Trúin á samvinnupólitík Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 2. janúar 2020 13:30 Ég geng inn í nýtt ár í trú á að um okkur muni leika ferskir vindar og ákefðin til að gera enn betur dvíni ekki heldur haldi og styrki okkur og efli hvar í flokki sem við stöndum. Ég trúi því að samvinna og samstaða gefi okkur mest. Skili okkur bestu niðurstöðunni fyrir sem flesta. Ég trúi því að pólitíkina megi færa nær slíku vinnulagi. Samtalinu. Því víst er að verkefnin verða ærin. Við þurfum að sameina krafta okkar hvar í flokki sem við stöndum til að ná árangri í umhverfismálum, stærsta verkefni samtímans. Vinna að frekari velferð og vellíðan ólíkra hópa og hlúa að manneskjunni sem best við getum. Styrkja grunnstoðirnar okkar enn frekar og efla getuna til þess að bregðast við þegar á móti blæs. Ég trúi á að meta krafta ólíkra einstaklinga að verðleikum þegar markmiðið er að gera betur. Og ekki bara betur heldur sem allra best fyrir sem flesta. Það hlýtur alltaf að vera markmið okkar sem gefum kost á okkur til pólitískra starfa. Burt með einstrengingslegar ákvarðanir sem henta afmörkuðum hópum og horfum fremur til framfara samfélagsins í heild. Þannig langar mig að sjá árið 2020 á hinu pólitíska sviði. Að um leið og við virðum ólíkar skoðanir og hlustum getum við metið saman farsæla niðurstöðu í stað þess að hygla einum fremur en öðrum. Hagsmunirnir liggja í almannahagsmunum fremur en sérhagsmunum. Annars ýtum við undir sundurleitt samfélag, samfélag sem þroskast síður og verður af því að fá að vaxa í þágu einstaklinganna sem sannanlega eru þeir sem skapa samfélagið þegar öllu er á botninn hvolft. Það skiptir máli fyrir hvert og eitt okkar að þoka málum áfram, sjá afrakstur og árangur þeirra vinnu og málefna sem við stöndum fyrir og því sem við viljum leggja af mörkum fyrir samfélagið. Stóra myndin er alltaf mikilvægari en einstök áætlun sérsniðin að ákveðnum hópi. Þar verðum við sem kjörnir fulltrúar að hafa styrk til að stíga ofar, horfa yfir sviðið og taka utan um alla þætti samfélagsins í þágu almennings. Megi árið verða okkur öllum gleðilegt og gjöfult.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Ég geng inn í nýtt ár í trú á að um okkur muni leika ferskir vindar og ákefðin til að gera enn betur dvíni ekki heldur haldi og styrki okkur og efli hvar í flokki sem við stöndum. Ég trúi því að samvinna og samstaða gefi okkur mest. Skili okkur bestu niðurstöðunni fyrir sem flesta. Ég trúi því að pólitíkina megi færa nær slíku vinnulagi. Samtalinu. Því víst er að verkefnin verða ærin. Við þurfum að sameina krafta okkar hvar í flokki sem við stöndum til að ná árangri í umhverfismálum, stærsta verkefni samtímans. Vinna að frekari velferð og vellíðan ólíkra hópa og hlúa að manneskjunni sem best við getum. Styrkja grunnstoðirnar okkar enn frekar og efla getuna til þess að bregðast við þegar á móti blæs. Ég trúi á að meta krafta ólíkra einstaklinga að verðleikum þegar markmiðið er að gera betur. Og ekki bara betur heldur sem allra best fyrir sem flesta. Það hlýtur alltaf að vera markmið okkar sem gefum kost á okkur til pólitískra starfa. Burt með einstrengingslegar ákvarðanir sem henta afmörkuðum hópum og horfum fremur til framfara samfélagsins í heild. Þannig langar mig að sjá árið 2020 á hinu pólitíska sviði. Að um leið og við virðum ólíkar skoðanir og hlustum getum við metið saman farsæla niðurstöðu í stað þess að hygla einum fremur en öðrum. Hagsmunirnir liggja í almannahagsmunum fremur en sérhagsmunum. Annars ýtum við undir sundurleitt samfélag, samfélag sem þroskast síður og verður af því að fá að vaxa í þágu einstaklinganna sem sannanlega eru þeir sem skapa samfélagið þegar öllu er á botninn hvolft. Það skiptir máli fyrir hvert og eitt okkar að þoka málum áfram, sjá afrakstur og árangur þeirra vinnu og málefna sem við stöndum fyrir og því sem við viljum leggja af mörkum fyrir samfélagið. Stóra myndin er alltaf mikilvægari en einstök áætlun sérsniðin að ákveðnum hópi. Þar verðum við sem kjörnir fulltrúar að hafa styrk til að stíga ofar, horfa yfir sviðið og taka utan um alla þætti samfélagsins í þágu almennings. Megi árið verða okkur öllum gleðilegt og gjöfult.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar