Innlent

Þriðja stigs smit hjá fjórum einstaklingum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á blaðamannafundi vegna kórónuveirunnar.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á blaðamannafundi vegna kórónuveirunnar. vísir/vilhelm

Alls hafa nú 90 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi vegna veirunnar sem hófst upp úr klukkan 14.

Í fjórum tilfellum af þessum 90 er um að ræða svokallað þriðja stigs smit, það er smit þar sem einstaklingur smitast af veirunni af manneskju sem smitaðist hér innanlands af einstaklingi sem smitaðist í útlöndum.

Fram kom í máli Þórólfs að 35 smit megi rekja til Norður-Ítalu, 29 til Austurríkis, fjögur til Sviss og eitt smit sé komið frá Asíu.

Þá hafi smit frá þessum einstaklingum greinst hjá fimmtán einstaklingum og svo hefur þriðja stigs smit greinst hjá fjórum eins og áður segir. Uppruni tveggja smita er óviss.

Um 830 sýni hafa verið tekin og þá eru um 700 einstaklingar í sóttkví vegna veirunnar. Þá greindi Þórólfur frá því að einn einstaklingur hefði verið lagður inn á spítala í dag vegna veirunnar.

Um er að ræða sama einstakling og greint var frá í frétt Vísis fyrr í dag. Um er að ræða eldri mann sem hafi verið með háan hita.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×