Hvað verður eftir á Íslandi? Freyr Frostason skrifar 6. apríl 2020 15:46 Í síðustu viku birtist viðtal við framkvæmdastjóra Laxa fiskeldis, Jens Garðar Helgason, þar sem hann bar saman möguleg aukin útflutningsverðmæti af meiri framleiðslu á eldislaxi í sjókvíum við útflutningsverðmætin sem verða til á heilli loðnuvertíð. Því miður vantaði í viðtalið að spyrja framkvæmdastjórann úti það sem máli skiptir í svona samanburði: hvaða verðmæti verða eftir í landinu í hvorri grein fyrir sig? Einsog allir vita sem komið hafa nálægt rekstri þá snýst hann um debit og kredit. Ekki er nóg að sýna mikla veltu. Ef kostar meira að búa til vöruna en fæst fyrir hana þá er reksturinn í vondum málum. Taprekstur í meira en 30 ár Samkvæmt nýjasta birta ársreikningi Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði hagnaðist félagið um 700 milljón krónur árið 2018. Samtals hefur hagnaður félagsins frá 2013 til 2018 verið 5,6 milljarðar. Af þessum góða rekstri hefur Loðnuvinnslan greitt lögbundinn tekjuskatt til samneyslu landsmanna. Rétt er að taka fram að starfsemi fyrirtækisins er mun víðfemari en svo að hún snúist bara um loðnuveiðar. En hvernig skildi staðan vera í sjókvíaeldinu, sem Jens Garðar var að tala um? Þar hafa fyrirtæki sem stunda þann iðnað aldrei greitt tekjuskatt á Íslandi. Við skulum athuga að sjókvíaeldi hefur verið við Ísland í meira en þrjátíu ár. Þessi iðnaður hefur hrunið hér tvisvar og það með margra milljarða króna tjóni fyrir sjóði og bankastofnanir sem þá voru í eigu almennings. Elsta starfandi sjókvíaeldisfyrirtæki landsins var stofnað 2009 og hefur hlaðið upp svo miklu tapi að vandséð er að það greiði hér tekjuskatt á næstu árum. Skólp frá 240.000 manns í Fáskrúðsfirði Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefur mótmælti með kröftugum hætti áætlunum um að auka sjókvíaeldi í firðinum, meðal annars á þeim forsendum að hreinn sjór sé undirstaða starfseminnar. Benti fyrirtækið á að samkvæmt heimildum frá Landssambandi fiskeldisstöðva verði til við framleiðslu á einu tonni af laxi úrgangur sem samsvarar klóakrennsli frá átta manns. Þannig myndi mengun frá 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði jafngilda því að skólpi frá 120.000 manna byggð yrði veitt óhreinsuðu í fjörðinn. Þessa tölu má því miður margfalda með tveimur því samkvæmt Umhverfisstofnun Noregs er ígildi tonns af eldislaxi í sjókvíum í raun á við skólp frá sextán manns, en ekki átta eins og Landssamband fiskeldisstöðva reyndi að halda fram. Mengunin í Fáskrúðsfirði yrði því á við 240.000 manns Rangfærslur sjókvíaeldisins um íslenskar sjávarafurðir Nú hefði maður haldið að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) myndu vilja bakka upp þau verðmætaskapandi fyrirtæki innan sinna raða sem sjókvíaeldismaðurinn Jens Garðar kýs að bera sinn iðnað saman við, en nú vill svo til að frá SFS heyrist ekki hósti né stuna. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem sjókvíaeldisiðnaðurinn vegur að íslenskum sjávarútvegi án þess að fyrir það hafi verið svarað. Í fyrra lét Landssamband fiskeldisstöðva (LF) mikið með útreikninga á kolefnisfótspori sjókvíaeldisins, sem það hafði keypt af íslensku fyrirtæki. Var því haldið fram að kolefnisfótspor framleiðslunnar væri álíka og af veiðum á villtum fiski. Samkvæmt virtu norsku rannsóknarfyrirtæki (SINTEF), sem hefur unnið sömu útreikninga um árabil, er kolefnisfótspor sjókvíaeldislaxins hins vegar fimm sinnum hærra en af veiðum á þorski og rúmlega tvöfalt hærra en kom fram í tölum LF. Dapurlegt var að fylgjast með SFS og íslenskum sjávarútvegi sitja þegjandi undir þessum rangfærslum í stað þess að standa með sínum aðferðum og afurðum. SFS hefur markað sér metnaðarfulla umhverfisstefnu þar sem þungamiðjan er sjálfbær nýting fiskistofna og samdráttur í notkun olíu, einmitt til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Mögulega er ekki heppilegt að hjá SFS er einmitt Jens Garðar formaður stjórnar og vinnuveitendur hans eru norskir eigendur Laxa fiskeldis ehf. sem eru í samkeppni við íslenskan sjávarútveg á alþjóðlegum mörkuðum. Höfundur er arkitekt og formaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins - The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birtist viðtal við framkvæmdastjóra Laxa fiskeldis, Jens Garðar Helgason, þar sem hann bar saman möguleg aukin útflutningsverðmæti af meiri framleiðslu á eldislaxi í sjókvíum við útflutningsverðmætin sem verða til á heilli loðnuvertíð. Því miður vantaði í viðtalið að spyrja framkvæmdastjórann úti það sem máli skiptir í svona samanburði: hvaða verðmæti verða eftir í landinu í hvorri grein fyrir sig? Einsog allir vita sem komið hafa nálægt rekstri þá snýst hann um debit og kredit. Ekki er nóg að sýna mikla veltu. Ef kostar meira að búa til vöruna en fæst fyrir hana þá er reksturinn í vondum málum. Taprekstur í meira en 30 ár Samkvæmt nýjasta birta ársreikningi Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði hagnaðist félagið um 700 milljón krónur árið 2018. Samtals hefur hagnaður félagsins frá 2013 til 2018 verið 5,6 milljarðar. Af þessum góða rekstri hefur Loðnuvinnslan greitt lögbundinn tekjuskatt til samneyslu landsmanna. Rétt er að taka fram að starfsemi fyrirtækisins er mun víðfemari en svo að hún snúist bara um loðnuveiðar. En hvernig skildi staðan vera í sjókvíaeldinu, sem Jens Garðar var að tala um? Þar hafa fyrirtæki sem stunda þann iðnað aldrei greitt tekjuskatt á Íslandi. Við skulum athuga að sjókvíaeldi hefur verið við Ísland í meira en þrjátíu ár. Þessi iðnaður hefur hrunið hér tvisvar og það með margra milljarða króna tjóni fyrir sjóði og bankastofnanir sem þá voru í eigu almennings. Elsta starfandi sjókvíaeldisfyrirtæki landsins var stofnað 2009 og hefur hlaðið upp svo miklu tapi að vandséð er að það greiði hér tekjuskatt á næstu árum. Skólp frá 240.000 manns í Fáskrúðsfirði Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefur mótmælti með kröftugum hætti áætlunum um að auka sjókvíaeldi í firðinum, meðal annars á þeim forsendum að hreinn sjór sé undirstaða starfseminnar. Benti fyrirtækið á að samkvæmt heimildum frá Landssambandi fiskeldisstöðva verði til við framleiðslu á einu tonni af laxi úrgangur sem samsvarar klóakrennsli frá átta manns. Þannig myndi mengun frá 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði jafngilda því að skólpi frá 120.000 manna byggð yrði veitt óhreinsuðu í fjörðinn. Þessa tölu má því miður margfalda með tveimur því samkvæmt Umhverfisstofnun Noregs er ígildi tonns af eldislaxi í sjókvíum í raun á við skólp frá sextán manns, en ekki átta eins og Landssamband fiskeldisstöðva reyndi að halda fram. Mengunin í Fáskrúðsfirði yrði því á við 240.000 manns Rangfærslur sjókvíaeldisins um íslenskar sjávarafurðir Nú hefði maður haldið að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) myndu vilja bakka upp þau verðmætaskapandi fyrirtæki innan sinna raða sem sjókvíaeldismaðurinn Jens Garðar kýs að bera sinn iðnað saman við, en nú vill svo til að frá SFS heyrist ekki hósti né stuna. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem sjókvíaeldisiðnaðurinn vegur að íslenskum sjávarútvegi án þess að fyrir það hafi verið svarað. Í fyrra lét Landssamband fiskeldisstöðva (LF) mikið með útreikninga á kolefnisfótspori sjókvíaeldisins, sem það hafði keypt af íslensku fyrirtæki. Var því haldið fram að kolefnisfótspor framleiðslunnar væri álíka og af veiðum á villtum fiski. Samkvæmt virtu norsku rannsóknarfyrirtæki (SINTEF), sem hefur unnið sömu útreikninga um árabil, er kolefnisfótspor sjókvíaeldislaxins hins vegar fimm sinnum hærra en af veiðum á þorski og rúmlega tvöfalt hærra en kom fram í tölum LF. Dapurlegt var að fylgjast með SFS og íslenskum sjávarútvegi sitja þegjandi undir þessum rangfærslum í stað þess að standa með sínum aðferðum og afurðum. SFS hefur markað sér metnaðarfulla umhverfisstefnu þar sem þungamiðjan er sjálfbær nýting fiskistofna og samdráttur í notkun olíu, einmitt til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Mögulega er ekki heppilegt að hjá SFS er einmitt Jens Garðar formaður stjórnar og vinnuveitendur hans eru norskir eigendur Laxa fiskeldis ehf. sem eru í samkeppni við íslenskan sjávarútveg á alþjóðlegum mörkuðum. Höfundur er arkitekt og formaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins - The Icelandic Wildlife Fund.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun