Patrekur vill akademíu í samstarfi við körfuna Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2020 18:00 Patrekur Jóhannesson er að taka við liðinu sem hann hóf ferilinn með. MYND/STÖÐ 2 SPORT Patrekur Jóhannesson, sem tekur við handboltaliði karla hjá Stjörnunni 1. júní, vill að farin verði sama leið í Garðabæ og á Selfossi með því að koma á fót handboltaakademíu. Unglingaakademían á Selfossi á sinn þátt í að búa til afar færa landsliðs- og atvinnumenn á síðustu árum og undir stjórn Patreks Jóhannessonar fögnuðu Selfyssingar Íslandsmeistaratitli í handbolta í fyrsta sinn í fyrra. Patrekur stýrði Skjern í Danmörku í vetur en er svo kominn í brúna hjá sínu uppeldisfélagi. „Þegar ég ákvað að koma í Garðabæinn þá langaði mig, eftir að hafa verið á Selfossi að vinna með handboltaakademíu, að koma því á í Garðabænum. Síðustu mánuði hef ég því verið í samskiptum við hið góða fólk hjá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, um hvort það væri möguleiki að koma þessu í gang,“ segir Patrekur í Sportinu í dag. Frábært að geta boðið upp á aukaæfingar Hann hefur verið í sambandi við Rúnar Pál Sigmundsson, þjálfara knattspyrnuliðs Stjörnunnar, og Arnar Guðjónsson þjálfara deildar- og bikarmeistaranna í körfubolta, og vill samstarf við körfuboltadeildina. „Knattspyrnudeildin hefur verið með akademíu í eitt ár og það hefur gengið vel. Eftir að ég fór að hugsa þetta betur, og ræða við Arnar körfuboltaþjálfara, þá er sú hugmynd komin að við gerum þetta saman. Það er það sem ég vona að komist í gang. Það væri frábært að geta boðið upp á aukaæfingar eins og við gerðum á Selfossi því ég veit að það skilar sér. Það er það sem ég hef verið að vinna í auk þess að búa til nýtt lið,“ segir Patrekur. Þarf að hætta þessu kjaftæði Einhver kergja hefur virst á milli handboltans og körfuboltans í Stjörnunni, ekki síst varðandi húsnæðismál eftir að handknattleiksdeildin lýsti yfir að hún vildi nýta Ásgarð sem heimavöll líkt og körfuboltaliðin, en Patrekur vill að menn snúi bökum saman. „Auðvitað hef ég fylgst með umræðunni, þó að ég byrji ekki að vinna fyrr en 1. júní. Þessu þarf bara að breyta, og hætta bara þessu kjaftæði. Eftir að ég fór að hitta fólk, bæði körfuboltadeildina og Rúnar Pál frænda minn… það er eitthvað búið að vera í gangi en því þarf bara að snúa. Mér finnst frábært ef að við náum að gera þetta saman með körfunni. Það væri mjög jákvætt,“ segir Patrekur. Klippa: Sportið í dag - Patrekur vill að karfan og handboltinn vinni saman Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Dominos-deild karla Íslenski handboltinn Sportið í dag Stjarnan Tengdar fréttir Svona var Sportið í dag Í Sportinu í dag var teymi Stöðvar 2 Sports fyrir umfjöllun um Pepsi Max-deild karla kynnt. 15. maí 2020 17:40 Nýr formaður Stjörnunnar: „Okkar fókus er á framrúðuna en ekki baksýnisspegilinn“ Sigurgeir Guðlaugsson er nýr formaður Stjörnunnar en mikið hefur gustað um félagið undanfarnar vikur. Sigurður Bjarnason hætti sem formaður á aðalfundi í gær eftir að nokkrir aðrir stjórnarmenn hefðu gengið út úr stjórninni í síðasta mánuði. 15. maí 2020 08:30 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, sem tekur við handboltaliði karla hjá Stjörnunni 1. júní, vill að farin verði sama leið í Garðabæ og á Selfossi með því að koma á fót handboltaakademíu. Unglingaakademían á Selfossi á sinn þátt í að búa til afar færa landsliðs- og atvinnumenn á síðustu árum og undir stjórn Patreks Jóhannessonar fögnuðu Selfyssingar Íslandsmeistaratitli í handbolta í fyrsta sinn í fyrra. Patrekur stýrði Skjern í Danmörku í vetur en er svo kominn í brúna hjá sínu uppeldisfélagi. „Þegar ég ákvað að koma í Garðabæinn þá langaði mig, eftir að hafa verið á Selfossi að vinna með handboltaakademíu, að koma því á í Garðabænum. Síðustu mánuði hef ég því verið í samskiptum við hið góða fólk hjá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, um hvort það væri möguleiki að koma þessu í gang,“ segir Patrekur í Sportinu í dag. Frábært að geta boðið upp á aukaæfingar Hann hefur verið í sambandi við Rúnar Pál Sigmundsson, þjálfara knattspyrnuliðs Stjörnunnar, og Arnar Guðjónsson þjálfara deildar- og bikarmeistaranna í körfubolta, og vill samstarf við körfuboltadeildina. „Knattspyrnudeildin hefur verið með akademíu í eitt ár og það hefur gengið vel. Eftir að ég fór að hugsa þetta betur, og ræða við Arnar körfuboltaþjálfara, þá er sú hugmynd komin að við gerum þetta saman. Það er það sem ég vona að komist í gang. Það væri frábært að geta boðið upp á aukaæfingar eins og við gerðum á Selfossi því ég veit að það skilar sér. Það er það sem ég hef verið að vinna í auk þess að búa til nýtt lið,“ segir Patrekur. Þarf að hætta þessu kjaftæði Einhver kergja hefur virst á milli handboltans og körfuboltans í Stjörnunni, ekki síst varðandi húsnæðismál eftir að handknattleiksdeildin lýsti yfir að hún vildi nýta Ásgarð sem heimavöll líkt og körfuboltaliðin, en Patrekur vill að menn snúi bökum saman. „Auðvitað hef ég fylgst með umræðunni, þó að ég byrji ekki að vinna fyrr en 1. júní. Þessu þarf bara að breyta, og hætta bara þessu kjaftæði. Eftir að ég fór að hitta fólk, bæði körfuboltadeildina og Rúnar Pál frænda minn… það er eitthvað búið að vera í gangi en því þarf bara að snúa. Mér finnst frábært ef að við náum að gera þetta saman með körfunni. Það væri mjög jákvætt,“ segir Patrekur. Klippa: Sportið í dag - Patrekur vill að karfan og handboltinn vinni saman Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Dominos-deild karla Íslenski handboltinn Sportið í dag Stjarnan Tengdar fréttir Svona var Sportið í dag Í Sportinu í dag var teymi Stöðvar 2 Sports fyrir umfjöllun um Pepsi Max-deild karla kynnt. 15. maí 2020 17:40 Nýr formaður Stjörnunnar: „Okkar fókus er á framrúðuna en ekki baksýnisspegilinn“ Sigurgeir Guðlaugsson er nýr formaður Stjörnunnar en mikið hefur gustað um félagið undanfarnar vikur. Sigurður Bjarnason hætti sem formaður á aðalfundi í gær eftir að nokkrir aðrir stjórnarmenn hefðu gengið út úr stjórninni í síðasta mánuði. 15. maí 2020 08:30 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Svona var Sportið í dag Í Sportinu í dag var teymi Stöðvar 2 Sports fyrir umfjöllun um Pepsi Max-deild karla kynnt. 15. maí 2020 17:40
Nýr formaður Stjörnunnar: „Okkar fókus er á framrúðuna en ekki baksýnisspegilinn“ Sigurgeir Guðlaugsson er nýr formaður Stjörnunnar en mikið hefur gustað um félagið undanfarnar vikur. Sigurður Bjarnason hætti sem formaður á aðalfundi í gær eftir að nokkrir aðrir stjórnarmenn hefðu gengið út úr stjórninni í síðasta mánuði. 15. maí 2020 08:30