Lögreglan sektar vegna nagladekkja Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 18. maí 2020 07:00 Lögreglubíll. vísir/pjetur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara að beita sektum vegna ökutækja á nagladekkjum frá og með miðvikudegi í þessari viku, 20. maí. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Facebook. Það er enn tími til aðgerða en það er um að gera að hafa hraðar hendur ef lesendur eru enn á nagladekkjum. Lögreglan vill því hvetja ökumenn til að klára að skipta af nagladekkjunum. Sektin nemur 20.000 kr. fyrir hvern hjólbarða eða 80.000 kr. fyrir fólksbíl. Sektum má beita frá 15. apríl en lögreglunni er veitt ákvörðunarvald um hvenær byrjað er að sekta vegna nagladekkja. Þar getur veðurfar og landshluti spilað stórt hlutverk. Lögreglumál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara að beita sektum vegna ökutækja á nagladekkjum frá og með miðvikudegi í þessari viku, 20. maí. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Facebook. Það er enn tími til aðgerða en það er um að gera að hafa hraðar hendur ef lesendur eru enn á nagladekkjum. Lögreglan vill því hvetja ökumenn til að klára að skipta af nagladekkjunum. Sektin nemur 20.000 kr. fyrir hvern hjólbarða eða 80.000 kr. fyrir fólksbíl. Sektum má beita frá 15. apríl en lögreglunni er veitt ákvörðunarvald um hvenær byrjað er að sekta vegna nagladekkja. Þar getur veðurfar og landshluti spilað stórt hlutverk.
Lögreglumál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent