Skoðun

Er búið að finna upp starfið þitt?

Kristjana Björk Barðdal skrifar

Nú er man enn og aftur atvinnulaus og endurmetur hvert man stefnir. Niðurstaðan mín er að fara í meistaranám í haust en til þess að eigi í mig og á hef ég snúið mér aftur að draumastarfinu mínu sem er hakkaþonráðgjafi. Starfið er blanda af verkefnastjórnun, viðburðarstjórnun, markaðsstörfum og almannatengslum. Í þetta skiptið kem ég að verkefnastýringu hakkaþonsins Hack the Crisis Iceland sem spratt upp úr alþjóðaátakinu Hack the Crisis. Hakkaþonið er skipulagt af nokkrum ráðuneytum, Reykjavíkurborg, Nýsköpunarmiðstöð og fleiri aðilum. Tilgangur hakkaþonsins er að finna lausnir á því sem samfélagið stendur nú frammi fyrir vegna Covid-19 og vonandi skapa störf fyrir þátttakendur.

Samhliða skipulagningunni síðustu vikur hef ég mikið leitt hugan að því hvað ég vil starfa við. Það hefur verið einstaklega áhugavert að læra enn betur á hvernig bjúrokrasían og opinberar stofnanir vinna og hvernig samspil mitt sem verkefnastjóri kjarnast í að finna lausnir sem henta öllum og stíga ekki á neinar tær.

Ég hef reynt að spegla mig og sjá fyrir mér hvar ég mun vinna en finnst eitthvað vanta upp á. Ætli framtiðarstarfið mitt hafi ekki ennþá verið fundið upp? Þegar ég fæddist var starfið hakkaþonráðgjafi ekki til en hvað ætli taki næst við? Ég auðvitað vonast til að geta stýrt fleiri hakkaþonum en er með opinn hug og passa að loka á ekkert. Ég er viss um að það eru störf þarna úti sem á eftir að finna upp og næsta kynslóð mun starfa við. Hack the Crisis Iceland er því kjörin vettvangur til þess að koma saman og skapa þau störf sem við munum vinna við í framtíðinni.

Höfundur er framkvæmdastjóri Reboot Hack.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×