Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. febrúar 2020 10:43 Rannveig Rist er forstjóri ISAL - álversins í Straumsvík. vísir/egill Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. Viðræðurnar séu trúnaðarmál en Rannveig segir aðalvanda álversins liggja í raforkuverðinu sem sé óhagstæðara en hjá öðrum álverum hér á landi. Rio Tinto tilkynnti í morgun að fyrirtækið ætli að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi ISAL svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. Í endurskoðuninni eru allar leiðir undir, þar með talið framleiðsluminnkun sem og möguleg lokun álversins. „Við teljum að okkar samningur sé talsvert mikið óhagstæðari en við aðra í landinu og hann er líka talsvert meira óhagstæðari heldur en raforkusamningar sem við þekkjum í öðrum álverum. Það sem greinir ISAL frá öðrum álverum í heiminum er þessi raforkusamningur,“ segir Rannveig spurð út í raforkuverðið og raforkusamning Rio Tinto við Landsvirkjun vegna ISAL. Hún segir mikið búið að spara í rekstri ISAL en taprekstur hafi verið viðvarandi frá árinu 2012. Engu að síður sé til að mynda búið að ná miklum rekstrarlegum árangri þannig að álverið sé til að mynda í hæsta gæðaflokki hjá öllum viðskiptavinum. „Við erum að framleiða vöru sem er á færi fárra álvera í heiminum þannig að við erum búin að gera allt sem hægt er að gera hér innanhúss. Það er kannski alltaf hægt að gera eitthvað aðeins meira en við erum búin að gera gríðarlega mikið í gegnum mörg ár. En þarna er aðalvandinn og aðalmunurinn á okkur og öðrum álverum, það liggur í þessu raforkuverði og nú þarf að fara að ræða það, fílinn í herberginu,“ segir Rannveig. Hvað er þessi munur mikill á heimsmarkaðnum þegar þið horfið á hina stóru mynd? „Ja, nú er vandinn sá að ég má ekki segja verðið sem við erum að greiða, því miður, það væri mjög gott ef við gætum talað um þetta opinskátt og þetta væri uppi á borðum en þannig er það ekki. Í samningnum er þetta trúnaðarmál en við erum að greiða miklu meira en aðrir.“ Spurð út í það hvort hún telji það líklegt að álverinu verði lokað segir Rannveig: „Ég get ekkert spáð í þau spil en það er allavega nýtt fyrir okkur. Það er búið að fara áður í gegnum endurskoðun og þá var meiningin að selja fyrirtækið og við erum búin að fara í tvo svoleiðis hringi. Næstum því selt til Hydro og það gekk til baka á síðustu stundu. Síðan er búið að reyna að selja aftur. Núna er það ekki í skoðun heldur í skoðun að fara þá leið að gera verksmiðjuna arðbærari hér eða loka henni alveg eða að hluta.“ Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bæjarstjóri Hafnarfjarðar: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Rósa Guðbjartsdóttir bregst við fréttum að mögulegt sé að álverinu í Straumsvík verði lokað. 12. febrúar 2020 09:56 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. Viðræðurnar séu trúnaðarmál en Rannveig segir aðalvanda álversins liggja í raforkuverðinu sem sé óhagstæðara en hjá öðrum álverum hér á landi. Rio Tinto tilkynnti í morgun að fyrirtækið ætli að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi ISAL svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. Í endurskoðuninni eru allar leiðir undir, þar með talið framleiðsluminnkun sem og möguleg lokun álversins. „Við teljum að okkar samningur sé talsvert mikið óhagstæðari en við aðra í landinu og hann er líka talsvert meira óhagstæðari heldur en raforkusamningar sem við þekkjum í öðrum álverum. Það sem greinir ISAL frá öðrum álverum í heiminum er þessi raforkusamningur,“ segir Rannveig spurð út í raforkuverðið og raforkusamning Rio Tinto við Landsvirkjun vegna ISAL. Hún segir mikið búið að spara í rekstri ISAL en taprekstur hafi verið viðvarandi frá árinu 2012. Engu að síður sé til að mynda búið að ná miklum rekstrarlegum árangri þannig að álverið sé til að mynda í hæsta gæðaflokki hjá öllum viðskiptavinum. „Við erum að framleiða vöru sem er á færi fárra álvera í heiminum þannig að við erum búin að gera allt sem hægt er að gera hér innanhúss. Það er kannski alltaf hægt að gera eitthvað aðeins meira en við erum búin að gera gríðarlega mikið í gegnum mörg ár. En þarna er aðalvandinn og aðalmunurinn á okkur og öðrum álverum, það liggur í þessu raforkuverði og nú þarf að fara að ræða það, fílinn í herberginu,“ segir Rannveig. Hvað er þessi munur mikill á heimsmarkaðnum þegar þið horfið á hina stóru mynd? „Ja, nú er vandinn sá að ég má ekki segja verðið sem við erum að greiða, því miður, það væri mjög gott ef við gætum talað um þetta opinskátt og þetta væri uppi á borðum en þannig er það ekki. Í samningnum er þetta trúnaðarmál en við erum að greiða miklu meira en aðrir.“ Spurð út í það hvort hún telji það líklegt að álverinu verði lokað segir Rannveig: „Ég get ekkert spáð í þau spil en það er allavega nýtt fyrir okkur. Það er búið að fara áður í gegnum endurskoðun og þá var meiningin að selja fyrirtækið og við erum búin að fara í tvo svoleiðis hringi. Næstum því selt til Hydro og það gekk til baka á síðustu stundu. Síðan er búið að reyna að selja aftur. Núna er það ekki í skoðun heldur í skoðun að fara þá leið að gera verksmiðjuna arðbærari hér eða loka henni alveg eða að hluta.“
Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bæjarstjóri Hafnarfjarðar: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Rósa Guðbjartsdóttir bregst við fréttum að mögulegt sé að álverinu í Straumsvík verði lokað. 12. febrúar 2020 09:56 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Rósa Guðbjartsdóttir bregst við fréttum að mögulegt sé að álverinu í Straumsvík verði lokað. 12. febrúar 2020 09:56
Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45