Körfubolti

Keflvíkingar reikna með að spila án Kana

Sindri Sverrisson skrifar
Keflvíkingar áttu góðu gengi að fagna í Domino's-deildinni í vetur.
Keflvíkingar áttu góðu gengi að fagna í Domino's-deildinni í vetur. MYND/STÖÐ 2 SPORT

Kristján Einar Jóhannsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, reiknar með því að liðið leiki án bandarísks leikmanns fyrri hluta næstu leiktíðar hið minnsta.

Keflavík hefur þegar samið við tvo erlenda lykilleikmenn frá síðustu leiktíð, þá Deane Williams og Dominykas Milka, sem verða því áfram með liðinu næsta vetur.

„Við erum alla vega ekkert að fara í fleiri erlenda leikmenn að svo stöddu. Við verðum auðvitað líka bara að sjá hvernig fyrri hluti mótsins fer fram. Það er hægt að gagnrýna okkur fyrir að taka þessa ákvörðun núna en okkur fannst þetta hið rétta í stöðunni. Ég sé ekki að við förum í fleiri útlendinga, alla vega fyrri hluta tímabilsins,“ segir Kristján Einar við Sportið í dag.

„Eins og er erum við Kanalausir og ég sé ekkert í kortunum um að við séum að fara að breyta því,“ segir Kristján Einar.

Keflvíkingar hafa fundið fyrir harkalegum, efnahagslegum afleiðingum kórónuveirunnar eins og aðrir og brugðu á það ráð að hefja söfnun á Karolina Fund. Kristján Einar segir þá leið lofa góðu en nú þegar hafa um 70% safnast af þeim 2 milljónum króna sem markmiðið er að safna.

Klippa: Sportið í dag - Keflavík spilar líklega án Kana

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.


Tengdar fréttir

Milka á óklárað verk fyrir höndum í Keflavík

Keflavík fékk góð meðmæli þegar Dominykas Milka fór að spyrjast fyrir um félagið á síðasta ári. Eftir að hafa leikið frábærlega með liðinu í Domino‘s-deildinni í vetur ákvað þessi öflugi körfuboltamaður að vera áfram í Keflavík á næstu leiktíð.

Lykilmenn Keflavíkur halda áfram að framlengja

Keflvíkingar halda áfram að skrifa undir við lykilmenn sína í körfuboltanum fyrir næstu leiktíð en nú hefur Deane Williams skrifað undir samning við félagið fyrir næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×