Ábyrg afstaða Stefán Pétursson skrifar 7. mars 2020 09:00 Félagsmenn Landssambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna (LSS) eru með þessari ákvörðun að taka ábyrga afstöðu til samfélagsins og fresta boðuðu verkfalli. Félagsmenn LSS eru fólkið í framlínu utanspítalaþjónustu á Íslandi og oftar en ekki fyrsti snertipunktur fólks við heilbrigðisþjónustuna. Það er von mín og trú að viðsemjendur félagsins séu ekki svo óforskammaðir að nýta sér þessa ábyrgu afstöðu félagsmanna, til að fresta viðræðum um launakjör stéttarinnar, því vil ég ekki og ætla ekki að trúa. Slík framkoma væri í besta falli aumkunarverð tilraun til að koma sér hjá því að eiga uppbyggilegar viðræður við samninganefnd félagsins. Nú ríður á að viðsemjendur félagsins taki sömu ábyrgu afstöðu til félagsmanna LSS, og því mikilvæga starfi sem þessi stétt sinnir, og hafi frumkvæði að því að klára kjarasamning við félagið. Stærsta verkefnið núna er að taka höndum saman í baráttunni við þann vágest sem nú knýr dyra hjá okkar þjóð, og með því að klára kjarasamning sem fyrst, með slíkum sóma að eftir verði tekið, verður mun auðveldara fyrir félagsmenn að beina öllum sínum kröftum og athygli að þeirri baráttu, í stað þess að veikja andlegt þrek og atgerfi með þrasi og þrætum um löngu verðskulduð og bætt launakjör. Verkefnin framundan eru ærin og eiga bara eftir að stækka og vaxa að umfangi. Ekki er ásættanlegt fyrir félagsmenn LSS að þurfa, ofan í þá ógn sem steðjar að samfélaginu nú um þessar mundir, að hafa að sama skapi áhyggjur af framfærslu sinni og eigin velferð að viðbættum áhyggjum af heilsu og líðan sinna nánustu. Samningar okkar hafa verið lausir í að verða 1 ár og löngu kominn tími á verulega bætt kjör. Á næstu vikum og mánuðum mun reyna mikið á félagsmenn LSS og ekki síður fjölskyldur þeirra. Nú eiga ríki og sveitarfélög að hysja upp um sig buxurnar og ganga fram fyrir skjöldu með þeim myndugleik og reisn sem sæmir þeim sem völdin hafa og drífa í að semja um verulegar kjarabætur til handa okkar félagsmanna. Við, félagsmenn LSS, erum framvarðarsveit utanspítalaþjónustu á Íslandi, skjöldur og sverð heilbrigðiskerfisins á vettvangi slysa og hamfara og það erum við sem komum til þín á þinni verstu stund og við leggjum allt í sölurnar fyrir þína velferð og fjölskyldu þína. Við viljum ekki smitast af Covid 19 veirunni frekar en hver annar, en við munum svo sannarlega mæta til þín, þurfir þú á okkur að halda, og gera okkar allra besta í þína þágu með þína velferð að leiðarljósi. Það eru ekki launin sem er hvatinn sem drífur okkur áfram, heldur sú þörf okkar allra að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja þína velferð og þitt heilbrigði, þörfin til að hjálpa meðbræðrum og systrum okkar, þörfin til að láta gott af sér leiða. Þessvegna frestum við boðuðum verkfallsaðgerðum, í þína þágu og í þágu samfélagsins. Auðvitað viljum við hærri og betri laun og launakjör, en samviska okkar allra segir okkur að nú verðum við að fresta aðgerðum, því samfélagið þarfnast okkar sem aldrei fyrr og frá þeirri ábyrgð munum við aldrei víkja. Velferð samfélagsins er okkur efst í huga.Höfundur er sjúkraflutningamaður og nemandi í Opinberri stjórnsýslu við Háskólann á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Félagsmenn Landssambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna (LSS) eru með þessari ákvörðun að taka ábyrga afstöðu til samfélagsins og fresta boðuðu verkfalli. Félagsmenn LSS eru fólkið í framlínu utanspítalaþjónustu á Íslandi og oftar en ekki fyrsti snertipunktur fólks við heilbrigðisþjónustuna. Það er von mín og trú að viðsemjendur félagsins séu ekki svo óforskammaðir að nýta sér þessa ábyrgu afstöðu félagsmanna, til að fresta viðræðum um launakjör stéttarinnar, því vil ég ekki og ætla ekki að trúa. Slík framkoma væri í besta falli aumkunarverð tilraun til að koma sér hjá því að eiga uppbyggilegar viðræður við samninganefnd félagsins. Nú ríður á að viðsemjendur félagsins taki sömu ábyrgu afstöðu til félagsmanna LSS, og því mikilvæga starfi sem þessi stétt sinnir, og hafi frumkvæði að því að klára kjarasamning við félagið. Stærsta verkefnið núna er að taka höndum saman í baráttunni við þann vágest sem nú knýr dyra hjá okkar þjóð, og með því að klára kjarasamning sem fyrst, með slíkum sóma að eftir verði tekið, verður mun auðveldara fyrir félagsmenn að beina öllum sínum kröftum og athygli að þeirri baráttu, í stað þess að veikja andlegt þrek og atgerfi með þrasi og þrætum um löngu verðskulduð og bætt launakjör. Verkefnin framundan eru ærin og eiga bara eftir að stækka og vaxa að umfangi. Ekki er ásættanlegt fyrir félagsmenn LSS að þurfa, ofan í þá ógn sem steðjar að samfélaginu nú um þessar mundir, að hafa að sama skapi áhyggjur af framfærslu sinni og eigin velferð að viðbættum áhyggjum af heilsu og líðan sinna nánustu. Samningar okkar hafa verið lausir í að verða 1 ár og löngu kominn tími á verulega bætt kjör. Á næstu vikum og mánuðum mun reyna mikið á félagsmenn LSS og ekki síður fjölskyldur þeirra. Nú eiga ríki og sveitarfélög að hysja upp um sig buxurnar og ganga fram fyrir skjöldu með þeim myndugleik og reisn sem sæmir þeim sem völdin hafa og drífa í að semja um verulegar kjarabætur til handa okkar félagsmanna. Við, félagsmenn LSS, erum framvarðarsveit utanspítalaþjónustu á Íslandi, skjöldur og sverð heilbrigðiskerfisins á vettvangi slysa og hamfara og það erum við sem komum til þín á þinni verstu stund og við leggjum allt í sölurnar fyrir þína velferð og fjölskyldu þína. Við viljum ekki smitast af Covid 19 veirunni frekar en hver annar, en við munum svo sannarlega mæta til þín, þurfir þú á okkur að halda, og gera okkar allra besta í þína þágu með þína velferð að leiðarljósi. Það eru ekki launin sem er hvatinn sem drífur okkur áfram, heldur sú þörf okkar allra að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja þína velferð og þitt heilbrigði, þörfin til að hjálpa meðbræðrum og systrum okkar, þörfin til að láta gott af sér leiða. Þessvegna frestum við boðuðum verkfallsaðgerðum, í þína þágu og í þágu samfélagsins. Auðvitað viljum við hærri og betri laun og launakjör, en samviska okkar allra segir okkur að nú verðum við að fresta aðgerðum, því samfélagið þarfnast okkar sem aldrei fyrr og frá þeirri ábyrgð munum við aldrei víkja. Velferð samfélagsins er okkur efst í huga.Höfundur er sjúkraflutningamaður og nemandi í Opinberri stjórnsýslu við Háskólann á Bifröst.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar