Innlent

Mæling náðist á vestari loðnugönguna

Fiskifræðingum um borð í Árna Friðrikssyni tókst í gærkvöldi að mæla vestari loðnugönguna, sem nú er úti af Skógarsandi, austan við Vestmannaeyjar.

Til stóð að fjögur loðnuskip, sem taka þátt í leitinni og mælingunni, köstuðu á loðnuna til að meta torfuna enn betur, en veður versnaði skyndilega í nótt og bíða skipin þes nú að aftur lægi. Að því búnu mun Árni Friðriksson halda austur með suðurströndinni í von um að hitta á gönguna, sem fannst austur af Djúpavogi í fyrradag. Ekki er enn ljóst hvort veiðibanninu verður aflétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×