Rafíþróttir

Árbæingar áberandi í Íslandsmótinu í FIFA

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alls tóku 50 leikmenn þátt í fyrsta Íslandsmótinu í e-Fótbolta.
Alls tóku 50 leikmenn þátt í fyrsta Íslandsmótinu í e-Fótbolta.

Aron Þormar Lárusson, Fylki, Tindur Örvar Örvarsson, Elliða, og Leifur Sævarsson, LFG, hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins í eFótbolta.

Róbert Daði Sigurþórsson, Fylki, hafði þegar unnið sér inn sæti í undanúrslitunum.

Þess má geta að Fylkir á fjóra af efstu átta leikmönnum mótsins.

Undanúrslitin og úrslitin verða leikin laugardaginn 18. apríl og hefst keppni kl. 15:00. Þar mætast annars vegar Róbert Aron og Tindur Örvar og hins vegar Aron Þormar og Leifur.

Bein útsending verður frá öllum leikjunum á visir.is og Twitch rás KSÍ.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.