Af hverju eru lögreglumenn í láglaunastétt? Eyrún Eyþórsdóttir skrifar 19. maí 2020 15:30 Á dögunum deildi lögreglumaður launaseðli sínum á samfélagsmiðlum. Launaseðilinn sýndi að viðkomandi, sem hefur margra ára starfsreynslu í lögreglunni, fékk rétt um 300 þúsund í útborguð laun fyrir fulla vinnu mánuðinn á undan. Ég staldraði aðeins við þennan launaseðil og fann að mér var algjörlega misboðið. Þarna hafði lögreglumaður fengið skýr skilaboð um hversu ómerkilegt starf hans væri. Það má að minnsta kosti leiða að því líkur að það sé viðhorf ríkisins því laun lögreglumanna eru í alls engu samræmi við starfið sjálft. Þegar umræðan um að færa lögreglunám upp á háskólastigið, líkt og hafði verið gert á flestum Norðurlöndum, var að hefjast töluðu lögreglumenn með þessari hugmynd sem og Landsamband lögreglumanna sem var í forsvari fyrir henni. Lögreglumennirnir sjálfir höfðu nefnilega besta skilninginn og mestu innsýnina í þær miklu breytingar sem höfðu átt sér stað á starfsumhverfi þeirra í gegnum tíðina. Verkefni lögreglunnar höfðu orðið bæði flóknari og erfiðari en nokkurn tímann áður. Þá höfðu kröfur samfélagsins til lögreglunnar aukist mikið. Lögreglumenn samtímans þurfa að búa yfir yfirvegun og ró, vera hraustir á líkama og sál, hafa seiglu, vera með afburðar samtalstækni, búa yfir góðri tækni- og verkkunnáttu, geta tekið stórar ákvarðanir á stuttum tíma, þekkja lög og reglur, haldið við lífsmörk deyjandi manneskju, geta varið sig í hættulegum aðstæðum og tryggt öryggi allra annarra, svo fátt eitt sé upptalið. Þeir vinna dag og nótt sé þess þörf við að leysa alvarlega sakamál, gæta hagsmuna landsmanna í brjáluðum veðrum eða rekja ferðir fólks svo hægt sé að stöðva veirufaraldur. En til viðbótar þurfa lögreglumenn nánast að vera ómannlegir og þola þrýsting frá samfélaginu í fjölmörgum ólíkum birtingarmyndum. Almenningur upplifir oft að lögreglumenn eiga að geta leyst öll mál jafnvel þó verkefnið hafi ekkert með lögbundið hlutverk lögreglu að gera. Kröfurnar til lögreglunnar eru miklu meiri í dag heldur en nokkurn tímann áður. Dómharkan sömuleiðis eins og mörg dæmi sýna þar sem lögreglumenn, og í sumum tilfellum fjölskyldur þeirra, hafa þurft að líða áreiti, ofbeldi og jafnvel myndbirtingar í fjölmiðlum að ósekju vegna vinnu sinnar. Með einskærum metnaði hafa lögreglumennirnir, með því að mennta sig og endurmennta, sækja námskeið og efla sig faglega, tekið þátt í að uppfæra löggæslu í takt við flókinn samtímann. Í dag stundar fólk tveggja til þriggja ára háskólanám til þess að fá að starfa við fagið. Starfið telst vera það flókið í samtímanum að ekki aðeins grunnháskólanám dugi til í sumum tilfellum, heldur sækja lögreglumenn sér í auknum mæli framhaldsmenntun á háskólastigi vegna mikillar sérhæfingar innan lögreglunnar. Þetta er allt gert til þess að almenningur geti fengið bestu fáanlegu þjónustu þegar þörf er á aðkomu lögreglu. Það er sorglegra en tárum taki að þeir sem ráða launakjörum lögreglumanna virðist vera algjörlega sama um þjónustustuðul lögreglu, fagmennsku lögreglumanna og að hægt sé að bjóða upp á löggæslu sem stenst nútímakröfur og væntingar. Það getur ekki verið önnur skýring á arfaslökum launakjörum lögreglumanna en hreinlega að launagreiðandinn hafi ekki hugmynd um hvað starfið felur í sér. Kannski væri það ákjósanlegt að ráðamenn þjóðarinnar prófuðu að fara á vakt hjá lögreglu. Vaktin gæti verið á annasömum degi á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mögulega þyrfti að koma að ungri manneskju látinni sökum ofneyslu vímuefna eða taka á móti tilkynningu barns um kynferðislega misnotkun af hendi náins ættingja. Vaktin gæti líka verið á landsbyggðinni þar sem væri einn lögreglumaður sem kæmi að alvarlegu umferðarslysi tveggja bifreiða þar sem látið og mikið slasað fólk er til staðar og engin aðstoð fáanleg næstu klukkustundirnar. Mögulega væri hægt starfa í rannsóknardeild í einn dag og eiga við þann frumskóg af tæknilegum forsendum sem þarf að skilja til að geta leyst mál þar sem nektarmyndir af ungri manneskju hefur farið í dreifingu á netinu. Ég er viss um að starfandi lögreglumenn tækju vel á móti ykkur. Höfundur er lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri og lögreglumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Á dögunum deildi lögreglumaður launaseðli sínum á samfélagsmiðlum. Launaseðilinn sýndi að viðkomandi, sem hefur margra ára starfsreynslu í lögreglunni, fékk rétt um 300 þúsund í útborguð laun fyrir fulla vinnu mánuðinn á undan. Ég staldraði aðeins við þennan launaseðil og fann að mér var algjörlega misboðið. Þarna hafði lögreglumaður fengið skýr skilaboð um hversu ómerkilegt starf hans væri. Það má að minnsta kosti leiða að því líkur að það sé viðhorf ríkisins því laun lögreglumanna eru í alls engu samræmi við starfið sjálft. Þegar umræðan um að færa lögreglunám upp á háskólastigið, líkt og hafði verið gert á flestum Norðurlöndum, var að hefjast töluðu lögreglumenn með þessari hugmynd sem og Landsamband lögreglumanna sem var í forsvari fyrir henni. Lögreglumennirnir sjálfir höfðu nefnilega besta skilninginn og mestu innsýnina í þær miklu breytingar sem höfðu átt sér stað á starfsumhverfi þeirra í gegnum tíðina. Verkefni lögreglunnar höfðu orðið bæði flóknari og erfiðari en nokkurn tímann áður. Þá höfðu kröfur samfélagsins til lögreglunnar aukist mikið. Lögreglumenn samtímans þurfa að búa yfir yfirvegun og ró, vera hraustir á líkama og sál, hafa seiglu, vera með afburðar samtalstækni, búa yfir góðri tækni- og verkkunnáttu, geta tekið stórar ákvarðanir á stuttum tíma, þekkja lög og reglur, haldið við lífsmörk deyjandi manneskju, geta varið sig í hættulegum aðstæðum og tryggt öryggi allra annarra, svo fátt eitt sé upptalið. Þeir vinna dag og nótt sé þess þörf við að leysa alvarlega sakamál, gæta hagsmuna landsmanna í brjáluðum veðrum eða rekja ferðir fólks svo hægt sé að stöðva veirufaraldur. En til viðbótar þurfa lögreglumenn nánast að vera ómannlegir og þola þrýsting frá samfélaginu í fjölmörgum ólíkum birtingarmyndum. Almenningur upplifir oft að lögreglumenn eiga að geta leyst öll mál jafnvel þó verkefnið hafi ekkert með lögbundið hlutverk lögreglu að gera. Kröfurnar til lögreglunnar eru miklu meiri í dag heldur en nokkurn tímann áður. Dómharkan sömuleiðis eins og mörg dæmi sýna þar sem lögreglumenn, og í sumum tilfellum fjölskyldur þeirra, hafa þurft að líða áreiti, ofbeldi og jafnvel myndbirtingar í fjölmiðlum að ósekju vegna vinnu sinnar. Með einskærum metnaði hafa lögreglumennirnir, með því að mennta sig og endurmennta, sækja námskeið og efla sig faglega, tekið þátt í að uppfæra löggæslu í takt við flókinn samtímann. Í dag stundar fólk tveggja til þriggja ára háskólanám til þess að fá að starfa við fagið. Starfið telst vera það flókið í samtímanum að ekki aðeins grunnháskólanám dugi til í sumum tilfellum, heldur sækja lögreglumenn sér í auknum mæli framhaldsmenntun á háskólastigi vegna mikillar sérhæfingar innan lögreglunnar. Þetta er allt gert til þess að almenningur geti fengið bestu fáanlegu þjónustu þegar þörf er á aðkomu lögreglu. Það er sorglegra en tárum taki að þeir sem ráða launakjörum lögreglumanna virðist vera algjörlega sama um þjónustustuðul lögreglu, fagmennsku lögreglumanna og að hægt sé að bjóða upp á löggæslu sem stenst nútímakröfur og væntingar. Það getur ekki verið önnur skýring á arfaslökum launakjörum lögreglumanna en hreinlega að launagreiðandinn hafi ekki hugmynd um hvað starfið felur í sér. Kannski væri það ákjósanlegt að ráðamenn þjóðarinnar prófuðu að fara á vakt hjá lögreglu. Vaktin gæti verið á annasömum degi á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mögulega þyrfti að koma að ungri manneskju látinni sökum ofneyslu vímuefna eða taka á móti tilkynningu barns um kynferðislega misnotkun af hendi náins ættingja. Vaktin gæti líka verið á landsbyggðinni þar sem væri einn lögreglumaður sem kæmi að alvarlegu umferðarslysi tveggja bifreiða þar sem látið og mikið slasað fólk er til staðar og engin aðstoð fáanleg næstu klukkustundirnar. Mögulega væri hægt starfa í rannsóknardeild í einn dag og eiga við þann frumskóg af tæknilegum forsendum sem þarf að skilja til að geta leyst mál þar sem nektarmyndir af ungri manneskju hefur farið í dreifingu á netinu. Ég er viss um að starfandi lögreglumenn tækju vel á móti ykkur. Höfundur er lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri og lögreglumaður
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun