Freki karlinn í menntamálaráðuneytinu Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 27. maí 2015 07:00 Ef velja ætti einkennisdýr núverandi ríkisstjórnar og þingmeirihluta þá væri það tvímælalaust freki karlinn, nú, eða kerlingin. Það eru engu líkara en það sé ráðherrum og þingmönnum stjórnarinnar sérstakt áhugamál að bola málum sínum í gegn í bullandi ágreiningi við sem flesta, einkum þó fagfólk og þá sem mest vit hafa á málaflokknum. Af nógu er að taka, náttúrupassi, Fiskistofa, rammaáætlun svo eitthvað sé talið. Einn af freku köllunum hefur þó til þessa komist hjá því að kastljósinu væri beint að verkum hans en það er menntamálaráðherra, mest er það þó vegna sofandaháttar stjórnarandstöðunnar. Hjá honum er allt á sömu bókina lært og hjá öðrum ráðherrum, verið er að gera grundvallarbreytingar á skólakerfinu án nokkurrar umræðu, samvinnu eða samráðs við þá sem þar eiga að vinna. Þar má nefna niðurskurð á námi fyrir þá sem eru 25 ára og eldri, niðurskurð á námi til stúdentsprófs um eitt ár og svo nú síðast sameining nokkurra framhaldsskóla sem, ef að líkum lætur, mun leiða til þess að þeir minnstu verða lagðir niður. Þetta síðasta er gert án nokkurs samráðs við þau sveitarfélög sem að málinu koma. Allar munu þessar breytingar leiða til einsleitari, fábreyttari og þar með verri framhaldsskóla.Sveigjanleg mörk Nú er það svo að lítill sem enginn ágreiningur er um að æskilegt sé að sem flest ungmenni fái tækifæri til að útskrifast með stúdentspróf 18 til 19 ára gömul og til þess eru ýmsar aðferðir án þess að skera niður nám eða rústa skólum. Lausnin er einfaldlega fólgin í samvinnu grunnskóla- og framhaldsskólastigsins og að mörkin þar á milli séu sveigjanleg. Ýmsar leiðir koma til greina við þetta verk. Þar má nefna að þétta efri bekki grunnskólans og flytja þangað framhaldsskólaáfanga og mun það hafa verið gert á nokkrum stöðum. Til þess að svo geti orðið þarf hins vegar kennara með næga menntun til að kenna framhaldsskólaáfanga í grunnskólum og þar gæti hnífurinn staðið í kúnni, að minnsta kosti sums staðar. Einnig kæmi til greina að taka þá nemendur sem til þess hafa þroska inn í framhaldsskóla árinu fyrr, eftir 9. bekk, og samkenna námsefni 10. bekkjar og fyrstu áfangana í framhaldsskólanum næstu tvö árin. Þetta kerfi gæti hentað víða í Reykjavík. Til dæmis gæti Fjölbrautaskólinn í Breiðholti tekið við nemendum sem slíkt nám hentar úr öllum fjórum Breiðholtsskólunum. Með þessu vinnst einkum það að óþarfi er að skera niður nám til stúdentsprófs, íslenska stúdentsprófið myndi því halda áfram að standa fyrir sínu. Sveitarfélögunum ætti einnig að standa á sama hvort þau kosta nemendur í 10. bekkjarnám í næsta framhaldsskóla eða grunnskóla, það kemur fjárhagslega út á eitt. Til þess að hrinda þessu í framkvæmd þarf aðeins samvinnu, samræður, skynsemi og útsjónarsemi en það virðast því miður ekki vera eiginleikar sem prýða núverandi menntamálaráðherra enda þarf vart að taka það fram að engar af þessum hugmyndum hafa hlotið náð fyrir augum hans. Þess í stað veður hann áfram eins og naut í flagi. Hingað til hefur hann getað skákað í skjóli áhugalítillar stjórnarandstöðu en megi umræður á þingi í síðustu viku láta gott á vita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ef velja ætti einkennisdýr núverandi ríkisstjórnar og þingmeirihluta þá væri það tvímælalaust freki karlinn, nú, eða kerlingin. Það eru engu líkara en það sé ráðherrum og þingmönnum stjórnarinnar sérstakt áhugamál að bola málum sínum í gegn í bullandi ágreiningi við sem flesta, einkum þó fagfólk og þá sem mest vit hafa á málaflokknum. Af nógu er að taka, náttúrupassi, Fiskistofa, rammaáætlun svo eitthvað sé talið. Einn af freku köllunum hefur þó til þessa komist hjá því að kastljósinu væri beint að verkum hans en það er menntamálaráðherra, mest er það þó vegna sofandaháttar stjórnarandstöðunnar. Hjá honum er allt á sömu bókina lært og hjá öðrum ráðherrum, verið er að gera grundvallarbreytingar á skólakerfinu án nokkurrar umræðu, samvinnu eða samráðs við þá sem þar eiga að vinna. Þar má nefna niðurskurð á námi fyrir þá sem eru 25 ára og eldri, niðurskurð á námi til stúdentsprófs um eitt ár og svo nú síðast sameining nokkurra framhaldsskóla sem, ef að líkum lætur, mun leiða til þess að þeir minnstu verða lagðir niður. Þetta síðasta er gert án nokkurs samráðs við þau sveitarfélög sem að málinu koma. Allar munu þessar breytingar leiða til einsleitari, fábreyttari og þar með verri framhaldsskóla.Sveigjanleg mörk Nú er það svo að lítill sem enginn ágreiningur er um að æskilegt sé að sem flest ungmenni fái tækifæri til að útskrifast með stúdentspróf 18 til 19 ára gömul og til þess eru ýmsar aðferðir án þess að skera niður nám eða rústa skólum. Lausnin er einfaldlega fólgin í samvinnu grunnskóla- og framhaldsskólastigsins og að mörkin þar á milli séu sveigjanleg. Ýmsar leiðir koma til greina við þetta verk. Þar má nefna að þétta efri bekki grunnskólans og flytja þangað framhaldsskólaáfanga og mun það hafa verið gert á nokkrum stöðum. Til þess að svo geti orðið þarf hins vegar kennara með næga menntun til að kenna framhaldsskólaáfanga í grunnskólum og þar gæti hnífurinn staðið í kúnni, að minnsta kosti sums staðar. Einnig kæmi til greina að taka þá nemendur sem til þess hafa þroska inn í framhaldsskóla árinu fyrr, eftir 9. bekk, og samkenna námsefni 10. bekkjar og fyrstu áfangana í framhaldsskólanum næstu tvö árin. Þetta kerfi gæti hentað víða í Reykjavík. Til dæmis gæti Fjölbrautaskólinn í Breiðholti tekið við nemendum sem slíkt nám hentar úr öllum fjórum Breiðholtsskólunum. Með þessu vinnst einkum það að óþarfi er að skera niður nám til stúdentsprófs, íslenska stúdentsprófið myndi því halda áfram að standa fyrir sínu. Sveitarfélögunum ætti einnig að standa á sama hvort þau kosta nemendur í 10. bekkjarnám í næsta framhaldsskóla eða grunnskóla, það kemur fjárhagslega út á eitt. Til þess að hrinda þessu í framkvæmd þarf aðeins samvinnu, samræður, skynsemi og útsjónarsemi en það virðast því miður ekki vera eiginleikar sem prýða núverandi menntamálaráðherra enda þarf vart að taka það fram að engar af þessum hugmyndum hafa hlotið náð fyrir augum hans. Þess í stað veður hann áfram eins og naut í flagi. Hingað til hefur hann getað skákað í skjóli áhugalítillar stjórnarandstöðu en megi umræður á þingi í síðustu viku láta gott á vita.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar