Olnboguðu verksamninga eftir að öllum tilboðum var hafnað Kristján Már Unnarsson skrifar 3. apríl 2020 17:07 Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, olnboga samningana að lokinni undirskrift í dag. Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson. Vegagerðin og Ístak undirrituðu í dag tvo verksamninga um smíði tveggja nýrra brúa á hringveginum á Suðausturlandi, yfir Kvíá í Öræfum og Brunná í Fljótshverfi, upp á samtals 590 milljónir króna. Þetta er liður í fækkun einbreiðra brúa á þjóðvegakerfinu og eiga báðar að vera tilbúnar fyrir 1. nóvember í haust. Athygli vakti að samningar voru ekki handsalaðir að lokinni undirskrift, heldur „olnbogaðir“ vegna kórónufaraldursins. Þeir Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, rétt létu olnbogana snertast í stað þess að takast í hendur, eins og venjan hefur verið við athafnir sem þessar. Með þessari undirskrift er Ístak komið með samninga um smíði fjögurra brúa á Suðausturlandi fyrir samtals 1.360 milljónir króna.Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson. Þá var handspritt haft til taks á undirskriftarborðinu og aðrir viðstaddir dreifðu sér um fundarsal Vegagerðarinnar og höfðu langt bil á milli sín. Verkin voru bæði boðin út í haust og tilboð opnuð í nóvember. Hér má sjá tilboðin í Kvíá og hér má sjá tilboðin í Brunná. Vegagerðin taldi þau of há og hafnaði þeim öllum, að sögn Óskars. Þess í stað hóf Vegagerðin samningaviðræður við tvo lægstbjóðendur og varð niðurstaðan sú að semja við Ístak. Frá undirritun í fundarsal Vegagerðarinnar í Borgartúni í dag.Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson. Verksamningurinn um Kvíá hljóðar upp á 430 milljónir króna en þar á jafnframt að leggja tengiveg að áningarstað og leiðigarð að brú, ásamt því að rífa núverandi brú. Samningurinn um Brunná hljóðar upp á 160 milljónir króna. Áður hafði Vegagerðin samið við Ístak um smíði tveggja annarra brúa í Suðursveit, yfir Steinavötn og Fellsá, en þar var Ístak lægstbjóðandi, bauð 770 milljónir króna. Þar eru verklok áætluð í mars 2021. Ístak er þannig komið með samninga um smíði fjögurra brúa á Suðausturlandi fyrir samtals 1.360 milljónir króna. Sjá einnig hér: Vegagerðin samdi við Ístak um brýrnar í Suðursveit Það blés raunar ekki byrlega síðastliðið sumar hjá Vegagerðinni þegar hún bauð út brúasmíðina yfir Steinavötn og Fellsá, stærsta brúarverkefni ársins, en þá barst ekkert tilboð, eins og greint var frá í þessari frétt: Samgöngur Hornafjörður Skaftárhreppur Umferðaröryggi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Vegagerðin og Ístak undirrituðu í dag tvo verksamninga um smíði tveggja nýrra brúa á hringveginum á Suðausturlandi, yfir Kvíá í Öræfum og Brunná í Fljótshverfi, upp á samtals 590 milljónir króna. Þetta er liður í fækkun einbreiðra brúa á þjóðvegakerfinu og eiga báðar að vera tilbúnar fyrir 1. nóvember í haust. Athygli vakti að samningar voru ekki handsalaðir að lokinni undirskrift, heldur „olnbogaðir“ vegna kórónufaraldursins. Þeir Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, rétt létu olnbogana snertast í stað þess að takast í hendur, eins og venjan hefur verið við athafnir sem þessar. Með þessari undirskrift er Ístak komið með samninga um smíði fjögurra brúa á Suðausturlandi fyrir samtals 1.360 milljónir króna.Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson. Þá var handspritt haft til taks á undirskriftarborðinu og aðrir viðstaddir dreifðu sér um fundarsal Vegagerðarinnar og höfðu langt bil á milli sín. Verkin voru bæði boðin út í haust og tilboð opnuð í nóvember. Hér má sjá tilboðin í Kvíá og hér má sjá tilboðin í Brunná. Vegagerðin taldi þau of há og hafnaði þeim öllum, að sögn Óskars. Þess í stað hóf Vegagerðin samningaviðræður við tvo lægstbjóðendur og varð niðurstaðan sú að semja við Ístak. Frá undirritun í fundarsal Vegagerðarinnar í Borgartúni í dag.Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson. Verksamningurinn um Kvíá hljóðar upp á 430 milljónir króna en þar á jafnframt að leggja tengiveg að áningarstað og leiðigarð að brú, ásamt því að rífa núverandi brú. Samningurinn um Brunná hljóðar upp á 160 milljónir króna. Áður hafði Vegagerðin samið við Ístak um smíði tveggja annarra brúa í Suðursveit, yfir Steinavötn og Fellsá, en þar var Ístak lægstbjóðandi, bauð 770 milljónir króna. Þar eru verklok áætluð í mars 2021. Ístak er þannig komið með samninga um smíði fjögurra brúa á Suðausturlandi fyrir samtals 1.360 milljónir króna. Sjá einnig hér: Vegagerðin samdi við Ístak um brýrnar í Suðursveit Það blés raunar ekki byrlega síðastliðið sumar hjá Vegagerðinni þegar hún bauð út brúasmíðina yfir Steinavötn og Fellsá, stærsta brúarverkefni ársins, en þá barst ekkert tilboð, eins og greint var frá í þessari frétt:
Samgöngur Hornafjörður Skaftárhreppur Umferðaröryggi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57
Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05