Viðskipti innlent

Þurfa ekki að greiða fyrir bíla­tryggingar í maí vegna far­aldursins

Eiður Þór Árnason skrifar
Bílaumferð í mars síðastliðnum var mun minni en árið í fyrra. 
Bílaumferð í mars síðastliðnum var mun minni en árið í fyrra.  vísir/vilhelm

Tryggingafélagið Sjóvá hefur ákveðið að lækka iðgjöld af bifreiðatryggingum einstaklinga með því að fella niður gjalddaga þeirra í maí. 

Mikill samdráttur í umferð bifreiða eftir að samkomubann tók gildi er sögð vera ástæða niðurfellingarinnar, segir í tilkynningu frá félaginu.  

Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 21 prósent í mars samanborið við sama tíma í fyrra samkvæmt tölum Vegagerðarinnar og hefur Sjóvá séð tjónatilkynningar vegna ökutækja fækka samhliða því.  

Niðurfellingin í maí er sögð ná til um 43 þúsund viðskiptavina Sjóvá og tekur til bæði lögboðinna ökutækjatrygginga og kaskó. Munu viðskiptavinir fá lækkunina sjálfkrafa. 

Fram kemur í tölvupósti til viðskiptavina Sjóvá þar sem þeim er tilkynnt um ákvörðunina að áfram sé gert ráð fyrir því að slysum og tjónum í umferðinni fækki. Lækkunin er sögð verða „í formi niðurfellingar, lækkunar eða endurgreiðslu, eftir því sem við á.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×