Göngu- og hjólastígarnir okkar Ómar H. Kristmundsson skrifar 16. apríl 2020 08:00 Það var vor í lofti um páskana og margir á höfuðborgarsvæðinu nýttu tækifærið til útivistar. Mikil umferð var um göngu- og hjólastígana svo minnti á Laugaveginn á Þorláksmessu. Áreiðanlega verða stígarnir nýttir sem aldrei fyrr í sumar af augljósum ástæðum. Umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi hefur margfaldast á þessari öld og að því er virðist talsvert umfram þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað á stígakerfi höfuðborgarinnar. Þrátt fyrir vinnu sveitarfélaga við að skilja að hjóla- og gönguumferð er enn langt í land að því sé lokið. Við þær aðstæður er hætta á óhöppum og óþægindum fyrir alla þá sem nýta sér stígana. Til að tryggja snurðulausa umferð um göngu- og hjólastíga við núverandi aðstæður þarf þrennt, skýrar og vel kynntar umferðarreglur, greinilegar umferðarmerkingar og góða umferðarmenningu. Umferðarreglurnar Grunnforsenda fyrir greiðri og hnökralausri umferð er að umferðarreglur séu skýrar og vegfarendur þekki þær. Reglur vegna gangandi og hjólandi umferðar utan vega hafa verið óskýrar í gegnum tíðina, sérstaklega varðandi hjólaumferð á göngustígum. Ný umferðarlög sem tóku gildi nú um síðustu áramót fela í sér framfarir hvað þetta varðar. Skv. þeim eru helstu reglur eftirfarandi: 1. Almenn aðgæsluskylda gildir fyrir alla vegfarendur. Hún felst í því að sýna almenna aðgæslu og öðrum vegfarendum tillitsemi. 2. Heimilt er að hjóla á göngustíg ef það veldur ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Gæta skal ýtrustu varkárni og ekki hjóla hraðar en svo að hjólreiðamaður geti vikið úr vegi fyrir gangandi vegfarendum sem eiga leið um. 3. Ef hjólastígur er samhliða göngustíg skal hjólreiðamaður að jafnaði notast við hjólastíginn. Þó er í slíkum tilvikum heimilt að hjóla á göngustíg ef fyllsta öryggis er gætt og ekki er hjólað hraðar en sem nemur eðlilegum gönguhraða. 4. Gangandi vegfarandi skal nota göngustíg. Hjólastíg má nota ef göngustígur er ekki til staðar eða ófær. Þessar reglur eru skýrar og einfaldar og má draga saman í eina langa setningu: Allir þeir sem um göngu- og hjólastíg fara eiga að sýna öðrum vegfarendum tillitssemi, hjólreiðafólk má nota göngustíg en það skal víkja fyrir gangandi vegfarendum og gæta þess að þeir verði ekki fyrir óþægindum eða hættu og gangandi og hlaupandi vegfarendum er heimilt að nota hjólreiðastíg ef göngustíg er ekki að finna eða hann er ófær. Upplýsingar um þessar reglur eru aðgengilegar m.a. hjá Samgöngustofu, á vefnum hjolreidar.is og á vef Landssamtaka hjólreiðamanna. Þrátt fyrir þetta mætti gera átak í að kynna reglurnar betur, m.a. með sjónvarpsauglýsingum. Reglurnar ættu að vera aðgengilegar í einhverju formi á stígunum sjálfum t.d. á skiltum á fjölförnum stöðum. Umferðarmerkingar Eins og áður segir vantar mikið upp á að umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfaranda sé nægjanlega vel aðskilin. Í umferðarlögum segir að hjólastígur sé sá hluti vegar sem eingöngu er ætlaður umferð reiðhjóla og léttra bifhjóla, er merktur þannig og greinilega aðskilinn frá akbraut, t.d. með umferðareyju eða kantsteini. Þar sem stígar eru ekki aðskildir með umferðareyju virðist að jafnaði notast við yfirborðsmerkingu, óbrotna línu. Bæta mætti talsvert yfirborðsmerkingar og fjölga viðvörunar- og upplýsingamerkjum. Sérstaklega er þörf á betri merkingum þar sem hjólastígar þvera göngustíga, stígar sameinast eða umferð er sérstaklega mikil. Vantað hefur upp á að yfirborðsmerkingar séu endurmálaðar. Fara ætti í endurmálun þeirra strax. Þetta er ódýr leið til að auka öryggi vegfaranda! Á tímum sóttvarnaaðgerða væri um leið ekki úr vegi að setja merkingar um tveggja metra regluna sem verður örugglega í fullu gildi a.m.k. út sumarið. Umferðarmenning Reglur og merkingar koma hins vegar aldrei í staðinn fyrir góða umferðarmenningu. Hún felur í sér að vegfarendur sýni varkárni og hverjum öðrum tillitssemi og kurteisi óháð skráðum reglum. Nánari umfjöllun um góða umferðarmenningu má finna í leiðbeiningum Landssamtaka hjólreiðamanna um umferð hjólandi á stígum og götum. Þúsundir höfuðborgarbúa fara um stígana á hverjum góðviðrisdegi og þarfir þeirra eru ólíkar. Á stígunum eru hjólreiðamenn sem fara hratt yfir, aðrir hægar, þar fara ungir vegfarendur, hlauparar, einir og í hópum og að lokum gangandi vegfarendur, sumir í félagsskap hunda. Allir þurfa að geta farið um þessa stíga án þess að eiga það á hættu að verða fyrir óhöppum eða óþægindum. Munum að þetta eru stígarnir okkar allra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar H. Kristmundsson Umferðaröryggi Hjólreiðar Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Það var vor í lofti um páskana og margir á höfuðborgarsvæðinu nýttu tækifærið til útivistar. Mikil umferð var um göngu- og hjólastígana svo minnti á Laugaveginn á Þorláksmessu. Áreiðanlega verða stígarnir nýttir sem aldrei fyrr í sumar af augljósum ástæðum. Umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi hefur margfaldast á þessari öld og að því er virðist talsvert umfram þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað á stígakerfi höfuðborgarinnar. Þrátt fyrir vinnu sveitarfélaga við að skilja að hjóla- og gönguumferð er enn langt í land að því sé lokið. Við þær aðstæður er hætta á óhöppum og óþægindum fyrir alla þá sem nýta sér stígana. Til að tryggja snurðulausa umferð um göngu- og hjólastíga við núverandi aðstæður þarf þrennt, skýrar og vel kynntar umferðarreglur, greinilegar umferðarmerkingar og góða umferðarmenningu. Umferðarreglurnar Grunnforsenda fyrir greiðri og hnökralausri umferð er að umferðarreglur séu skýrar og vegfarendur þekki þær. Reglur vegna gangandi og hjólandi umferðar utan vega hafa verið óskýrar í gegnum tíðina, sérstaklega varðandi hjólaumferð á göngustígum. Ný umferðarlög sem tóku gildi nú um síðustu áramót fela í sér framfarir hvað þetta varðar. Skv. þeim eru helstu reglur eftirfarandi: 1. Almenn aðgæsluskylda gildir fyrir alla vegfarendur. Hún felst í því að sýna almenna aðgæslu og öðrum vegfarendum tillitsemi. 2. Heimilt er að hjóla á göngustíg ef það veldur ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Gæta skal ýtrustu varkárni og ekki hjóla hraðar en svo að hjólreiðamaður geti vikið úr vegi fyrir gangandi vegfarendum sem eiga leið um. 3. Ef hjólastígur er samhliða göngustíg skal hjólreiðamaður að jafnaði notast við hjólastíginn. Þó er í slíkum tilvikum heimilt að hjóla á göngustíg ef fyllsta öryggis er gætt og ekki er hjólað hraðar en sem nemur eðlilegum gönguhraða. 4. Gangandi vegfarandi skal nota göngustíg. Hjólastíg má nota ef göngustígur er ekki til staðar eða ófær. Þessar reglur eru skýrar og einfaldar og má draga saman í eina langa setningu: Allir þeir sem um göngu- og hjólastíg fara eiga að sýna öðrum vegfarendum tillitssemi, hjólreiðafólk má nota göngustíg en það skal víkja fyrir gangandi vegfarendum og gæta þess að þeir verði ekki fyrir óþægindum eða hættu og gangandi og hlaupandi vegfarendum er heimilt að nota hjólreiðastíg ef göngustíg er ekki að finna eða hann er ófær. Upplýsingar um þessar reglur eru aðgengilegar m.a. hjá Samgöngustofu, á vefnum hjolreidar.is og á vef Landssamtaka hjólreiðamanna. Þrátt fyrir þetta mætti gera átak í að kynna reglurnar betur, m.a. með sjónvarpsauglýsingum. Reglurnar ættu að vera aðgengilegar í einhverju formi á stígunum sjálfum t.d. á skiltum á fjölförnum stöðum. Umferðarmerkingar Eins og áður segir vantar mikið upp á að umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfaranda sé nægjanlega vel aðskilin. Í umferðarlögum segir að hjólastígur sé sá hluti vegar sem eingöngu er ætlaður umferð reiðhjóla og léttra bifhjóla, er merktur þannig og greinilega aðskilinn frá akbraut, t.d. með umferðareyju eða kantsteini. Þar sem stígar eru ekki aðskildir með umferðareyju virðist að jafnaði notast við yfirborðsmerkingu, óbrotna línu. Bæta mætti talsvert yfirborðsmerkingar og fjölga viðvörunar- og upplýsingamerkjum. Sérstaklega er þörf á betri merkingum þar sem hjólastígar þvera göngustíga, stígar sameinast eða umferð er sérstaklega mikil. Vantað hefur upp á að yfirborðsmerkingar séu endurmálaðar. Fara ætti í endurmálun þeirra strax. Þetta er ódýr leið til að auka öryggi vegfaranda! Á tímum sóttvarnaaðgerða væri um leið ekki úr vegi að setja merkingar um tveggja metra regluna sem verður örugglega í fullu gildi a.m.k. út sumarið. Umferðarmenning Reglur og merkingar koma hins vegar aldrei í staðinn fyrir góða umferðarmenningu. Hún felur í sér að vegfarendur sýni varkárni og hverjum öðrum tillitssemi og kurteisi óháð skráðum reglum. Nánari umfjöllun um góða umferðarmenningu má finna í leiðbeiningum Landssamtaka hjólreiðamanna um umferð hjólandi á stígum og götum. Þúsundir höfuðborgarbúa fara um stígana á hverjum góðviðrisdegi og þarfir þeirra eru ólíkar. Á stígunum eru hjólreiðamenn sem fara hratt yfir, aðrir hægar, þar fara ungir vegfarendur, hlauparar, einir og í hópum og að lokum gangandi vegfarendur, sumir í félagsskap hunda. Allir þurfa að geta farið um þessa stíga án þess að eiga það á hættu að verða fyrir óhöppum eða óþægindum. Munum að þetta eru stígarnir okkar allra!
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun