða Alþjóðabankans að orðið jöfnuður kemur sífellt oftar fyrir. Reyndar var til þess tekið á fundinum að ræðan sem framkvæmdastjóri OECD flutti hefði sómt sér í munni margra fulltrúa verkalýðsfélaga. Ástæða þess að þessi alþjóðasamtök eru farin að tala um aukinn jöfnuð er ekki endilega af því þau hafa séð ljósið heldur er misrétti í heiminum komið að þolmörkum og orðin uppspretta átaka innan samfélaga og víða um heim. Við erum komin að endastöð og eina leiðin áfram er að byggja brautir varðaðar auknum jöfnuði og auknu jafnrétti. Harðsvíruðustu kúgunarstofnanir skilja hvað klukkan slær; það er beinlínis ógn við frið að auka misrétti enn frekar. Í okkar smættuðu mynd hér á Íslandi er þetta alveg jafn satt eins og úti í heimi. Að auka jöfnuð og jafnrétti er eina leiðin til að koma í veg fyrir vaxandi óánægju og átök. Undiraldan er sterk og styrkist með hverri hrokafullu yfirlýsingunni um að ekki sé hægt að gera meira fyrir láglaunafólk eða að ekki megi íþyngja útgerðarmönnum með auknum veiðileyfagjöldum, hvað þá að setja á hátekjuskatt til að dreifa byrðunum. Eina leiðin til að koma í veg fyrir vaxandi átök á vinnumarkaði og í samfélaginu í heild er að feta leið jöfnuðar, það er hægt með mörgum leiðum bæði í gegnum ákvarðanir stjórnenda ríkisins og sveitarfélaga. Að leita frjórra leiða til að vinna gegn misrétti getur jafnvel orðið til að leysa kjaradeilur sem virðast í hnút. Að lokum vil ég fagna því samstarfi sem ASÍ og Neytendasamtökin voru að bindast í baráttunni gegn smálánastarfsemi. Vandi þeirra sem festast í neti þessara fyrirtækja er falinn en mjög raunverulegur og það er brýnt samfélagslegt verkefni að uppræta smálán á okurkjörum. Góða helgi, Drífa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Í upphafi vikunnar sat ég fund Global Deal í París. Nafn þessa fyrirbæris hljómar eins og fjármálafyrirtæki en þetta er hins vegar samstarf á heimsvísu til að koma á sanngjörnum vinnumarkaði, siðferðilegum viðskiptum og auka lífsgæði. Það er áþreifanleg breyting hjá alþjóðastofnunum síðustu árin, hvort sem litið er til OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða Alþjóðabankans að orðið jöfnuður kemur sífellt oftar fyrir. Reyndar var til þess tekið á fundinum að ræðan sem framkvæmdastjóri OECD flutti hefði sómt sér í munni margra fulltrúa verkalýðsfélaga. Ástæða þess að þessi alþjóðasamtök eru farin að tala um aukinn jöfnuð er ekki endilega af því þau hafa séð ljósið heldur er misrétti í heiminum komið að þolmörkum og orðin uppspretta átaka innan samfélaga og víða um heim. Við erum komin að endastöð og eina leiðin áfram er að byggja brautir varðaðar auknum jöfnuði og auknu jafnrétti. Harðsvíruðustu kúgunarstofnanir skilja hvað klukkan slær; það er beinlínis ógn við frið að auka misrétti enn frekar. Í okkar smættuðu mynd hér á Íslandi er þetta alveg jafn satt eins og úti í heimi. Að auka jöfnuð og jafnrétti er eina leiðin til að koma í veg fyrir vaxandi óánægju og átök. Undiraldan er sterk og styrkist með hverri hrokafullu yfirlýsingunni um að ekki sé hægt að gera meira fyrir láglaunafólk eða að ekki megi íþyngja útgerðarmönnum með auknum veiðileyfagjöldum, hvað þá að setja á hátekjuskatt til að dreifa byrðunum. Eina leiðin til að koma í veg fyrir vaxandi átök á vinnumarkaði og í samfélaginu í heild er að feta leið jöfnuðar, það er hægt með mörgum leiðum bæði í gegnum ákvarðanir stjórnenda ríkisins og sveitarfélaga. Að leita frjórra leiða til að vinna gegn misrétti getur jafnvel orðið til að leysa kjaradeilur sem virðast í hnút. Að lokum vil ég fagna því samstarfi sem ASÍ og Neytendasamtökin voru að bindast í baráttunni gegn smálánastarfsemi. Vandi þeirra sem festast í neti þessara fyrirtækja er falinn en mjög raunverulegur og það er brýnt samfélagslegt verkefni að uppræta smálán á okurkjörum. Góða helgi, Drífa.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun