Golf

Ólafur með nauma forystu eftir fyrsta hring

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur Björn leiðir eftir fyrsta hring á ÍSAM-mótinu í Mosfellsbæ.
Ólafur Björn leiðir eftir fyrsta hring á ÍSAM-mótinu í Mosfellsbæ. Vísir/Daníel

Atvinnukylfingurinn Ólafur Björn Loftsson er með eins höggs forystu eftir fyrsta hringinn á ÍSAM-mótinu sem fram fer á Hlíðavelli í Mosfellsbæ.

Ólafur hefur leikið frábærlega í dag og lék alls á 68 höggum eða fjórum undir pari vallarins. Alls fékk hann fimm fugla, tólf pör og einn skolla á hringnum.

Viktor Ingi Einarsson er sem stendur í öðru sæti á þremur höggum undir pari. Viktor fékk einn örn, þrjá fugla og tvo skolla á hringnum. Aðrar holur paraði hann. Þá eru Axel Bóasson, Dagbjartur Sigbrandsson, Andri Þór Björnsson og Hlynur Bergsson allir á tveimur höggum undir pari.

Íslandsmeistarinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson náði sér engan veginn á strik í dag og er á þremur höggum yfir pari í nítjánda til tuttugasta sæti. Á tveimur höggum yfir pari í fimmtánda til átjánda sæti er Haraldur Franklín.

Seinni hringur dagsins er farinn af stað og eru sterkustu kylfingar landsins allir skráðri til leiks á mótinu. Þriðji og síðasti hringurinn er svo leikinn á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.