Við munum komast í gegnum storminn Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 9. apríl 2020 09:00 Nú líður að lokum sjöttu viku COVID-19 faraldursins á Íslandi. Faraldurinn hefur sannarlega tekið á, reynt gríðarlega á sjúklinga, heilbrigðiskerfið og samfélagið allt. Það hefur verið aðdáunarvert að sjá undanfarnar vikur hvernig heilbrigðisstarfsfólk og kerfið allt hefur náð að taka utan um þetta gríðarstóra verkefni af æðruleysi og styrk, með þekkingu og reynslu að leiðarljósi og undir styrkri leiðsögn þríeykisins. Ekkert fum, ekkert fát, fyrst og fremst gengið í verkin og þau unnin. Það má ætla að við séum að nálgast hámark faraldursins í smitum talið, í auga stormsins, og að næstu tvær vikur verði sérlega erfiðar fyrir heilbrigðiskerfið. Nú fara páskar í hönd, og má segja að Dymbilvikan beri nú nafn með rentu sem aldrei fyrr. Verum lausnamiðuð Þá er sérlega gaman að sjá þau ljós sem þó skína. Við sjáum lausnamiðað fólk út um allt, fólk sem „hittir“ fjölskyldu og vini í símum og skjáum. Við sjáum eldra fólk taka í þjónustu sína tækni sem var þeim framandi og yngra fólk taka skref í tæknimálum sem það hafði ekki áður stigið. Á hátíðum og í fríum hefur það verið lenska að menn hitti fjölskyldur sínar og geri sér glaðan dag. Slíkur hittingur verður ekki mögulegur hjá þeim sem dvelja á heilbrigðistofnunum eða búa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Einnig mun margt eldra fólk og fjölskyldur þeirra velja að hittast ekki til að forðast smit. Við þær aðstæður er enn meiri þörf en áður á að við finnum leiðir til að „hittast“ samt. Hringjum, notum myndsíma, tölvur og samskiptaforrit. Komum fólkinu okkar, og okkur sjálfum, á óvart. Við munum komast í gegnum storminn. Förum þá ferð saman og styðjum þá sem þurfa þess með. Gefum hvort öðru fallega kveðju og bros. Gleðilega páska. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nú líður að lokum sjöttu viku COVID-19 faraldursins á Íslandi. Faraldurinn hefur sannarlega tekið á, reynt gríðarlega á sjúklinga, heilbrigðiskerfið og samfélagið allt. Það hefur verið aðdáunarvert að sjá undanfarnar vikur hvernig heilbrigðisstarfsfólk og kerfið allt hefur náð að taka utan um þetta gríðarstóra verkefni af æðruleysi og styrk, með þekkingu og reynslu að leiðarljósi og undir styrkri leiðsögn þríeykisins. Ekkert fum, ekkert fát, fyrst og fremst gengið í verkin og þau unnin. Það má ætla að við séum að nálgast hámark faraldursins í smitum talið, í auga stormsins, og að næstu tvær vikur verði sérlega erfiðar fyrir heilbrigðiskerfið. Nú fara páskar í hönd, og má segja að Dymbilvikan beri nú nafn með rentu sem aldrei fyrr. Verum lausnamiðuð Þá er sérlega gaman að sjá þau ljós sem þó skína. Við sjáum lausnamiðað fólk út um allt, fólk sem „hittir“ fjölskyldu og vini í símum og skjáum. Við sjáum eldra fólk taka í þjónustu sína tækni sem var þeim framandi og yngra fólk taka skref í tæknimálum sem það hafði ekki áður stigið. Á hátíðum og í fríum hefur það verið lenska að menn hitti fjölskyldur sínar og geri sér glaðan dag. Slíkur hittingur verður ekki mögulegur hjá þeim sem dvelja á heilbrigðistofnunum eða búa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Einnig mun margt eldra fólk og fjölskyldur þeirra velja að hittast ekki til að forðast smit. Við þær aðstæður er enn meiri þörf en áður á að við finnum leiðir til að „hittast“ samt. Hringjum, notum myndsíma, tölvur og samskiptaforrit. Komum fólkinu okkar, og okkur sjálfum, á óvart. Við munum komast í gegnum storminn. Förum þá ferð saman og styðjum þá sem þurfa þess með. Gefum hvort öðru fallega kveðju og bros. Gleðilega páska. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar