Huginn vill halda kröfunni til streitu en Vinnslustöðin fundar síðdegis Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2020 13:09 Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Aðsend Fimm útgerðir af sjö sem stóðu að málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutun makrílaflaheimilda ákváðu í gær að falla frá henni. Útgerðirnar tvær sem eftir standa ráða nú ráðum sínum. Sjávarútvegsfyrirtækin fimm sem ákváðu í gær að falla frá málsókninni eru Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganesvegstaka. Í tilkynningu frá félögunum í gær vísa þau í áhrif kórónuveirufaraldursins á ríkissjóð og íslenskt samfélag sem ástæðu að baki ákvörðun sinni. Huginn ehf. og Vinnslustöðin hf. eiga enn aðild að málsókninni á hendur ríkinu þar sem útgerðirnar sjö kröfðust alls 10,2 milljarða króna bóta. Sigurgeir B. Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir í samtali við fréttastofu að stjórn fyrirtækisins muni funda um málið klukkan fjögur í dag. Hann gerir þó ekki ráð fyrir að tilkynnt verði um ákvörðunina fyrr en á morgun. „Það er auðvitað þannig að við höllumst í aðra hvora áttina en við þurfum að ræða öll sjónarmið í báðar áttir og það er bara skynsamlegt að gera það,“ segir Sigurgeir. Fréttastofa hefur ekki náð í Pál Guðmundsson, framkvæmdastjóra Hugins, en hann segir í samtali við Stundina í morgun að hann sé enn á þeirri skoðun að útgerðin eigi að sækja áfram skaðabætur til ríkisins - en bendir á að hann ráði því þó auðvitað ekki einn. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skoraði á útgerðirnar að draga kröfur sínar til baka á Alþingi í fyrradag. Útgerðarfélögin höfðuðu málið á hendur ríkinu vegna tjóns sem þau töldu sig hafa orðið fyrir vegna rangrar úthlutunar makrílkvóta frá árinu 2011 til 2018. Sjávarútvegur Dómsmál Tengdar fréttir Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. 15. apríl 2020 19:45 Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes hafa ákveðið að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna meints fjártjóns við úthlutum aflaheimilda í makríl fyrr á þessum áratugi. 15. apríl 2020 18:13 Útgerðin fái reikninginn ekki skattgreiðendur Það var ýmislegt athyglisvert sem fór fram á Alþingi í dag þótt einungis tvö mál hafi verið á dagskrá. 14. apríl 2020 19:59 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fimm útgerðir af sjö sem stóðu að málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutun makrílaflaheimilda ákváðu í gær að falla frá henni. Útgerðirnar tvær sem eftir standa ráða nú ráðum sínum. Sjávarútvegsfyrirtækin fimm sem ákváðu í gær að falla frá málsókninni eru Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganesvegstaka. Í tilkynningu frá félögunum í gær vísa þau í áhrif kórónuveirufaraldursins á ríkissjóð og íslenskt samfélag sem ástæðu að baki ákvörðun sinni. Huginn ehf. og Vinnslustöðin hf. eiga enn aðild að málsókninni á hendur ríkinu þar sem útgerðirnar sjö kröfðust alls 10,2 milljarða króna bóta. Sigurgeir B. Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir í samtali við fréttastofu að stjórn fyrirtækisins muni funda um málið klukkan fjögur í dag. Hann gerir þó ekki ráð fyrir að tilkynnt verði um ákvörðunina fyrr en á morgun. „Það er auðvitað þannig að við höllumst í aðra hvora áttina en við þurfum að ræða öll sjónarmið í báðar áttir og það er bara skynsamlegt að gera það,“ segir Sigurgeir. Fréttastofa hefur ekki náð í Pál Guðmundsson, framkvæmdastjóra Hugins, en hann segir í samtali við Stundina í morgun að hann sé enn á þeirri skoðun að útgerðin eigi að sækja áfram skaðabætur til ríkisins - en bendir á að hann ráði því þó auðvitað ekki einn. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skoraði á útgerðirnar að draga kröfur sínar til baka á Alþingi í fyrradag. Útgerðarfélögin höfðuðu málið á hendur ríkinu vegna tjóns sem þau töldu sig hafa orðið fyrir vegna rangrar úthlutunar makrílkvóta frá árinu 2011 til 2018.
Sjávarútvegur Dómsmál Tengdar fréttir Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. 15. apríl 2020 19:45 Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes hafa ákveðið að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna meints fjártjóns við úthlutum aflaheimilda í makríl fyrr á þessum áratugi. 15. apríl 2020 18:13 Útgerðin fái reikninginn ekki skattgreiðendur Það var ýmislegt athyglisvert sem fór fram á Alþingi í dag þótt einungis tvö mál hafi verið á dagskrá. 14. apríl 2020 19:59 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. 15. apríl 2020 19:45
Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes hafa ákveðið að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna meints fjártjóns við úthlutum aflaheimilda í makríl fyrr á þessum áratugi. 15. apríl 2020 18:13
Útgerðin fái reikninginn ekki skattgreiðendur Það var ýmislegt athyglisvert sem fór fram á Alþingi í dag þótt einungis tvö mál hafi verið á dagskrá. 14. apríl 2020 19:59