Ketilbjalla fyrir þrautseigjuvöðvann Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 15. apríl 2020 12:30 Þegar sumarmyndir berast manni frá grænu grasi í skandinavíu og svo ekki sé talað um myndir á samfélagsmiðlum af ofur hressu ofurfólki að svitna kolvetnalausu páskaeggjunum sínum í allt of mörgum armbeygjum er mikilvægt að muna að þetta gengur allt saman yfir. Brátt munu moskítóflugurnar byrja að bíta Skandinavanna og sá sem gerir margar armbeygjur er ekki fullkominn þó hann hafi verið duglegur í þær 4 sekúndur sem þú gægðist inní lífi hans. Þetta mun líka ganga yfir er ein af uppáhalds möntrunum mínum og ein af þeim gjöfum sem hugleiðsla hefur fært mér. Þetta er ketilbjallan mín þegar ég þarf að æfa þrautseigjuvöðvann minn. Æfingaprógramið er ekki svona WOD og það þarf ekki að skipta um föt til þess að hefja æfingu. Það eina sem þú þarft að gera er að draga andann djúpt og endurtaka þessi orð: Þetta mun líka ganga yfir. Það hefur reynt mikið á þennan vöðva hjá mörgum undanfarnar vikur. Það er erfitt að upplifa veikindi, missa jafnvel vinnuna, reka heimaskóla samhliða fullri vinnu eða sjá hagkerfið kólna eins og hraunmola úr eldgosi sem hættir hægt og rólega að vera rauðglóandi og verður kolbikarsvartur. Fréttir síðustu viku rifjuðu upp fyrir okkur myndir af eldgosinu í Eyjafjallajökli. Þrautseigjuvöðvinn minn hneigir sig fyrir öllu því duglega fólki sem þá mokaði öskunni í burtu til þess að hægt væri að hefja daglegt líf aftur þar sem allt fór á kaf. Það fólk fékk nýjan stað í tilverunni til að miða við. Aðrir hlutir urðu einfaldari í samanburði við það verkefni. Þau komust í gegnum þetta og eru sterkari fyrir vikið. Það er verið að búa til nýjan viðmiðun fyrir okkur þessar vikurnar. Á þrautseigjunni komumst við í gegnum þetta og horfum síðar til baka og segjum: Sjáðu tindinn þarna fór ég! Byrjaðu að flexa þrautseigjuvöðvann strax í dag, því það hjálpar. Ekki bara þegar erfiðleikarnir eru við það að draga þig ofan í rauðglóandi hraunflæðið heldur líka þegar þetta allt saman er búið. Þeir sem hafa æft upp ofurstælta þrautseigjuvöðva með þessum hætti eru nefnilega ánægðir með að vera komnir í gegnum erfiðleikana því þeir viðurkenna að þetta hafi verið erfitt, gleðjast yfir því að vera komnir í gegnum erfiðleikana og þakka sínum sínum andlega styrk. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Sjá meira
Þegar sumarmyndir berast manni frá grænu grasi í skandinavíu og svo ekki sé talað um myndir á samfélagsmiðlum af ofur hressu ofurfólki að svitna kolvetnalausu páskaeggjunum sínum í allt of mörgum armbeygjum er mikilvægt að muna að þetta gengur allt saman yfir. Brátt munu moskítóflugurnar byrja að bíta Skandinavanna og sá sem gerir margar armbeygjur er ekki fullkominn þó hann hafi verið duglegur í þær 4 sekúndur sem þú gægðist inní lífi hans. Þetta mun líka ganga yfir er ein af uppáhalds möntrunum mínum og ein af þeim gjöfum sem hugleiðsla hefur fært mér. Þetta er ketilbjallan mín þegar ég þarf að æfa þrautseigjuvöðvann minn. Æfingaprógramið er ekki svona WOD og það þarf ekki að skipta um föt til þess að hefja æfingu. Það eina sem þú þarft að gera er að draga andann djúpt og endurtaka þessi orð: Þetta mun líka ganga yfir. Það hefur reynt mikið á þennan vöðva hjá mörgum undanfarnar vikur. Það er erfitt að upplifa veikindi, missa jafnvel vinnuna, reka heimaskóla samhliða fullri vinnu eða sjá hagkerfið kólna eins og hraunmola úr eldgosi sem hættir hægt og rólega að vera rauðglóandi og verður kolbikarsvartur. Fréttir síðustu viku rifjuðu upp fyrir okkur myndir af eldgosinu í Eyjafjallajökli. Þrautseigjuvöðvinn minn hneigir sig fyrir öllu því duglega fólki sem þá mokaði öskunni í burtu til þess að hægt væri að hefja daglegt líf aftur þar sem allt fór á kaf. Það fólk fékk nýjan stað í tilverunni til að miða við. Aðrir hlutir urðu einfaldari í samanburði við það verkefni. Þau komust í gegnum þetta og eru sterkari fyrir vikið. Það er verið að búa til nýjan viðmiðun fyrir okkur þessar vikurnar. Á þrautseigjunni komumst við í gegnum þetta og horfum síðar til baka og segjum: Sjáðu tindinn þarna fór ég! Byrjaðu að flexa þrautseigjuvöðvann strax í dag, því það hjálpar. Ekki bara þegar erfiðleikarnir eru við það að draga þig ofan í rauðglóandi hraunflæðið heldur líka þegar þetta allt saman er búið. Þeir sem hafa æft upp ofurstælta þrautseigjuvöðva með þessum hætti eru nefnilega ánægðir með að vera komnir í gegnum erfiðleikana því þeir viðurkenna að þetta hafi verið erfitt, gleðjast yfir því að vera komnir í gegnum erfiðleikana og þakka sínum sínum andlega styrk. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar