Að standa vörð hvert um annað Flosi Eiríksson skrifar 15. apríl 2020 08:00 Við sem erum alin upp við grátkór LÍÚ, verðbólgu, gengisfellingar og smjörfjöll erum eðlilega svolítið tortryggin þegar valdahópar fara að kalla eftir breiðri samstöðu í þjóðfélaginu um efnahagsaðgerðir, lýsa því allt í einu yfir að núna séum við öll á sama báti og telja, eins og stundum áður, að eina leiðin til að taka á vandanum sé að lækka laun láglaunafólks, eins og fram kom í tillögum Samtaka atvinnulífsins. Stundum hefur sú mikla samstaða snúist um að verja ríkjandi ástand, tryggja völd og forréttindi. Í yfirstandandi hremmingum má svo sem heyra þessa gamalkunnu tóna, en það bregður líka fyrir nýjum tónum sem er fagnaðarefni. Um nauðsyn þess að hafa hér öflugt heilbrigðiskerfi fyrir alla, um mikilvægi innviða af margvíslegu tagi, um fagmennsku og breiða samvinnu. Þagnaður er að mestu söngurinn um að markaðurinn einn sé bestur til að finna lausnir og heilbrigðisþjónustu eigi að einkavæða sem víðast. Sú breiða samstaða sem maður finnur nú fyrir er af öðrum meiði, við viljum standa hvert með öðru, standa vörð hvert um annað. Þetta gerum við oft á dag með því að fylgja fyrirmælum og leiðbeiningum um fjarlægð frá öðrum, vinnum heima, heimsækjum ekki ömmu og afa og sprittum okkur í sífellu. Það er ekki af því okkur er skipað að gera það, heldur af því við viljum hjálpast að, standa saman. Því fylgir líka endurmat á mikilvægi hópa í samfélaginu, krafa og skilningur um að gerðir séu kjarasamningar við stóra hópa heilbrigðisstarfsfólks svo dæmi séu tekin, og sjúkrahúsin séu búin þeim tækjum og tólum sem nauðsynleg eru. Við flest leggjum okkar af mörkum í þeirri fjármögnun á hverjum degi með því að greiða okkar skatta og skyldur, það er gert í hljóði og þarf ekki að auglýsa í Fréttablaðinu eins og sumir sem gefa opinberar leynigjafir eða leynilegar opinberar gjafir. Vonandi tekst okkur að varðveita þessa samstöðu um öflugt velferðarkerfi, um innviði sem gagnast okkur öllum, um nauðsyn þess að endurmeta hvað eru verðmæti, um mikilvægi fólksins sem vinnur við umönnun, hverju nafni sem hún nefnist. Þessi samstaða gæti orðið viðspyrnan fyrir uppbyggingu samfélagsins, að starfsfólkið í ferðaþjónustunni sem margt er láglaunafólk, njóti umsamina kjara og réttinda, að stórfelld og margvísleg brot á erlendu starfsfólki heyri sögunni til. Að atvinnurekendur og aðrir standi við stóru orðin um samstöðuna, að við stöndum hvert með öðru og berum ábyrgð hvert á öðru. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við sem erum alin upp við grátkór LÍÚ, verðbólgu, gengisfellingar og smjörfjöll erum eðlilega svolítið tortryggin þegar valdahópar fara að kalla eftir breiðri samstöðu í þjóðfélaginu um efnahagsaðgerðir, lýsa því allt í einu yfir að núna séum við öll á sama báti og telja, eins og stundum áður, að eina leiðin til að taka á vandanum sé að lækka laun láglaunafólks, eins og fram kom í tillögum Samtaka atvinnulífsins. Stundum hefur sú mikla samstaða snúist um að verja ríkjandi ástand, tryggja völd og forréttindi. Í yfirstandandi hremmingum má svo sem heyra þessa gamalkunnu tóna, en það bregður líka fyrir nýjum tónum sem er fagnaðarefni. Um nauðsyn þess að hafa hér öflugt heilbrigðiskerfi fyrir alla, um mikilvægi innviða af margvíslegu tagi, um fagmennsku og breiða samvinnu. Þagnaður er að mestu söngurinn um að markaðurinn einn sé bestur til að finna lausnir og heilbrigðisþjónustu eigi að einkavæða sem víðast. Sú breiða samstaða sem maður finnur nú fyrir er af öðrum meiði, við viljum standa hvert með öðru, standa vörð hvert um annað. Þetta gerum við oft á dag með því að fylgja fyrirmælum og leiðbeiningum um fjarlægð frá öðrum, vinnum heima, heimsækjum ekki ömmu og afa og sprittum okkur í sífellu. Það er ekki af því okkur er skipað að gera það, heldur af því við viljum hjálpast að, standa saman. Því fylgir líka endurmat á mikilvægi hópa í samfélaginu, krafa og skilningur um að gerðir séu kjarasamningar við stóra hópa heilbrigðisstarfsfólks svo dæmi séu tekin, og sjúkrahúsin séu búin þeim tækjum og tólum sem nauðsynleg eru. Við flest leggjum okkar af mörkum í þeirri fjármögnun á hverjum degi með því að greiða okkar skatta og skyldur, það er gert í hljóði og þarf ekki að auglýsa í Fréttablaðinu eins og sumir sem gefa opinberar leynigjafir eða leynilegar opinberar gjafir. Vonandi tekst okkur að varðveita þessa samstöðu um öflugt velferðarkerfi, um innviði sem gagnast okkur öllum, um nauðsyn þess að endurmeta hvað eru verðmæti, um mikilvægi fólksins sem vinnur við umönnun, hverju nafni sem hún nefnist. Þessi samstaða gæti orðið viðspyrnan fyrir uppbyggingu samfélagsins, að starfsfólkið í ferðaþjónustunni sem margt er láglaunafólk, njóti umsamina kjara og réttinda, að stórfelld og margvísleg brot á erlendu starfsfólki heyri sögunni til. Að atvinnurekendur og aðrir standi við stóru orðin um samstöðuna, að við stöndum hvert með öðru og berum ábyrgð hvert á öðru. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun