Hver ertu? Sigríður Karlsdóttir skrifar 6. apríl 2020 12:30 Kórónuveiran heimsótti mig í nótt. Að minnsta kosti í myndgervi. Hún var í bláum kjól með sítt svart hár og skærustu augu sem ég hef séð. Kannski er ég búin að vera of lengi heima hjá mér, en ég ætla að deila samtali mínu við hana. Þið sækið þá bara um á viðeigandi stofnun fyrir mig ef ykkur finnst eins og það sé vandamálið. „Hver ertu?“ spyr hún og horfir á mig með stingandi augnaráði. „Ég?“ Ég fékk ekki einu sinni að svara. Ég sá strax að hún var agressíf. „Ertu týpan sem fer út í happy hour með vinkonunum og drepur svo sjötuga konu í úthverfi Reykjavíkur?“ „Vá, ert þú leiði(n)leg eða?“ spyr ég. Finnst hún frekar leiðinleg gella. Hún hélt áfram. „Ert þú konan sem þværð þér ekki, hlærð að hættunum og snertir síðan nokkra kexpakka í Bónus og maðurinn með sykursýkina kaupir svo pakkann og endar í öndunarvél.“ Ég var orðin fokill út í hana. Hvað er að henni? Veit hún ekki að ég hef hangið heima hjá mér í svo marga daga að ég er hætt að klæða mig? „Hver ertu?“ hélt hún áfram. Vá, hún er ógeðslega pirrandi. Ég sagði það við hana. Hún hlustaði ekki. Spurði bara aftur: „Hver ertu?“ „Þegar ég hef tekið í burtu allt sem þú notaðir til að forðast sjálfan þig. Fólk, skemmtanir, utanaðkomandi upplifanir. Hver ertu þá? Hver ertu þegar þú mætir þér? Þarf ég að taka Internetið líka, svo þú getir svarað þessari spurningu?“ Hún var alveg tryllt. Ég svaraði henni að ég hugleiddi nú klukkustund á dag og dansaði og söng meðan ég eldaði. Væri það ekki nóg? Hún horfði á mig eins og ég væri lítill krakki. „Elskan, ef þú getur setið heima hjá þér, án nokkurra skemmtunar og dvalið inn í þér og náð sátt við þig sjálfa í 21 dag - þá fer ég.“ GLÆTAN! Af hverju? Hún horfði enn dýpra inn í augun á mér. „Af því þá sjáið þið ykkar sannleika. Þá hættið þið þessu kjaftæði sem er að tortíma ykkur sjálfum.“ Ok. got the point here! „En af hverju ertu að þröngva þessu upp á mig, mér finnst ég bara ógeðslega góð í þessari tækni þinni.“ „Því þú átt að segja hinum,“ sagði hún og glotti. Fyrsta skiptið sem hún varð aðeins mildari. „Nei ég nenni því ekki. Búin að tala nóg um þetta. Fólk nennir ekki meir. Ég nenni ekki meir.“ Hún tók sig til og ætlaði að fljúga burt. „OOOHHHH, ok þá! Hvað á ég að þá segja við þau???” Sagði ég með pirruðu röddinni minni. Hún var farin á flug og hún ætlaði ekki að svara mér. Ég kallaði enn þá hærra: „Hvað á ég að segja við fólkið?“ Hún sneri höfðinu við - kallaði hátt og skýrt: „Segðu þeim…. ………...að hlýða Víði!“ Svo flaug hún upp í skýin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Kórónuveiran heimsótti mig í nótt. Að minnsta kosti í myndgervi. Hún var í bláum kjól með sítt svart hár og skærustu augu sem ég hef séð. Kannski er ég búin að vera of lengi heima hjá mér, en ég ætla að deila samtali mínu við hana. Þið sækið þá bara um á viðeigandi stofnun fyrir mig ef ykkur finnst eins og það sé vandamálið. „Hver ertu?“ spyr hún og horfir á mig með stingandi augnaráði. „Ég?“ Ég fékk ekki einu sinni að svara. Ég sá strax að hún var agressíf. „Ertu týpan sem fer út í happy hour með vinkonunum og drepur svo sjötuga konu í úthverfi Reykjavíkur?“ „Vá, ert þú leiði(n)leg eða?“ spyr ég. Finnst hún frekar leiðinleg gella. Hún hélt áfram. „Ert þú konan sem þværð þér ekki, hlærð að hættunum og snertir síðan nokkra kexpakka í Bónus og maðurinn með sykursýkina kaupir svo pakkann og endar í öndunarvél.“ Ég var orðin fokill út í hana. Hvað er að henni? Veit hún ekki að ég hef hangið heima hjá mér í svo marga daga að ég er hætt að klæða mig? „Hver ertu?“ hélt hún áfram. Vá, hún er ógeðslega pirrandi. Ég sagði það við hana. Hún hlustaði ekki. Spurði bara aftur: „Hver ertu?“ „Þegar ég hef tekið í burtu allt sem þú notaðir til að forðast sjálfan þig. Fólk, skemmtanir, utanaðkomandi upplifanir. Hver ertu þá? Hver ertu þegar þú mætir þér? Þarf ég að taka Internetið líka, svo þú getir svarað þessari spurningu?“ Hún var alveg tryllt. Ég svaraði henni að ég hugleiddi nú klukkustund á dag og dansaði og söng meðan ég eldaði. Væri það ekki nóg? Hún horfði á mig eins og ég væri lítill krakki. „Elskan, ef þú getur setið heima hjá þér, án nokkurra skemmtunar og dvalið inn í þér og náð sátt við þig sjálfa í 21 dag - þá fer ég.“ GLÆTAN! Af hverju? Hún horfði enn dýpra inn í augun á mér. „Af því þá sjáið þið ykkar sannleika. Þá hættið þið þessu kjaftæði sem er að tortíma ykkur sjálfum.“ Ok. got the point here! „En af hverju ertu að þröngva þessu upp á mig, mér finnst ég bara ógeðslega góð í þessari tækni þinni.“ „Því þú átt að segja hinum,“ sagði hún og glotti. Fyrsta skiptið sem hún varð aðeins mildari. „Nei ég nenni því ekki. Búin að tala nóg um þetta. Fólk nennir ekki meir. Ég nenni ekki meir.“ Hún tók sig til og ætlaði að fljúga burt. „OOOHHHH, ok þá! Hvað á ég að þá segja við þau???” Sagði ég með pirruðu röddinni minni. Hún var farin á flug og hún ætlaði ekki að svara mér. Ég kallaði enn þá hærra: „Hvað á ég að segja við fólkið?“ Hún sneri höfðinu við - kallaði hátt og skýrt: „Segðu þeim…. ………...að hlýða Víði!“ Svo flaug hún upp í skýin.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun