Viðskipti innlent

Eigendur Hvítsstaða: Lánin ávallt í skilum

Sigurður Einarssonar og Hreiðar Már Sigurðsson eru meðal eigenda
Sigurður Einarssonar og Hreiðar Már Sigurðsson eru meðal eigenda Mynd/GVA
Eigendur Hvítsstaða ehf. fullyrða að lán sem fjallað var um í Morgunblaðinu í gær hafi ávallt verið í fullum skilum. Þá segja þeir að innborgað hlutafé hafi ekki verið 600 þúsund heldur hafi það numið 91,6 milljónum króna í lok síðasta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu sem eigendurnir hafa sent frá sér.

Eigendur félagsins eru Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helgason, Magnús Guðmundsson, Sigurður Einarsson og Steingrímur Páll Kárason. Þeir eru allir fyrrverandi stjórnendur hjá Kaupþingi.

Í frétt Morgunblaðsins kom fram að hópurinn hafi lagt fram 100 þúsund krónur og fengið á móti 400 hundruð milljónir að láni til jarðakaupa á árunum 2002 til 2005. Lánin hafi verið í japönskum jenum og standi í rúmum milljarði í dag.

Í frétt blaðsins var auk þess fullyrt að Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson væri meðal eigenda Hvítsstaða, en fram kemur í tilkynningu eigendahópsins að svo er ekki.


Tengdar fréttir

Segir Morgunblaðið blygðunarlaust misnotað

„Morgunblaðið hefur misst allan trúverðugleika sem áreiðanlegur fjölmiðill. Meðferðin á blaðinu er að sjálfsögðu óvirðing við gott starf fagmanna, sem byggðu upp frábæran fjölmiðill af eljusemi á löngum tíma,“ Ólafur Arnarson, rithöfundar bókarinnar Sofandi að feigðarósi, í pistli á heimasíðu sinni. Hann fullyrðir að Morgunblaðið sé blygðunarlaust misnotað en hann gefur lítið fyrir forsíðufrétt blaðsins í dag.

Lögðu fram 100 þúsund en fengu 400 milljónir að láni

Sex fyrrverandi stjórnendur Kaupþings lögðu fram 100 þúsund krónur og fengu á móti 400 hundruð milljónir að láni til jarðakaupa á árunum 2002 til 2005. Lánin voru í japönskum jenum og standa í rúmum milljarði í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×