Hvað sagði Pippen eiginlega við Malone sem tók þann síðarnefnda á taugum? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2020 16:30 Pippen virðist hafa náð til Karl Malone í úrslitum NBA-deildarinnar árið 1997. Jed Jacobsohn /Allsport Scottie Pippen bjargaði Chicago Bulls í fyrsta leik liðsins í úrslitaeinvíginu gegn Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta árið 1997. Tók hann Karl Malone, eða póstmanninn eins og hann var oftast kallaður, á taugum er Malone var í þann mund að taka vítaskot sem hefðu getað tryggt Utah sigurinn. ESPN fjallaði um þetta skemmtilega atvik með því að ræða við leikmenn og blaðamenn. Heimildarþættirnir The Last Dance hafa tröllriðið öllu undanfarnar vikur og fara síðustu tveir þættirnir í loftið í nótt. Allir og amma þeirra eru að tala um þættina sem sýna frá síðustu leiktíð Michal Jordan í treyju Chicago Bulls. Hafa þeir hlotið mikið lof fyrir skemmtilega innsýn inn í þennan ótrúlega heim sem NBA-deildin er en þá hafa þeir einnig fengið last fyrir þá staðreynd að Jordan sjálfur sé hluti af framleiðsluteyminu sem og þá óvægu gagnrýni sem Jerry Krause heitinn fær í þáttunum. Krause var á sínum tíma framkvæmdastjóri félagsins en hann lést árið 2017. The new documentary "The Last Dance" is, like Michael Jordan himself, impeccably produced, authentic but highly self-conscious, and incredibly entertaining. https://t.co/bpqx43ZuFl— The New Yorker (@NewYorker) May 17, 2020 Hér er þó um að ræða atvik sem átti sér stað leiktíðina áður en The Last Dance gerist. Bulls eru komnir í úrslit NBA-deildarinnar annað árið í röð og mæta þar Utah Jazz. Í fyrsta leik einvígisins, sem fram fór á sunnudeginum þann 1. júní, er staðan jöfn 82-82 þegar Utah fer í lokasókn sína í leiknum. Skot John Stockton fer af hringnum og út í teiginn þar sem Dennis nokkur Rodman fær dæmda á sig villu fyrir brot á Malone. Póstmaðurinn hafði verið kosinn verðmætasti leikmaður deildarinnar skömmu áður. Fékk hann 29 atkvæðum meira en Jordan sem var í öðru sæti. Malone hafði verið frábær í leiknum en hann var með 23 stig, fimmtán fráköst og hafði hitt úr þremur af fjórum vítaskotum sínum fram að þessu. Með 9.2 sekúndur eftir á klukkunni og leikinn á línunni ákvað hinn hlédrægi Pippen að stíga upp og segja nokkur vel valin orð sem settu Malone að því virðist á hliðina. Hann setti hvorugt skotið niður, Jordan tók frákastið og Bulls tóku leikhlé. Jordan setti svo sigurkörfu leiksins í þann mund sem flautan gall rúmum sjö og hálfri sekúndu síðar. Bulls unnu á endanum einvígið 4-2 og þar með sinn annan titil í röð. Hver veit hvað hefði gerst ef Malone hefði sett skotin sín niður. Pippen segir að Malone sé einn af hans bestu vinum í dag og þeir hafi aldrei rétt atvikið þar sem Pippen virðist hafa komist inn í hausinn á Malone. Íþróttafólk á það til að láta allskyns ósóma flakka innan vallar en Pippen féll ekki í þá gryfju. Mögulega var það ástæðan fyrir að hann náði svona til Malone en hvað sagði Pippen eiginlega? „Karl, mundu bara að póstmaðurinn ber ekki út á sunnudögum.“ Körfubolti NBA Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
Scottie Pippen bjargaði Chicago Bulls í fyrsta leik liðsins í úrslitaeinvíginu gegn Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta árið 1997. Tók hann Karl Malone, eða póstmanninn eins og hann var oftast kallaður, á taugum er Malone var í þann mund að taka vítaskot sem hefðu getað tryggt Utah sigurinn. ESPN fjallaði um þetta skemmtilega atvik með því að ræða við leikmenn og blaðamenn. Heimildarþættirnir The Last Dance hafa tröllriðið öllu undanfarnar vikur og fara síðustu tveir þættirnir í loftið í nótt. Allir og amma þeirra eru að tala um þættina sem sýna frá síðustu leiktíð Michal Jordan í treyju Chicago Bulls. Hafa þeir hlotið mikið lof fyrir skemmtilega innsýn inn í þennan ótrúlega heim sem NBA-deildin er en þá hafa þeir einnig fengið last fyrir þá staðreynd að Jordan sjálfur sé hluti af framleiðsluteyminu sem og þá óvægu gagnrýni sem Jerry Krause heitinn fær í þáttunum. Krause var á sínum tíma framkvæmdastjóri félagsins en hann lést árið 2017. The new documentary "The Last Dance" is, like Michael Jordan himself, impeccably produced, authentic but highly self-conscious, and incredibly entertaining. https://t.co/bpqx43ZuFl— The New Yorker (@NewYorker) May 17, 2020 Hér er þó um að ræða atvik sem átti sér stað leiktíðina áður en The Last Dance gerist. Bulls eru komnir í úrslit NBA-deildarinnar annað árið í röð og mæta þar Utah Jazz. Í fyrsta leik einvígisins, sem fram fór á sunnudeginum þann 1. júní, er staðan jöfn 82-82 þegar Utah fer í lokasókn sína í leiknum. Skot John Stockton fer af hringnum og út í teiginn þar sem Dennis nokkur Rodman fær dæmda á sig villu fyrir brot á Malone. Póstmaðurinn hafði verið kosinn verðmætasti leikmaður deildarinnar skömmu áður. Fékk hann 29 atkvæðum meira en Jordan sem var í öðru sæti. Malone hafði verið frábær í leiknum en hann var með 23 stig, fimmtán fráköst og hafði hitt úr þremur af fjórum vítaskotum sínum fram að þessu. Með 9.2 sekúndur eftir á klukkunni og leikinn á línunni ákvað hinn hlédrægi Pippen að stíga upp og segja nokkur vel valin orð sem settu Malone að því virðist á hliðina. Hann setti hvorugt skotið niður, Jordan tók frákastið og Bulls tóku leikhlé. Jordan setti svo sigurkörfu leiksins í þann mund sem flautan gall rúmum sjö og hálfri sekúndu síðar. Bulls unnu á endanum einvígið 4-2 og þar með sinn annan titil í röð. Hver veit hvað hefði gerst ef Malone hefði sett skotin sín niður. Pippen segir að Malone sé einn af hans bestu vinum í dag og þeir hafi aldrei rétt atvikið þar sem Pippen virðist hafa komist inn í hausinn á Malone. Íþróttafólk á það til að láta allskyns ósóma flakka innan vallar en Pippen féll ekki í þá gryfju. Mögulega var það ástæðan fyrir að hann náði svona til Malone en hvað sagði Pippen eiginlega? „Karl, mundu bara að póstmaðurinn ber ekki út á sunnudögum.“
Körfubolti NBA Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira