Talsmenn nýsköpunar á tyllidögum Tryggvi Másson skrifar 19. febrúar 2020 09:00 Í síðustu viku bárust þau tíðindi að raunverulegur möguleiki væri á því að álver Rio Tinto í Straumsvík myndi loka varanlega sínum dyrum. Ljóst er að ef álverinu verður lokað munu að minnsta kosti 500 manns missa störf sín, 3.300 GWh verða framleidd af ónýttu rafmagni árlega og mikil verðmæti glatast. Þá fjárfesti fyrirtækið tugum milljarða síðastliðinn áratug í nýsköpun sem skilaði sér í bættum ferlum, auknum gæðum og verðmætari vöru. Efnahagslegu áhrifin eru því talsverð. Í kjölfar fregnanna hafa sprottið upp hugmyndir um aukna ylrækt, rafmagn fyrir borgarlínu og aukinn útflutningur hugvits í stað álversins. Líkt og verðmæta- og nýsköpun sé krani sem hægt er að skrúfa frá og fyrir eftir þörfum. Þess væri óskandi. Áhugi Íslendinga á nýsköpun í skjóli áskorana í efnahagslífinu er ekki einsdæmi. Nægir að spóla nokkur ár aftur í tímann þegar leiðin upp úr síðustu efnahagslægð átti að vera byggð á útflutningi hugvitsdrifinnar nýsköpunar fremur en nýtingu náttúruauðlinda. Raunin varð önnur. Sem betur fer kom óvæntur vöxtur ferðaþjónustunnar kom þjóðinni til bjargar. Þegar kreppir að í íslensku efnahagslífi eignast nýsköpun sem sagt marga talsmenn. Þess á milli sefa þær atvinnugreinar sem drífa áfram hagvöxtinn hverju sinni þennan mikla áhuga. Raunin er hins vegar sú að nýsköpun á sér stað óháð hagsveiflu og þvert á atvinnugreinar. Nýsköpun á sér stað í aldargömlum fyrirtækjum sem og glænýjum nýsköpunarfyrirtækjum. Nýsköpun er drifin áfram af hugmyndum einstaklinga sama hvar þeir starfa og til að þessar hugmyndir fái að blómstra er nauðsynlegt að plægja akurinn og vökva hann reglulega. Það er afar ánægjulegt að stjórnvöld hafi markað nýsköpunarstefnu í fyrsta sinn, en hún hefur það að markmiði að innvinkla hugarfar nýsköpunar inn í íslenskt samfélag og að nýsköpun verði stöðugt viðfangsefni samfélagsins alls. Þar er kynnt til sögunnar hugtakið nýsköpunarhæfni, þ.e.a.s. geta samfélagsins til þess að leiða fram góðar hugmyndir og veita þeim frjósaman jarðveg. Það er kjarni máls. Skapa þarf hér umgjörð og umhverfi sem hvetur til nýsköpunar á öllum sviðum samfélagsins og hjálpar þeim að blómstra. Nýsköpun er nefnilega ekki aðeins nauðsynleg til að takast á við áskoranir samtímans heldur einnig áskoranir framtíðar. Ef samfélagið ætlar sér að takast á við breytta aldursamsetningu þjóðarinnar, skuldbindingar Íslands um aðgerðir í loftlagsmálum og hraðar tæknibreytingar án þess að fórna þeim lífsgæðum sem við búum við hér á landi verður að skapa nýjar lausnir og ný verðmæti. Síðustu áratugi hefur samfélagið getað treyst á einstakar atvinnugreinar til að drífa áfram verðmætasköpun þjóðarinnar. Þegar undirstöður þeirra bogna eða bresta þá á nýsköpunin að hlaupa í skarðið. Nýsköpun er ekki varaaflstöð verðmætasköpunar sem hægt er að setja í gang þegar eitthvað brestur, heldur grundvallarstoð hennar. Þetta á að vera öllum hugfast, alltaf, en ekki aðeins á tyllidögum. Það er ekki alltaf hægt að treysta á næsta hvalreka. Það er nefnilega alls ekki víst að hann komi. Höfundur er sérfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm . Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Hafnarfjörður Nýsköpun Rómur Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku bárust þau tíðindi að raunverulegur möguleiki væri á því að álver Rio Tinto í Straumsvík myndi loka varanlega sínum dyrum. Ljóst er að ef álverinu verður lokað munu að minnsta kosti 500 manns missa störf sín, 3.300 GWh verða framleidd af ónýttu rafmagni árlega og mikil verðmæti glatast. Þá fjárfesti fyrirtækið tugum milljarða síðastliðinn áratug í nýsköpun sem skilaði sér í bættum ferlum, auknum gæðum og verðmætari vöru. Efnahagslegu áhrifin eru því talsverð. Í kjölfar fregnanna hafa sprottið upp hugmyndir um aukna ylrækt, rafmagn fyrir borgarlínu og aukinn útflutningur hugvits í stað álversins. Líkt og verðmæta- og nýsköpun sé krani sem hægt er að skrúfa frá og fyrir eftir þörfum. Þess væri óskandi. Áhugi Íslendinga á nýsköpun í skjóli áskorana í efnahagslífinu er ekki einsdæmi. Nægir að spóla nokkur ár aftur í tímann þegar leiðin upp úr síðustu efnahagslægð átti að vera byggð á útflutningi hugvitsdrifinnar nýsköpunar fremur en nýtingu náttúruauðlinda. Raunin varð önnur. Sem betur fer kom óvæntur vöxtur ferðaþjónustunnar kom þjóðinni til bjargar. Þegar kreppir að í íslensku efnahagslífi eignast nýsköpun sem sagt marga talsmenn. Þess á milli sefa þær atvinnugreinar sem drífa áfram hagvöxtinn hverju sinni þennan mikla áhuga. Raunin er hins vegar sú að nýsköpun á sér stað óháð hagsveiflu og þvert á atvinnugreinar. Nýsköpun á sér stað í aldargömlum fyrirtækjum sem og glænýjum nýsköpunarfyrirtækjum. Nýsköpun er drifin áfram af hugmyndum einstaklinga sama hvar þeir starfa og til að þessar hugmyndir fái að blómstra er nauðsynlegt að plægja akurinn og vökva hann reglulega. Það er afar ánægjulegt að stjórnvöld hafi markað nýsköpunarstefnu í fyrsta sinn, en hún hefur það að markmiði að innvinkla hugarfar nýsköpunar inn í íslenskt samfélag og að nýsköpun verði stöðugt viðfangsefni samfélagsins alls. Þar er kynnt til sögunnar hugtakið nýsköpunarhæfni, þ.e.a.s. geta samfélagsins til þess að leiða fram góðar hugmyndir og veita þeim frjósaman jarðveg. Það er kjarni máls. Skapa þarf hér umgjörð og umhverfi sem hvetur til nýsköpunar á öllum sviðum samfélagsins og hjálpar þeim að blómstra. Nýsköpun er nefnilega ekki aðeins nauðsynleg til að takast á við áskoranir samtímans heldur einnig áskoranir framtíðar. Ef samfélagið ætlar sér að takast á við breytta aldursamsetningu þjóðarinnar, skuldbindingar Íslands um aðgerðir í loftlagsmálum og hraðar tæknibreytingar án þess að fórna þeim lífsgæðum sem við búum við hér á landi verður að skapa nýjar lausnir og ný verðmæti. Síðustu áratugi hefur samfélagið getað treyst á einstakar atvinnugreinar til að drífa áfram verðmætasköpun þjóðarinnar. Þegar undirstöður þeirra bogna eða bresta þá á nýsköpunin að hlaupa í skarðið. Nýsköpun er ekki varaaflstöð verðmætasköpunar sem hægt er að setja í gang þegar eitthvað brestur, heldur grundvallarstoð hennar. Þetta á að vera öllum hugfast, alltaf, en ekki aðeins á tyllidögum. Það er ekki alltaf hægt að treysta á næsta hvalreka. Það er nefnilega alls ekki víst að hann komi. Höfundur er sérfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm . Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun