Hugverk eru heimsins gæfa Pétur Vilhjálmsson skrifar 16. maí 2020 09:00 Í óvissunni og umrótinu sem hafa einkennt heimsbyggðina síðustu mánuði felast ýmis tækifæri. Öll höfum við fylgst með því hvernig ástandið hefur kallað fram nýjar hugmyndir, flýtt fyrir margs konar þróun og kannski öðru fremur sýnt okkur hvers maðurinn er megnugur frammi fyrir bráðavanda. Fyrir okkur sem lifum og hrærumst með einum eða öðrum hætti í heimi hugvits og hugverka hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með því hvernig starfsfólk heilbrigðiskerfisins og Íslenskrar erfðagreiningar hefur með þekkingu sinni, reynslu og notkun fremstu tæknilausna, unnið kraftaverk í baráttunni við Covid-19. Það var einnig mjög ánægjulegt að sjá hvernig stoðtækjafyrirtækið Össur nýtti sinn slagkraft, reynslu í nýsköpun og hugvit starfsfólks til að útbúa hylki til að flytja smitaða einstaklinga með öruggum hætti á milli staða. Heilbrigðisfyrirtækið Sidekick lagði einnig til tæknilausn sem einfaldar heilbrigðisyfirvöldum að fylgjast með heilsu smitaðra einstaklinga í einangrun. Þá tókst fjölmörgum fyrirtækjum, skólum og opinberum stofnunum með undraverðum hætti að færa þjónustu sína yfir á rafrænt form og í heimahús á nokkrum dögum. Ekkert af þessu hefði verið mögulegt nema einmitt vegna þeirra tækniframfara sem hugvit og nýsköpun hafa fært okkur. Fyrstu viðbrögð okkar á Hugverkastofunni við fyrirvaralítilli lokun samfélagsins voru að ástandið gæti dregið verulega úr fjölda umsókna um skráningu hugverka hér landi. Að krafturinn færi úr fólki og fyrirtækjum, a.m.k. um stund. Einn af mælikvörðunum á nýsköpun er einmitt hversu margar umsóknir eru lagðar inn um skráningu hönnunar, vörumerkja og einkaleyfa á tæknilegum uppfinningum. Enn sem komið er virðast þessar áhyggjur hafa verið óþarfar. Þvert á þær höfum við orðið vör við aukinn áhuga og kraft. Sem dæmi má nefna að umsóknir um skráningu íslenskra vörumerkja voru fleiri í mars og apríl en mánuðina tvo á undan og raunar líka fleiri en í mars og apríl 2019. Áhugavert er að umtalsverður hluti umsókna um skráningu vörumerkja er frá aðilum sem þjónusta ferðamenn með einum eða öðrum hætti. Þá hefur verið vöxtur hér á landi í fjölda skráninga á hugverkum í eigu erlendra aðila í samanburði við síðasta ár. Að sama skapi höfum við upplifað umtalsverða aukningu í fjölda fyrirspurna um hvernig væri best að tryggja réttindi á hugverkum. Eins og áður sagði felast ýmis tækifæri í óvissu og umróti og okkar samskipti við fólkið og fyrirtækin í landinu síðustu mánuði gefa tilefni til bjartsýni. Í þessu samhengi er rétt að nefna að viðbrögð ríkisstjórnarinnar, sem hefur ákveðið að styðja myndarlega við nýsköpun sem sókn inn í framtíðina, eru ekki bara virðingarverð heldur skynsamleg og lýsa jákvæðni og framsýni því nýsköpun og hugvit eru leiðin út úr vandanum, bæði til skemmri og lengri tíma. Sagan segir okkur að nýsköpun er sjaldan jafn sterk og áberandi og þegar fólk setur allan sinn mátt í að rísa upp úr óvissu og umróti. Nýr vandi kallar á nýja hugsun og lausnir og opnar ný tækifæri. Þó mörg fyrirtæki rói sannarlega lífróður og margir eigi um sárt að binda, getur tímabundin niðursveifla skapað svigrúm til stefnumótunar og endurhugsunar. Svo virðist sem einhver fyrirtæki hafi nýtt tíma síðustu vikna til þess að rýna sín hugverkamál og ákveðið að sækja um skráningu á vörumerkjum sem hafa verið lengi í notkun. Það er nefnilega mikilvægt að hafa í huga að þegar vel tekst til geta vörumerki og önnur hugverk verið verðmætustu eignir fyrirtækja. Eignir sem geta gengið kaupum og sölum og má leigja eða veðsetja eins og hverja aðra eign. Eignir sem fjárfestar og lánastofnanir líta til við ákvarðanatöku. Fjölmörg þeirra vörumerkja sem við höfum tekið við á þessum óvissutímum eru hins vegar ný og ramma ágætlega inn kraft og þrautseigju fólks og fyrirtækja. Með nýjum hugverkum sem verða til á næstu misserum felst einmitt sannfæringin um að landið rís fyrr en síðar. Höfundur er sviðsstjóri hjá Hugverkastofunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundaréttur Nýsköpun Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Í óvissunni og umrótinu sem hafa einkennt heimsbyggðina síðustu mánuði felast ýmis tækifæri. Öll höfum við fylgst með því hvernig ástandið hefur kallað fram nýjar hugmyndir, flýtt fyrir margs konar þróun og kannski öðru fremur sýnt okkur hvers maðurinn er megnugur frammi fyrir bráðavanda. Fyrir okkur sem lifum og hrærumst með einum eða öðrum hætti í heimi hugvits og hugverka hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með því hvernig starfsfólk heilbrigðiskerfisins og Íslenskrar erfðagreiningar hefur með þekkingu sinni, reynslu og notkun fremstu tæknilausna, unnið kraftaverk í baráttunni við Covid-19. Það var einnig mjög ánægjulegt að sjá hvernig stoðtækjafyrirtækið Össur nýtti sinn slagkraft, reynslu í nýsköpun og hugvit starfsfólks til að útbúa hylki til að flytja smitaða einstaklinga með öruggum hætti á milli staða. Heilbrigðisfyrirtækið Sidekick lagði einnig til tæknilausn sem einfaldar heilbrigðisyfirvöldum að fylgjast með heilsu smitaðra einstaklinga í einangrun. Þá tókst fjölmörgum fyrirtækjum, skólum og opinberum stofnunum með undraverðum hætti að færa þjónustu sína yfir á rafrænt form og í heimahús á nokkrum dögum. Ekkert af þessu hefði verið mögulegt nema einmitt vegna þeirra tækniframfara sem hugvit og nýsköpun hafa fært okkur. Fyrstu viðbrögð okkar á Hugverkastofunni við fyrirvaralítilli lokun samfélagsins voru að ástandið gæti dregið verulega úr fjölda umsókna um skráningu hugverka hér landi. Að krafturinn færi úr fólki og fyrirtækjum, a.m.k. um stund. Einn af mælikvörðunum á nýsköpun er einmitt hversu margar umsóknir eru lagðar inn um skráningu hönnunar, vörumerkja og einkaleyfa á tæknilegum uppfinningum. Enn sem komið er virðast þessar áhyggjur hafa verið óþarfar. Þvert á þær höfum við orðið vör við aukinn áhuga og kraft. Sem dæmi má nefna að umsóknir um skráningu íslenskra vörumerkja voru fleiri í mars og apríl en mánuðina tvo á undan og raunar líka fleiri en í mars og apríl 2019. Áhugavert er að umtalsverður hluti umsókna um skráningu vörumerkja er frá aðilum sem þjónusta ferðamenn með einum eða öðrum hætti. Þá hefur verið vöxtur hér á landi í fjölda skráninga á hugverkum í eigu erlendra aðila í samanburði við síðasta ár. Að sama skapi höfum við upplifað umtalsverða aukningu í fjölda fyrirspurna um hvernig væri best að tryggja réttindi á hugverkum. Eins og áður sagði felast ýmis tækifæri í óvissu og umróti og okkar samskipti við fólkið og fyrirtækin í landinu síðustu mánuði gefa tilefni til bjartsýni. Í þessu samhengi er rétt að nefna að viðbrögð ríkisstjórnarinnar, sem hefur ákveðið að styðja myndarlega við nýsköpun sem sókn inn í framtíðina, eru ekki bara virðingarverð heldur skynsamleg og lýsa jákvæðni og framsýni því nýsköpun og hugvit eru leiðin út úr vandanum, bæði til skemmri og lengri tíma. Sagan segir okkur að nýsköpun er sjaldan jafn sterk og áberandi og þegar fólk setur allan sinn mátt í að rísa upp úr óvissu og umróti. Nýr vandi kallar á nýja hugsun og lausnir og opnar ný tækifæri. Þó mörg fyrirtæki rói sannarlega lífróður og margir eigi um sárt að binda, getur tímabundin niðursveifla skapað svigrúm til stefnumótunar og endurhugsunar. Svo virðist sem einhver fyrirtæki hafi nýtt tíma síðustu vikna til þess að rýna sín hugverkamál og ákveðið að sækja um skráningu á vörumerkjum sem hafa verið lengi í notkun. Það er nefnilega mikilvægt að hafa í huga að þegar vel tekst til geta vörumerki og önnur hugverk verið verðmætustu eignir fyrirtækja. Eignir sem geta gengið kaupum og sölum og má leigja eða veðsetja eins og hverja aðra eign. Eignir sem fjárfestar og lánastofnanir líta til við ákvarðanatöku. Fjölmörg þeirra vörumerkja sem við höfum tekið við á þessum óvissutímum eru hins vegar ný og ramma ágætlega inn kraft og þrautseigju fólks og fyrirtækja. Með nýjum hugverkum sem verða til á næstu misserum felst einmitt sannfæringin um að landið rís fyrr en síðar. Höfundur er sviðsstjóri hjá Hugverkastofunni.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun