Árangur laga um fæðingar- og foreldraorlof Ingólfur V. Gíslason skrifar 9. mars 2020 14:00 Á vordögum 2000 samþykkti Alþingi mótatkvæðalaust lög um fæðingar- og foreldraorlof. Í lögunum fólust nokkrar róttækar breytingar. Orlofið var lengt í áföngum úr þremur mánuðum í sex. Greiðslur sem áður höfðu verið flatar og lágar voru nú 80% af launum. Sveigjanleiki var innleiddur þannig að mögulegt var að vera í hlutaorlofi og hlutavinnu. Þrír mánuðir voru bundnir hvoru foreldri en þrír voru skiptanlegir. Markmið laganna var annars vegar að tryggja börnum umhyggju beggja foreldra og hins vegar að auðvelda konum og körlum samþættingu fjölskyldulífs og atvinnuþátttöku. Nú stendur yfir heildarendurskoðun þessara laga og því við hæfi að líta yfir hverju þau hafa áorkað. Augljósasta breytingin er að 85-90% feðra taka orlof til að vera með börnum sínum í stað 0,2-0,3% fyrir breytinguna. Þeir taka að meðaltali þann tíma sem einungis þeir geta nýtt. Það er í fullu samræmi við það sem sjá má hjá öðrum þjóðum. Umhyggju barna er miklu jafnar skipt milli foreldra en áður og ekki aðeins meðan á orlofinu stendur. Byggt á mati foreldra (mæðra) sjálfra var umhyggju barna sem fæddust 1997, þremur árum fyrir setningu laganna, jafnt skipt í um 40% fjölskyldna þegar börnin náðu þriggja ára aldri. Umhyggju barna sem fæddust 2014 var jafnt skipt í 75% fjölskyldna þegar þau voru þriggja ára. Rannsóknir á hinum Norðurlöndunum sýna það sama, feður sem nýta fæðingarorlof sitt eru virkari við umönnun barna sinna en þeir sem ekki gera það, alla tíð. Þetta hefur meðal annars skilað sér í því að íslensk ungmenni meta samskipti sín við feður jákvæðari en ungmenni 43 samanburðarlanda samkvæmt alþjóðlegu rannsókninni Health and behaviour in school-aged children. Það hefur ekki grafið undan stöðu íslenskra mæðra, þær eru eftir sem áður með alþjóðlega forystu á þessu sviði. Tvær íslenskar rannsóknir hafa komist að svipuðum niðurstöðum varðandi samspil fæðingarorlofs og skilnaða. Fæðingarorlof feðra dregur úr skilnuðum. Það ætti ekki að koma á óvart, sameiginleg reynsla styrkir sambönd. Einnig þetta atriði er í fullu samræmi við erlendar rannsóknir. Þátttaka feðra í umönnun barna sinna frá upphafi vegferðar þeirra hefur sýnt sig hafa mikilvægar afleiðingar fyrir börnin. Virkni feðranna dregur úr hegðunarvandkvæðum hjá drengjum og sálfræðilegum vanda stúlkna. Hún ýtir undir vitsmunalegan þroska, dregur úr afbrotum og styrkir stöðu fjölskyldna sem standa höllum fæti, félagslega og efnahagslega. Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að þessi lög hafa haft þau áhrif sem þeim var ætlað. Alþingi hefur ekkert betur gert síðustu áratugi til að jafna stöðu kynja á vinnumarkaði og í fjölskyldulífi en að samþykkja þessi lög. Það sem meira er, líklega hefur Alþingi heldur ekkert betur gert síðustu áratugi til að styrkja samheldni fjölskyldna og bæta stöðu og lífshamingju íslenskra barna. Höfundur er dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Fjölskyldumál Börn og uppeldi Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Á vordögum 2000 samþykkti Alþingi mótatkvæðalaust lög um fæðingar- og foreldraorlof. Í lögunum fólust nokkrar róttækar breytingar. Orlofið var lengt í áföngum úr þremur mánuðum í sex. Greiðslur sem áður höfðu verið flatar og lágar voru nú 80% af launum. Sveigjanleiki var innleiddur þannig að mögulegt var að vera í hlutaorlofi og hlutavinnu. Þrír mánuðir voru bundnir hvoru foreldri en þrír voru skiptanlegir. Markmið laganna var annars vegar að tryggja börnum umhyggju beggja foreldra og hins vegar að auðvelda konum og körlum samþættingu fjölskyldulífs og atvinnuþátttöku. Nú stendur yfir heildarendurskoðun þessara laga og því við hæfi að líta yfir hverju þau hafa áorkað. Augljósasta breytingin er að 85-90% feðra taka orlof til að vera með börnum sínum í stað 0,2-0,3% fyrir breytinguna. Þeir taka að meðaltali þann tíma sem einungis þeir geta nýtt. Það er í fullu samræmi við það sem sjá má hjá öðrum þjóðum. Umhyggju barna er miklu jafnar skipt milli foreldra en áður og ekki aðeins meðan á orlofinu stendur. Byggt á mati foreldra (mæðra) sjálfra var umhyggju barna sem fæddust 1997, þremur árum fyrir setningu laganna, jafnt skipt í um 40% fjölskyldna þegar börnin náðu þriggja ára aldri. Umhyggju barna sem fæddust 2014 var jafnt skipt í 75% fjölskyldna þegar þau voru þriggja ára. Rannsóknir á hinum Norðurlöndunum sýna það sama, feður sem nýta fæðingarorlof sitt eru virkari við umönnun barna sinna en þeir sem ekki gera það, alla tíð. Þetta hefur meðal annars skilað sér í því að íslensk ungmenni meta samskipti sín við feður jákvæðari en ungmenni 43 samanburðarlanda samkvæmt alþjóðlegu rannsókninni Health and behaviour in school-aged children. Það hefur ekki grafið undan stöðu íslenskra mæðra, þær eru eftir sem áður með alþjóðlega forystu á þessu sviði. Tvær íslenskar rannsóknir hafa komist að svipuðum niðurstöðum varðandi samspil fæðingarorlofs og skilnaða. Fæðingarorlof feðra dregur úr skilnuðum. Það ætti ekki að koma á óvart, sameiginleg reynsla styrkir sambönd. Einnig þetta atriði er í fullu samræmi við erlendar rannsóknir. Þátttaka feðra í umönnun barna sinna frá upphafi vegferðar þeirra hefur sýnt sig hafa mikilvægar afleiðingar fyrir börnin. Virkni feðranna dregur úr hegðunarvandkvæðum hjá drengjum og sálfræðilegum vanda stúlkna. Hún ýtir undir vitsmunalegan þroska, dregur úr afbrotum og styrkir stöðu fjölskyldna sem standa höllum fæti, félagslega og efnahagslega. Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að þessi lög hafa haft þau áhrif sem þeim var ætlað. Alþingi hefur ekkert betur gert síðustu áratugi til að jafna stöðu kynja á vinnumarkaði og í fjölskyldulífi en að samþykkja þessi lög. Það sem meira er, líklega hefur Alþingi heldur ekkert betur gert síðustu áratugi til að styrkja samheldni fjölskyldna og bæta stöðu og lífshamingju íslenskra barna. Höfundur er dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar