Viðskipti innlent

Tilboði Almenningshlutafélagsins hafnað

Breki Logason skrifar

Tilboði Almenninshlutafélags í Árvakur, Útgáfufélags Morgunblaðsins var hafnað samkæmt heimildum fréttastofu. Þrjú skuldbindandi tilboð bárust fyrir tilboðsfrest sem rann út klukkan 14:00 í dag. Forsvarsmaður hópsins segir þetta koma sér mjög á óvart ef rétt reynist.

Almenningshlutafélagið skilaði inn tilboði ásamt tveimur öðrum. Það var annarsvegar hópur sem Óskar Magnússon fer fyrir og hinsvegar ástralski fjárfestirinn Steve Cosser.

Tilboð Almenningshlutafélagsins mun hafa verið lægsta tilboðið og því var tilboðinu hafnað.

Bogi Örn Emilsson einn af talsmönnum Almenninshlutafélagsins vill ekki staðfesta að tilboðinu hafi verið hafnað. Hann segir hinsvegar að ef svo sé komi það honum mjög á óvart.

Baráttan stendur því á milli ástralska fjárfestisins og Óskars Magnússonar og félaga.

Von er á niðurstöðu í málið fyrir klukkan 17:00 á mánudag.








Tengdar fréttir

Bjartsýnir á að tilboðinu verði vel tekið

Líkt og Vísir greindi frá fyrir stundu skilaði undirbúningshópur Almenningshlutafélags um Morgunblaðið tilboði í Árvakur hf. til Íslandsbanka en tilboðsfrestur rann út klukkan 14:00 í dag í tilkynningu frá hópnum segir að það sé mat hópsins að tilboðið sé fyllilega sanngjarnt fyrir hluthafa félagsins, kröfuhafa, starfsmenn og ekki síst lesendur Morgunblaðsins og mbl.is. Hópurinn er afar bjartsýnn á að tilboðinu verði vel tekið.

Þrjú tilboð bárust í Morgunblaðið

Þrjú tilboð bárust í Árvakur, Útgáfufélags Morgunblaðsins, en frestur til þess að skila inn tilboðum rann út klukkan 14:00 í dag. Óskar Magnússon fer fyrir einum af hópunum en hann skilaði inn tilboði á síðustu stundu. Hann segir tilboðið sanngjarnt og raunhæft.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×