Flugið og raunveruleikinn Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 21. maí 2020 17:35 Ný þjóðhagsspá Seðlabanka Íslands er ansi svört. Hún gerir ráð fyrir 8% samdrætti í landsframleiðslu árið 2020 og vegur þar spá bankans um 80% fækkun í komum ferðamanna til landsins á árinu þyngst. Samkvæmt spá Seðlabankans, munu þá einungis um 400.000 ferðamenn koma til landsins á þessu ári, sem þýðir að einungis um 50.000 ferðamenn eigi eftir að skila sér til landsins næsta hálfa árið. Seðlabankastjóri var gestur Kastljóss í gærkvöldi og ræddi um efnahagshorfur. Þar báru að vonum málefni Icelandair á góma. Seðlabankastjóri telur að það myndi ekki hafa mikil áhrif til skamms tíma ef Icelandair færi í þrot. Ástæðan fyrir því að mati seðlabankastjóra er sú, að það muni hvort eð er koma svo fáir ferðamenn til Íslands á þessu ári. Þetta finnst mér einkennilegur málflutningur. Það er næsta víst að ef Icelandair yrði gjaldþrota, þá hefði það einmitt gríðarlegar afleiðingar til skamms tíma, ekki síður en til langs tíma. Aðgerðir stjórnvalda vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins á ferðaþjónustufyrirtæki, hafa einmitt verið til að koma þeim í var, þannig að fyrirtækin verði tilbúin til að hefja starfsemi hratt og örugglega, þegar aðstæður skapast. Þessar aðstæður munu að öllum líkindum einmitt skapast nú um miðjan júní, þegar hægt verður að ferðast til Íslands, án þess að gangast undir tveggja vikna sóttkví, við komuna til landsins. Icelandair er með tilbúna áætlun um að hefja flug á milli Íslands og þeirra áfangastaða í Evrópu, þar sem líklegt er að eftirspurn sé fyrir hendi. Þannig er það raunverulegur möguleiki, að eitthvert líf færist í ferðaþjónustuna strax upp úr miðjum júnímánuði. Það er ekki heldur fráleitt að ímynda sér að eftirspurn gæti orðið meiri strax í júlí og ágúst og svo áfram á haustmánuðum. Raunveruleg og glæný dæmi frá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum sanna það, að eftirspurnin er þarna úti - en grundvöllur og forsenda fyrir endurreisn ferðaþjónustunnar eru að tryggar samgöngur verði í boði til og frá landinu. Fari Icelandair í þrot, þá er nokkuð víst að þjóðhagsspá Seðlabankans mun ekki rætast. Lokaniðurstaðan verður enn verri. Efnahagslegum bata mun seinka meira. Því það er vandséð hvernig þeir ferðamenn, sem þó vilja koma til landsins, eiga þá að komast hingað. Því er oft slegið fram, að það skipti engu máli, þó að Icelandair færi í þrot. Það taki bara einhverjir aðrir við boltanum og að haldið verði áfram, eins og ekkert hafi í skorist. Það er hins vegar alls óljóst hvernig úr því myndi spilast og hvers konar flugrekstur tæki hér við. Það er líklegt að við myndum færast aftur um mörg ár, hvað samgöngur til og frá landinu varðar. Ekki þarf að fjölyrða um áhrifin, sem það myndi hafa á efnahagslífið. Það er útilokað að önnur íslensk félög geti stigið strax inn og boðið þá þjónustu, sem Icelandair hefur með umfangsmiklu leiðakerfi sínu boðið upp á undanfarna áratugi. Það er sömuleiðis fráleitt að halda að erlend flugfélög falli hér af himnum ofan og komi í staðinn. Það sannaðist heldur betur við gjaldþrot WOW air fyrir rúmu ári. Þar reyndist hins vegar Icelandair betri en enginn og breytti áherslum í leiðakerfi sínu, til að bjarga því sem bjargað varð. Það er eitt sem íslensk ferðaþjónusta og íslenskt hagkerfi hefur ekki núna og það er tími. Við höfum ekki tíma til að endurreisa flugfélag, stofna ný frá grunni og hvað þá bíða eftir að erlend flugfélög sjái hér einhverja möguleika. Við þurfum að keyra efnahagslífið í gang strax og það verður einungis gert með tilstuðlan Icelandair. Ef Icelandair heldur sínu striki, þá mun það strax hafa jákvæð áhrif á til skamms tíma og mun bæta langtímahorfur verulega. Það er raunveruleikinn. Bjarnheiður Hallsdóttir,formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icelandair Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Sjá meira
Ný þjóðhagsspá Seðlabanka Íslands er ansi svört. Hún gerir ráð fyrir 8% samdrætti í landsframleiðslu árið 2020 og vegur þar spá bankans um 80% fækkun í komum ferðamanna til landsins á árinu þyngst. Samkvæmt spá Seðlabankans, munu þá einungis um 400.000 ferðamenn koma til landsins á þessu ári, sem þýðir að einungis um 50.000 ferðamenn eigi eftir að skila sér til landsins næsta hálfa árið. Seðlabankastjóri var gestur Kastljóss í gærkvöldi og ræddi um efnahagshorfur. Þar báru að vonum málefni Icelandair á góma. Seðlabankastjóri telur að það myndi ekki hafa mikil áhrif til skamms tíma ef Icelandair færi í þrot. Ástæðan fyrir því að mati seðlabankastjóra er sú, að það muni hvort eð er koma svo fáir ferðamenn til Íslands á þessu ári. Þetta finnst mér einkennilegur málflutningur. Það er næsta víst að ef Icelandair yrði gjaldþrota, þá hefði það einmitt gríðarlegar afleiðingar til skamms tíma, ekki síður en til langs tíma. Aðgerðir stjórnvalda vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins á ferðaþjónustufyrirtæki, hafa einmitt verið til að koma þeim í var, þannig að fyrirtækin verði tilbúin til að hefja starfsemi hratt og örugglega, þegar aðstæður skapast. Þessar aðstæður munu að öllum líkindum einmitt skapast nú um miðjan júní, þegar hægt verður að ferðast til Íslands, án þess að gangast undir tveggja vikna sóttkví, við komuna til landsins. Icelandair er með tilbúna áætlun um að hefja flug á milli Íslands og þeirra áfangastaða í Evrópu, þar sem líklegt er að eftirspurn sé fyrir hendi. Þannig er það raunverulegur möguleiki, að eitthvert líf færist í ferðaþjónustuna strax upp úr miðjum júnímánuði. Það er ekki heldur fráleitt að ímynda sér að eftirspurn gæti orðið meiri strax í júlí og ágúst og svo áfram á haustmánuðum. Raunveruleg og glæný dæmi frá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum sanna það, að eftirspurnin er þarna úti - en grundvöllur og forsenda fyrir endurreisn ferðaþjónustunnar eru að tryggar samgöngur verði í boði til og frá landinu. Fari Icelandair í þrot, þá er nokkuð víst að þjóðhagsspá Seðlabankans mun ekki rætast. Lokaniðurstaðan verður enn verri. Efnahagslegum bata mun seinka meira. Því það er vandséð hvernig þeir ferðamenn, sem þó vilja koma til landsins, eiga þá að komast hingað. Því er oft slegið fram, að það skipti engu máli, þó að Icelandair færi í þrot. Það taki bara einhverjir aðrir við boltanum og að haldið verði áfram, eins og ekkert hafi í skorist. Það er hins vegar alls óljóst hvernig úr því myndi spilast og hvers konar flugrekstur tæki hér við. Það er líklegt að við myndum færast aftur um mörg ár, hvað samgöngur til og frá landinu varðar. Ekki þarf að fjölyrða um áhrifin, sem það myndi hafa á efnahagslífið. Það er útilokað að önnur íslensk félög geti stigið strax inn og boðið þá þjónustu, sem Icelandair hefur með umfangsmiklu leiðakerfi sínu boðið upp á undanfarna áratugi. Það er sömuleiðis fráleitt að halda að erlend flugfélög falli hér af himnum ofan og komi í staðinn. Það sannaðist heldur betur við gjaldþrot WOW air fyrir rúmu ári. Þar reyndist hins vegar Icelandair betri en enginn og breytti áherslum í leiðakerfi sínu, til að bjarga því sem bjargað varð. Það er eitt sem íslensk ferðaþjónusta og íslenskt hagkerfi hefur ekki núna og það er tími. Við höfum ekki tíma til að endurreisa flugfélag, stofna ný frá grunni og hvað þá bíða eftir að erlend flugfélög sjái hér einhverja möguleika. Við þurfum að keyra efnahagslífið í gang strax og það verður einungis gert með tilstuðlan Icelandair. Ef Icelandair heldur sínu striki, þá mun það strax hafa jákvæð áhrif á til skamms tíma og mun bæta langtímahorfur verulega. Það er raunveruleikinn. Bjarnheiður Hallsdóttir,formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun