Körfubolti

Tveggja metra reglan virt þegar Mario framlengdi til tveggja ára

Anton Ingi Leifsson skrifar
Menn í Njarðvík eru vel með á nótunum hvað varðar tveggja metra regluna.
Menn í Njarðvík eru vel með á nótunum hvað varðar tveggja metra regluna. mynd/njarðvík

Mario Matasovic hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Njarðvík og mun því leika með liðinu næstu tvö tímabil en félagið staðfesti þetta í gærkvöldi.

Mario hefur gert góða hluti hjá þeim grænklæddu síðustu tvö tímabil og var meðal annars í 10. sæti yfir framlagshæstu leikmenn deildarinnar er keppni var hætt vegna kórónuveirunnar.

Hann var með 14,4 stig og 9,8 fráköst að meðaltali í leik og 21,6 framlagspunkta að jafnaði.

„Við erum afar ánægð með að hafa Mario með okkur næstu tvö árin en hann hefur fyrir löngu unnið hug okkar og hjörtu í Njarðvík með framgöngu sinni inni á vellinum og ekki skemmir nú fyrir að hann er fyrirmyndar eintak í alla staði,” sagði Brenton Birmingham varaformaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur í samtali við heimasíðu félagsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.