Segja að félögin eigi að standa við samninga þó að víða þurfi að finna samkomulag um skerðingu Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2020 14:45 Ingi Þór er þjálfari KR sem og tengiliður FKÍ. VÍSIR/BÁRA Stjórn Þjálfarafélags Íslands í körfubolta sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hvatt er til þess að félögin finni sanngjarna lausn hvað varðar þjálfara í hreyfingunni á þessum erfiðu tímum. Margir leikmenn og þjálfarar í íslenska boltanum hafa þurft að taka á sig launaskerðingu eins og víðast hvar í heiminum vegna kórónuveirunnar en í yfirlýsingunni er kallað eftir því að lausnin verði sanngjörn. ÍSÍ og UMFÍ hafa bæði greint frá því að ekki er hægt að fá endugreiðslu á æfingargjöldum og því segir stjórnin að félögin ættu að geta staðið við sína samninga. Þó þurfi víða að finna samkomulag um einhverskonar skerðingu. Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan. Yfirlýsing í heild sinni: Kæru forráðamenn félaga í körfuknattleikshreyfingunni, Á fordæmalausum tímum stöndum við frammi fyrir alls kyns vanda í öllum stigum þjóðfélagsins. Íþróttahreyfingin fer ekki varhluta af því. Nú er vettvangi körfuknattleiks kippt undan okkur í aðdraganda háannatíma og í þessu tilviki eru þjálfarar í þeirri stöðu að störf og/eða launamál margra eru í uppnámi. Félag körfuknattleiksþjálfara á Íslandi kallar eftir því við forráðamenn félaga að taka samtalið við þjálfara, bæði í meistaraflokkum og yngri flokkum um stöðuna sem er uppi og finna lausnir sem báðir aðilar geta unað við á þessu stigi á vægast sagt erfiðum tímum. Stjórn FKÍ hefur heyrt af félögum sem hafa leyst vel úr sínu með yngri flokka þjálfurum, þess efnis að þeir taki skert laun í apríl og maí. Þó hafa einnig borist fréttir af einhliða uppsögnum sem að eru væntanlega brot á samningum og við fordæmum slíkar aðgerðir. Nú hefur komið fram frá ÍSÍ og UMFÍ að foreldrar geta ekki óskað eftir endurgreiðslu á æfingagjöldum, og þá liggur líka fyrir að æfingagjöld, frístundastyrkir, og mögulega þjálfarastyrkir hafa skilað sér inn í félögin svo við sjáum ekki annað en að félögin eigi að geta staðið við samninga þó svo að eðlilega þurfi víða að finna samkomulag um einhverja skerðingu.Hugsum til framtíðar í okkar ákvörðunum og pössum upp á hvert annað. Með einlæga von um bjartari tíma,Stjórn Þjálfarafélags Íslands í körfu - FKÍ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Stjórn Þjálfarafélags Íslands í körfubolta sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hvatt er til þess að félögin finni sanngjarna lausn hvað varðar þjálfara í hreyfingunni á þessum erfiðu tímum. Margir leikmenn og þjálfarar í íslenska boltanum hafa þurft að taka á sig launaskerðingu eins og víðast hvar í heiminum vegna kórónuveirunnar en í yfirlýsingunni er kallað eftir því að lausnin verði sanngjörn. ÍSÍ og UMFÍ hafa bæði greint frá því að ekki er hægt að fá endugreiðslu á æfingargjöldum og því segir stjórnin að félögin ættu að geta staðið við sína samninga. Þó þurfi víða að finna samkomulag um einhverskonar skerðingu. Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan. Yfirlýsing í heild sinni: Kæru forráðamenn félaga í körfuknattleikshreyfingunni, Á fordæmalausum tímum stöndum við frammi fyrir alls kyns vanda í öllum stigum þjóðfélagsins. Íþróttahreyfingin fer ekki varhluta af því. Nú er vettvangi körfuknattleiks kippt undan okkur í aðdraganda háannatíma og í þessu tilviki eru þjálfarar í þeirri stöðu að störf og/eða launamál margra eru í uppnámi. Félag körfuknattleiksþjálfara á Íslandi kallar eftir því við forráðamenn félaga að taka samtalið við þjálfara, bæði í meistaraflokkum og yngri flokkum um stöðuna sem er uppi og finna lausnir sem báðir aðilar geta unað við á þessu stigi á vægast sagt erfiðum tímum. Stjórn FKÍ hefur heyrt af félögum sem hafa leyst vel úr sínu með yngri flokka þjálfurum, þess efnis að þeir taki skert laun í apríl og maí. Þó hafa einnig borist fréttir af einhliða uppsögnum sem að eru væntanlega brot á samningum og við fordæmum slíkar aðgerðir. Nú hefur komið fram frá ÍSÍ og UMFÍ að foreldrar geta ekki óskað eftir endurgreiðslu á æfingagjöldum, og þá liggur líka fyrir að æfingagjöld, frístundastyrkir, og mögulega þjálfarastyrkir hafa skilað sér inn í félögin svo við sjáum ekki annað en að félögin eigi að geta staðið við samninga þó svo að eðlilega þurfi víða að finna samkomulag um einhverja skerðingu.Hugsum til framtíðar í okkar ákvörðunum og pössum upp á hvert annað. Með einlæga von um bjartari tíma,Stjórn Þjálfarafélags Íslands í körfu - FKÍ
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira