Golf

Ólafur með nauma forystu eftir fyrsta hring

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur Björn leiðir eftir fyrsta hring á ÍSAM-mótinu í Mosfellsbæ.
Ólafur Björn leiðir eftir fyrsta hring á ÍSAM-mótinu í Mosfellsbæ. Vísir/Daníel

Atvinnukylfingurinn Ólafur Björn Loftsson er með eins höggs forystu eftir fyrsta hringinn á ÍSAM-mótinu sem fram fer á Hlíðavelli í Mosfellsbæ.

Ólafur hefur leikið frábærlega í dag og lék alls á 68 höggum eða fjórum undir pari vallarins. Alls fékk hann fimm fugla, tólf pör og einn skolla á hringnum.

Viktor Ingi Einarsson er sem stendur í öðru sæti á þremur höggum undir pari. Viktor fékk einn örn, þrjá fugla og tvo skolla á hringnum. Aðrar holur paraði hann. Þá eru Axel Bóasson, Dagbjartur Sigbrandsson, Andri Þór Björnsson og Hlynur Bergsson allir á tveimur höggum undir pari.

Íslandsmeistarinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson náði sér engan veginn á strik í dag og er á þremur höggum yfir pari í nítjánda til tuttugasta sæti. Á tveimur höggum yfir pari í fimmtánda til átjánda sæti er Haraldur Franklín.

Seinni hringur dagsins er farinn af stað og eru sterkustu kylfingar landsins allir skráðri til leiks á mótinu. Þriðji og síðasti hringurinn er svo leikinn á morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.