Engin áhrif á bensínverð hér á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2020 12:00 Mótmælendur í Íran bregðast við árásinni með því að eyðileggja bandaríska fánann. AP/Vahid Salemi Engin hreyfing hefur orðið á bensínverði hér á landi í kjölfar þess að Bandaríkin réðu einn valdamesta mann í Íran af dögum í nótt. Framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs segir heimsmarkaðsverð þó hafa tekið kipp og sveiflan á bilinu 3-5 prósent sem sé greinilega vegana atburða næturinnar. Hershöfðinginn Qasem Soleimani fór fyrir Quds-sérsveitum íranska byltingarvarðarins sem standa fyrir öllum hernaðaraðgerðum Írana utan heimalandsins. Var hann ráðinn af dögum í drónaárás í Bagdad, höfuðborg Írak. Donald Trump fyrirskipaði árásina og fagnar niðurstöðunni á Twitter. Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khamenei, segir að morðinu verði hefnt á grimmilegan hátt. Þá lýsti hann einnig yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu Bandarískir fjölmiðlar greina frá töluverðri hækkun á bensínverði þar í landi. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs, segir fyrirtækið raunar hafa lækkað verðið lítillega í morgun í framhaldi af hækkunum um áramótin vegna skattahækkun. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu. Þórður segir það aldrei góðs viti fyrir bensínverð þegar atburðir á borð við þessa gerast í Mið-Austurlöndum. „Ég held að íslenski markaðurinn þurfi í augnablikinu ekki að hafa stórar áhyggjur,“ segir Þórður. Ekki eins og markaðurinn sé að hreyfast nú. Miðað við það eru áhrif vegna skattahækkunar hér heima meiri. „En svo veistu ekkert hvað gerist.“ Verðið sé almennt á uppleið en heimsmarkaðsverðið hafi verið að ýtast upp undnafarnar vikur og mánuði. Þar komi meðal annars til breytingar á reglum um svartolíu en frá áramótum megi brennisteinsinnihald ekki vera meira en 0,5 prósent. Hámarkaði var áður 3,5 prósent. Áhrif vegna breytinganna sem tóku gildi um áramótin hafi verið farin að sjást seint á nýliðnu ári. Bensínverð á landinu er víðast hvar á bilinu 232-243 krónur á lítrann. Bensín og olía Íran Tengdar fréttir Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Sjá meira
Engin hreyfing hefur orðið á bensínverði hér á landi í kjölfar þess að Bandaríkin réðu einn valdamesta mann í Íran af dögum í nótt. Framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs segir heimsmarkaðsverð þó hafa tekið kipp og sveiflan á bilinu 3-5 prósent sem sé greinilega vegana atburða næturinnar. Hershöfðinginn Qasem Soleimani fór fyrir Quds-sérsveitum íranska byltingarvarðarins sem standa fyrir öllum hernaðaraðgerðum Írana utan heimalandsins. Var hann ráðinn af dögum í drónaárás í Bagdad, höfuðborg Írak. Donald Trump fyrirskipaði árásina og fagnar niðurstöðunni á Twitter. Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khamenei, segir að morðinu verði hefnt á grimmilegan hátt. Þá lýsti hann einnig yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu Bandarískir fjölmiðlar greina frá töluverðri hækkun á bensínverði þar í landi. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs, segir fyrirtækið raunar hafa lækkað verðið lítillega í morgun í framhaldi af hækkunum um áramótin vegna skattahækkun. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu. Þórður segir það aldrei góðs viti fyrir bensínverð þegar atburðir á borð við þessa gerast í Mið-Austurlöndum. „Ég held að íslenski markaðurinn þurfi í augnablikinu ekki að hafa stórar áhyggjur,“ segir Þórður. Ekki eins og markaðurinn sé að hreyfast nú. Miðað við það eru áhrif vegna skattahækkunar hér heima meiri. „En svo veistu ekkert hvað gerist.“ Verðið sé almennt á uppleið en heimsmarkaðsverðið hafi verið að ýtast upp undnafarnar vikur og mánuði. Þar komi meðal annars til breytingar á reglum um svartolíu en frá áramótum megi brennisteinsinnihald ekki vera meira en 0,5 prósent. Hámarkaði var áður 3,5 prósent. Áhrif vegna breytinganna sem tóku gildi um áramótin hafi verið farin að sjást seint á nýliðnu ári. Bensínverð á landinu er víðast hvar á bilinu 232-243 krónur á lítrann.
Bensín og olía Íran Tengdar fréttir Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Sjá meira
Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42
Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30