Öflugt samstarf norrænna Fab Lab smiðja Frosti Gíslason skrifar 16. maí 2020 08:00 Stafrænar Fab Lab smiðjur eru mikilvægar við framkvæmd nýsköpunarstefnu og smiðjurnar hafa hlutverki að gegna í þróun iðnaðarstefnu. Samstarf Norðurlandaþjóða er gott innan alþjóðlegs nets Fab Lab smiðja þar sem nú eru yfir 1.800 smiðjur um víða veröld. Markmið samstarfsins er að auka þekkingu og deila henni út í samfélagið. Vinnustofa í Eyjum Í byrjun árs var haldin áhugaverð vinnustofa á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Fab Lab Íslands í Vestmannaeyjum. Áhersla var lögð á menntaverkefni, CAD/CAM-hugbúnað og samstarf. Fulltrúar allra Norðurlandanna, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Færeyja, Grænlands og Íslands, auk fulltrúa frá Japan, Belgíu og Englandi, komu á staðinn til að taka þátt í norrænni vinnustofu, svokölluðu Nordic Fab Lab Bootcamp. Hópurinn sem sótti Nordic Fab Lab Bootcamp í Eyjum. Þátttakendurnir 34 eru flestir stjórnendur í Fab Lab smiðjum og mættu til þess að deila þekkingu, fræðast af hver öðrum og efla tengslanetið. Vinnustofan er hluti af verkefni sem nefnist á ensku Distributed Design Market Platform. Nýsköpunarmiðstöð Íslands tekur þátt í þessu verkefni sem styrkt er af Creative Europe, áætlun Evrópusambandsins. Vinnustofan stóð frá mánudegi til föstudags og voru haldin fjölmörg áhugaverð námskeið og erindi þar sem megináherslan var á menntaverkefni og alþjóðlegt samstarf. Þátttakendur kynntu sér hagkerfi Vestmannaeyja, skoðuðu skip, fyrirtæki og stofnanir og ræddu um stafræna framleiðslutækni og á hvern hátt Fab Lab smiðjur geta búið okkur betur undir þátttöku í fjórðu iðnbyltingunni. Sigurvegarar úr Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í heimsókn í Fab Lab í Breiðholti. Sköpunarsmiðjur Haldnar voru fjölmargar sköpunarsmiðjur, kynnt hvernig nýta megi sköpun til stærðfræðikennslu og haldin námskeið í notkun CAD-hugbúnaðar og stýringu véla með CAM-hugbúnaði. Þá voru í boði námskeið í gerð tónlistar með forritun, skrásetningu, fjölbreyttri nýtingu leysiskera, fræsivéla, vínylskera, þrívíddarskanna, þrívíddarprentara, hönnun og gerð rafrása, gerð örtölva, stýringa og fleira. Sigurvegarar úr Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í heimsókn í Fab Lab í Breiðholti FabLab á öllum skólastigum Sérstaklega var farið yfir fjölbreytt menntaverkefni í Fab Lab smiðjunum en þær spanna allan skalann frá leik- og grunnskólastigi til háskólastigs. Í Fab Lab smiðjum landsins fer fram kennsla á vegum fjölmargra grunn- og framhaldsskóla og einnig á háskólastigi í gegnum Fab Academy, sem er alþjóðlegt nám í stafrænni framleiðslutækni. Fab Academy er kennt af prófessor Neil Gershenfeld hjá MIT-háskólanum í Boston, en auk þess eru fleiri námsleiðir í boði á borð við Fabricademy textíl-akademíuna, líftæknibraut, Fab Academy X og ýmiss konar námsleiðir á mismunandi skólastigum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun og rannsóknir Nýsköpun Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Stafrænar Fab Lab smiðjur eru mikilvægar við framkvæmd nýsköpunarstefnu og smiðjurnar hafa hlutverki að gegna í þróun iðnaðarstefnu. Samstarf Norðurlandaþjóða er gott innan alþjóðlegs nets Fab Lab smiðja þar sem nú eru yfir 1.800 smiðjur um víða veröld. Markmið samstarfsins er að auka þekkingu og deila henni út í samfélagið. Vinnustofa í Eyjum Í byrjun árs var haldin áhugaverð vinnustofa á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Fab Lab Íslands í Vestmannaeyjum. Áhersla var lögð á menntaverkefni, CAD/CAM-hugbúnað og samstarf. Fulltrúar allra Norðurlandanna, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Færeyja, Grænlands og Íslands, auk fulltrúa frá Japan, Belgíu og Englandi, komu á staðinn til að taka þátt í norrænni vinnustofu, svokölluðu Nordic Fab Lab Bootcamp. Hópurinn sem sótti Nordic Fab Lab Bootcamp í Eyjum. Þátttakendurnir 34 eru flestir stjórnendur í Fab Lab smiðjum og mættu til þess að deila þekkingu, fræðast af hver öðrum og efla tengslanetið. Vinnustofan er hluti af verkefni sem nefnist á ensku Distributed Design Market Platform. Nýsköpunarmiðstöð Íslands tekur þátt í þessu verkefni sem styrkt er af Creative Europe, áætlun Evrópusambandsins. Vinnustofan stóð frá mánudegi til föstudags og voru haldin fjölmörg áhugaverð námskeið og erindi þar sem megináherslan var á menntaverkefni og alþjóðlegt samstarf. Þátttakendur kynntu sér hagkerfi Vestmannaeyja, skoðuðu skip, fyrirtæki og stofnanir og ræddu um stafræna framleiðslutækni og á hvern hátt Fab Lab smiðjur geta búið okkur betur undir þátttöku í fjórðu iðnbyltingunni. Sigurvegarar úr Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í heimsókn í Fab Lab í Breiðholti. Sköpunarsmiðjur Haldnar voru fjölmargar sköpunarsmiðjur, kynnt hvernig nýta megi sköpun til stærðfræðikennslu og haldin námskeið í notkun CAD-hugbúnaðar og stýringu véla með CAM-hugbúnaði. Þá voru í boði námskeið í gerð tónlistar með forritun, skrásetningu, fjölbreyttri nýtingu leysiskera, fræsivéla, vínylskera, þrívíddarskanna, þrívíddarprentara, hönnun og gerð rafrása, gerð örtölva, stýringa og fleira. Sigurvegarar úr Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í heimsókn í Fab Lab í Breiðholti FabLab á öllum skólastigum Sérstaklega var farið yfir fjölbreytt menntaverkefni í Fab Lab smiðjunum en þær spanna allan skalann frá leik- og grunnskólastigi til háskólastigs. Í Fab Lab smiðjum landsins fer fram kennsla á vegum fjölmargra grunn- og framhaldsskóla og einnig á háskólastigi í gegnum Fab Academy, sem er alþjóðlegt nám í stafrænni framleiðslutækni. Fab Academy er kennt af prófessor Neil Gershenfeld hjá MIT-háskólanum í Boston, en auk þess eru fleiri námsleiðir í boði á borð við Fabricademy textíl-akademíuna, líftæknibraut, Fab Academy X og ýmiss konar námsleiðir á mismunandi skólastigum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun