Körfubolti

Þröngt mega sáttir sitja, magnað andrúmsloft og „leynileið“ í sund | Mynd­band

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kjartan Atli ræðir við Tómas Þórð í þröngum Stjörnuklefanum.
Kjartan Atli ræðir við Tómas Þórð í þröngum Stjörnuklefanum. Mynd/Stöð 2 Sport

Kjartan Atli Kjartansson kíkti í sinn gamla klefa er hann heimsótti klefa körfuknattleikslið Stjörnunnar á dögunum. Þó klefinn sé ekki sá flottasti er andrúmsloftið þar ólíkt öllu öðru, eða svo segir Kjartan sjálfur.

Kjartan kom þó inn á að hann hefði spilað stóran þátt í að skapa andrúmsloftið í klefanum og því er hann eflaust ekki alveg hlutlaus í sinni skoðun. Hitti hann Tómas Þórð Hilmarsson, leikmann Stjörnunnar, og fór yfir aðstöðuna.

Tómas nefnir að helsti kostur klefans sé „leynileiðin“ í sundlaug Garðabæjar en klefinn er lítill miðað við marga aðra klefa landsins.

Þetta áhugaverða innslag má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Kjartan kíkti í Stjörnuklefann

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.


Tengdar fréttir

Meistara­klefar í Vestur­bænum | Mynd­band

Sportið í dag heldur áfram að kíkja í allra glæsilegustu klefa landsins en Henry Birgir Gunnarsson gerði sér ferð í Vesturbæinn þar sem klefarnir hafa verið teknir rækilega í gegn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×