Rétta leiðin frá kreppu til lífsgæða Drífa Snædal skrifar 15. maí 2020 14:30 Rétta leiðin úr þessari kreppu er að styrkja framfærslu almennings, tryggja húsnæðisöryggi og lífsgæði til framtíðar. Þetta er ekki tímapunkturinn til að skera niður, skerða lífskjör, selja ríkiseignir eða draga úr styrk innviða. Þessi skilaboð er að finna í áherslum Alþýðusambandsins sem kynntar voru í gær undir heitinu: Rétta leiðin – frá kreppu til lífsgæða og öryggis fyrir okkur öll. Það römmum við inn stefnuna til skemmri og lengri tíma enda erum við í þeirri stöðu núna að ákveða hvernig samfélag við viljum reisa eftir það áfall sem veiran hefur valdið efnahagnum og atvinnulífinu. Ísland nýtur þess nú að vera fyrirmynd annarra þjóða í heilsuvörnum. Við skulum líka vera fyrirmynd annarra þjóða í endurreisninni þar sem ákvarðanir eru teknar fyrir fjöldann en ekki hina fáu. Það kostar baráttu við sérhagsmunaöfl og þar þurfa almannaheillasamtök að leggjast á eitt. Niðurstaða þessarar kreppu má ekki verða brunaútsala á ríkiseignum eða að almenningi sé gert að herða sultarólina – þá verður kreppan dýpri og erfiðari en hún þarf að vera. Við skulum byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf en verið hefur til að verja okkur betur fyrir áföllum framtíðar. Sú vegferð að treysta atvinnuuppbyggingu með aukinn matvælaframleiðslu, nýsköpun, tækni og grænum störfum er orðin aðkallandi og við þurfum menntun sem styður við þá uppbyggingu. Við verðum að koma í veg fyrir að kreppan auki kulnun og örorku með því að flýta styttingu vinnuvikunnar og byrja á þeim stéttum sem sinna líkamlega og andlega erfiðum störfum á lægstu laununum. Treystum réttindi á vinnumarkaði og aukum lífsgæði og öryggi fyrir fjöldann en ekki fáa. Verum saman á réttu leiðinni. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Kofahöfuðborg heimsins Fastir pennar Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson Skoðun Skattaafslættir Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Rétta leiðin úr þessari kreppu er að styrkja framfærslu almennings, tryggja húsnæðisöryggi og lífsgæði til framtíðar. Þetta er ekki tímapunkturinn til að skera niður, skerða lífskjör, selja ríkiseignir eða draga úr styrk innviða. Þessi skilaboð er að finna í áherslum Alþýðusambandsins sem kynntar voru í gær undir heitinu: Rétta leiðin – frá kreppu til lífsgæða og öryggis fyrir okkur öll. Það römmum við inn stefnuna til skemmri og lengri tíma enda erum við í þeirri stöðu núna að ákveða hvernig samfélag við viljum reisa eftir það áfall sem veiran hefur valdið efnahagnum og atvinnulífinu. Ísland nýtur þess nú að vera fyrirmynd annarra þjóða í heilsuvörnum. Við skulum líka vera fyrirmynd annarra þjóða í endurreisninni þar sem ákvarðanir eru teknar fyrir fjöldann en ekki hina fáu. Það kostar baráttu við sérhagsmunaöfl og þar þurfa almannaheillasamtök að leggjast á eitt. Niðurstaða þessarar kreppu má ekki verða brunaútsala á ríkiseignum eða að almenningi sé gert að herða sultarólina – þá verður kreppan dýpri og erfiðari en hún þarf að vera. Við skulum byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf en verið hefur til að verja okkur betur fyrir áföllum framtíðar. Sú vegferð að treysta atvinnuuppbyggingu með aukinn matvælaframleiðslu, nýsköpun, tækni og grænum störfum er orðin aðkallandi og við þurfum menntun sem styður við þá uppbyggingu. Við verðum að koma í veg fyrir að kreppan auki kulnun og örorku með því að flýta styttingu vinnuvikunnar og byrja á þeim stéttum sem sinna líkamlega og andlega erfiðum störfum á lægstu laununum. Treystum réttindi á vinnumarkaði og aukum lífsgæði og öryggi fyrir fjöldann en ekki fáa. Verum saman á réttu leiðinni. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun