Viðskipti innlent

Til greina komi að skera flotann niður um helming

Atli Ísleifsson skrifar
Viðskiptablaðið hefur heimildir fyrir því að til greina komi að minnka flugvélaflotann um helming, allt niður í tólf vélar.
Viðskiptablaðið hefur heimildir fyrir því að til greina komi að minnka flugvélaflotann um helming, allt niður í tólf vélar. Vísir/Vilhelm

Icelandair hefur undanfarna daga rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn.

Viðskiptablaðið hefur heimildir fyrir þessu og segir vinnuna miða að því að ekki þurfi að koma til þess að ríkið stígi inn í og komi félaginu til bjargar.

Heimildir blaðsins herma ennfremur að verið sé að skera flugflota félagsins verulega niður. Til greina komi að minnka flotann um helming, allt niður í tólf vélar.

Reyna á að endursemja við flugmenn og flugliða því lengi hefur legið fyrir að launakostnaður hjá Icelandair sé afar hár, í samanburði við samkeppnisaðila.

Þannig hafi laun flugliða hjá Icelandair verið allt að 35 prósent hærri en hjá WOW air og laun flugmanna Icelandair 20 til 30 prósent hærri.


Tengdar fréttir

Samið um sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms

Icelandair mun fljúga sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms samkvæmt samningi sem félagið hefur gert við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Samningurinn á að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu í kórónuveirufaraldrinum.

Samið um sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms

Icelandair mun fljúga sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms samkvæmt samningi sem félagið hefur gert við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Samningurinn á að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu í kórónuveirufaraldrinum.

Mikill samdráttur framundan hjá Icelandair

Gengið hefur hratt á lausafé Icelandair á síðustu vikum og hefur félagið leitað til þriggja banka til að bæta þar úr. Forstjóri félagsins segir félagið þó standa sterkt þótt það þoli ekki algeran tekjubrest til langframa fremur en önnur félög.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×