Efnahagsþrengingar auka stuðning við aðild að ESB 27. febrúar 2008 05:30 Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra „Í fyrsta lagi hefur þróunin síðustu misserin í þessum viðhorfsmælingum heldur verið í þá átt að sífellt fleiri hafa stutt það að látið verði reyna á aðildarumsókn," segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra um skoðanakönnun Fréttablaðsins, en samkvæmt henni eru 55 prósent landsmanna hlynnt því að sækja um aðild að ESB. „En svo hefur ólgan á erlendum fjármálamörkuðum og óróinn í efnahagslífinu hér undirstrikað fyrir mörgum mikilvægi þess að skoða þessi mál í alvöru. Ég held að það endurspeglist í þessari könnun að bæði almenningur og atvinnurekendur telja að spurningin um þetta sé aðkallandi." Slæmt að sækja um og sjá til Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, lítur málið öðrum augum. „Ég tel þetta meðal annars sýna það að nokkuð eimi eftir enn af þeim málflutningi að Ísland ætti að sækja um til að prófa og sjá hvað okkur býðst. En þetta tel ég vera mikinn misskilning því í meginatriðum liggur það alveg fyrir hvað fylgir aðild að Evrópusambandinu og það hefur margoft komið fram að samningssvigrúmið er ósköp lítið," segir hann. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, tekur í sama streng. „Það er ekkert bjart fram undan," segir hann. „Við fórum í gegnum niðurskurð í þorski, ekkert ætlar að verða úr loðnuvertíðinni, bankakerfið er í hálfgerðum lamasessi og menn fá ekki lán nema á einhverjum ofurvöxtum og svo erum við að horfa upp á verulegan samdrátt á byggingamarkaði. Það vill brenna við þegar þrengir að, eins og nú, að menn vilji stökkva á næstu patentlausn enda er umræðan á slíku stigi hér á landi." Hann segir ennfremur að Frjálslyndi flokkurinn sé á móti aðild á meðan fiskveiðistjórnunarkerfið er óbreytt. „Eins og það er núna myndi aðild þýða að erlendir útgerðarmenn gætu keypt auðlindina af okkur og við sættum okkur ekki við það." Umræðan orðin jákvæðari „Ég tel að umræðan um þrengingar í okkar mikilvæga hagkerfi hafi mikil áhrif á afstöðu fólks," segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir enn fremur að afstaða samtakanna gagnvart upptöku evrunnar og aðild að ESB sé óbreytt. „Þetta er til umfjöllunar hjá okkar aðildarfélögum og við sem heildarsamtök höfum ekki neina heildarafstöðu en það er þó mikilvægt að fólk átti sig á að hvorugt leysir þann bráðavanda sem við stöndum frammi fyrir," segir hann. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir það ekki koma á óvart að fólk sé jákvæðara gagnvart ESB nú. „Í ljósi þess óróleika sem verið hefur í efnahagsmálum og svo þeirrar umræðu um Evrópusambandið og evruvæðingu sem hefur verið mun jákvæðari nú en oft áður þá kemur þetta ekki á óvart." Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Sjá meira
„Í fyrsta lagi hefur þróunin síðustu misserin í þessum viðhorfsmælingum heldur verið í þá átt að sífellt fleiri hafa stutt það að látið verði reyna á aðildarumsókn," segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra um skoðanakönnun Fréttablaðsins, en samkvæmt henni eru 55 prósent landsmanna hlynnt því að sækja um aðild að ESB. „En svo hefur ólgan á erlendum fjármálamörkuðum og óróinn í efnahagslífinu hér undirstrikað fyrir mörgum mikilvægi þess að skoða þessi mál í alvöru. Ég held að það endurspeglist í þessari könnun að bæði almenningur og atvinnurekendur telja að spurningin um þetta sé aðkallandi." Slæmt að sækja um og sjá til Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, lítur málið öðrum augum. „Ég tel þetta meðal annars sýna það að nokkuð eimi eftir enn af þeim málflutningi að Ísland ætti að sækja um til að prófa og sjá hvað okkur býðst. En þetta tel ég vera mikinn misskilning því í meginatriðum liggur það alveg fyrir hvað fylgir aðild að Evrópusambandinu og það hefur margoft komið fram að samningssvigrúmið er ósköp lítið," segir hann. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, tekur í sama streng. „Það er ekkert bjart fram undan," segir hann. „Við fórum í gegnum niðurskurð í þorski, ekkert ætlar að verða úr loðnuvertíðinni, bankakerfið er í hálfgerðum lamasessi og menn fá ekki lán nema á einhverjum ofurvöxtum og svo erum við að horfa upp á verulegan samdrátt á byggingamarkaði. Það vill brenna við þegar þrengir að, eins og nú, að menn vilji stökkva á næstu patentlausn enda er umræðan á slíku stigi hér á landi." Hann segir ennfremur að Frjálslyndi flokkurinn sé á móti aðild á meðan fiskveiðistjórnunarkerfið er óbreytt. „Eins og það er núna myndi aðild þýða að erlendir útgerðarmenn gætu keypt auðlindina af okkur og við sættum okkur ekki við það." Umræðan orðin jákvæðari „Ég tel að umræðan um þrengingar í okkar mikilvæga hagkerfi hafi mikil áhrif á afstöðu fólks," segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir enn fremur að afstaða samtakanna gagnvart upptöku evrunnar og aðild að ESB sé óbreytt. „Þetta er til umfjöllunar hjá okkar aðildarfélögum og við sem heildarsamtök höfum ekki neina heildarafstöðu en það er þó mikilvægt að fólk átti sig á að hvorugt leysir þann bráðavanda sem við stöndum frammi fyrir," segir hann. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir það ekki koma á óvart að fólk sé jákvæðara gagnvart ESB nú. „Í ljósi þess óróleika sem verið hefur í efnahagsmálum og svo þeirrar umræðu um Evrópusambandið og evruvæðingu sem hefur verið mun jákvæðari nú en oft áður þá kemur þetta ekki á óvart."
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Sjá meira