Tónlist

Daði og Gagnamagnið með milljón atkvæði og sigur í Svíþjóð

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Daði Freyr og Gagnamagnið voru talin sigurstrangleg áður en Eurovision 2020 var blásið af.
Daði Freyr og Gagnamagnið voru talin sigurstrangleg áður en Eurovision 2020 var blásið af.

Daði og Gagnamagnið, sigurvegarar Söngvakeppni sjónvarpsins og framlag Íslands til Eurovision-keppninnar 2020, sem ekki var haldin, báru sigur úr býtum í svokallaðri 12 stiga keppni í Svíþjóð og hlutu milljón atkvæði. Frá þessu var greint í beinni útsendingu í þættinum Okkar 12 stig á RÚV í kvöld.

Margar þjóðir hafa í Eurovision-leysi ársins brugðið á það ráð að halda sínar eigin litlu Eurovision-keppnir, þar sem áhorfendur geta hlustað á lögin sem áttu að koma fram í Rotterdam í Hollandi í vikunni og greitt atkvæði með sínu eftirlætisframlagi. Svíar eru meðal þessara þjóða, en Daði og Gagnamagnið urðu, eins og áður sagði, ofan á í atkvæðagreiðslu þeirra.

Daða og Gagnamagninu hefur nú verið boðið að koma fram á lokakvöldi Melodifestivalen 2021, en það er keppnin þar sem Svíar velja sitt framlag til Eurovision á ári hverju.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.