Betri mönnun - bættur vinnutími Sandra B. Franks skrifar 20. janúar 2020 09:00 Undanfarinn áratug hefur síendurtekin samfélags- og stjórnmálaumræða verið um mönnunarvanda hjúkrunar. Allt frá árinu 2007 og jafnvel fyrr, hefur margsinnis verið á það bent í fjölmiðlum að skortur sé á starfsfólki sem vinnur við hjúkrun og að slíkur skortur ógni gæðum þjónustunnar og öryggi sjúklinga. Í rúman áratug hafa fagstéttir hjúkrunar ítrekað áréttað þennan vanda sem við nú stöndum frammi fyrir. Þrátt fyrir yfirgripsmikla umræðu og ábendingar um skort á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum hefur stjórnvöldum enn ekki tekist að manna í störfin til að tryggja öryggi sjúklinga og gæði heilbrigðisþjónustunnar. Undanfarnar vikur hafa helstu fjölmiðlar landsins greint frá óásættanlegri stöðu heilbrigðiskerfisins og bent meðal annars á meintan stjórnendavanda, húsnæðisvanda, skipulagsvanda og fjármögnunarvanda. Sú birtingarmynd sem dregin er upp í fjölmiðlum um vandamál Bráðamóttöku er ósanngjörn, því það er heilbrigðiskerfið í heild sinni sem þarf að virka svo unnt sé að leysa vanda Landspítalans. Þegar starfsemisupplýsingar Landspítalans eru skoðaðar kemur í ljós að fjöldi þeirra sem leita á Bráðamóttökuna hefur verið svipaður á milli ára. Hins vegar hefur fjöldi aldraða sem bíða úrræðis utan Landspítalans farið vaxandi. Hluti vandamálsins liggur því í óleystum mönnunarvanda hjúkrunarstétta. Það er brýnt að styrkja stöðu hjúkrunarheimila og tryggja mönnun fagstétta. Undnafarna tíu mánuði hefur Sjúkraliðafélag Íslands, sem situr í samninganefnd BSRB, átt í viðræðum við samninganefndi ríkisins um kjaramál. Meginkrafa félagsmanna er að stytta vinnutímann úr 40 klukkustundir á viku í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks, án launaskerðingar. Það er ekki að ástæðulausu að sjúkraliðar vilja betra starfsumhverfi. Um það bil 2.100 starfandi sjúkraliðar eru í Sjúkraliðafélagi Íslands. Um 90% félagsmanna eru í vaktavinnu og er starfshlutfall þeirra að meðaltali um 75%. Reynslan sýnir að í 70-80% starfshlutfalli liggja velferðarmörk starfsmanna sem vinna við hjúkrun. Almennt eru sjúkraliðar því í hlutastarfi. Ekki vegna þess að þeir vilja ekki vera í fullu starfi, heldur vegna þess að þeir vinna í vaktavinnu sem hefur íþyngjandi áhrif á heilsufar þeirra og lífsgæði. Sjúkraliðar eru því nauðbeygðir í hlutastarf til að vernda eigið heilsufar. Verðmætamat á vinnuframlagi sjúkraliða sem vinnur á vöktum endurspeglast í viðhorfum til hlutastarfs, en engin getur lifað á hlutalaunum. Þeir sem þekkja til heilbrigðisþjónustunnar vita að starfsfólk sem vinnur við hjúkrun eru í raun burðarvirki heilbrigðisþjónustunnar og þar gegna sjúkraliðar í lykilhlutverki. Það er því í reynd nauðsynlegt ef tryggja á velferð heilbrigðiskerfisins að mæta kröfum Sjúkraliðafélags Íslands og BSRB um styttri vinnuviku og bæta vinnutíma vaktavinnufólks þannig að 80% vinnuframlag starfsmanna á vöktum verði skilgreint sem fullt starf. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarinn áratug hefur síendurtekin samfélags- og stjórnmálaumræða verið um mönnunarvanda hjúkrunar. Allt frá árinu 2007 og jafnvel fyrr, hefur margsinnis verið á það bent í fjölmiðlum að skortur sé á starfsfólki sem vinnur við hjúkrun og að slíkur skortur ógni gæðum þjónustunnar og öryggi sjúklinga. Í rúman áratug hafa fagstéttir hjúkrunar ítrekað áréttað þennan vanda sem við nú stöndum frammi fyrir. Þrátt fyrir yfirgripsmikla umræðu og ábendingar um skort á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum hefur stjórnvöldum enn ekki tekist að manna í störfin til að tryggja öryggi sjúklinga og gæði heilbrigðisþjónustunnar. Undanfarnar vikur hafa helstu fjölmiðlar landsins greint frá óásættanlegri stöðu heilbrigðiskerfisins og bent meðal annars á meintan stjórnendavanda, húsnæðisvanda, skipulagsvanda og fjármögnunarvanda. Sú birtingarmynd sem dregin er upp í fjölmiðlum um vandamál Bráðamóttöku er ósanngjörn, því það er heilbrigðiskerfið í heild sinni sem þarf að virka svo unnt sé að leysa vanda Landspítalans. Þegar starfsemisupplýsingar Landspítalans eru skoðaðar kemur í ljós að fjöldi þeirra sem leita á Bráðamóttökuna hefur verið svipaður á milli ára. Hins vegar hefur fjöldi aldraða sem bíða úrræðis utan Landspítalans farið vaxandi. Hluti vandamálsins liggur því í óleystum mönnunarvanda hjúkrunarstétta. Það er brýnt að styrkja stöðu hjúkrunarheimila og tryggja mönnun fagstétta. Undnafarna tíu mánuði hefur Sjúkraliðafélag Íslands, sem situr í samninganefnd BSRB, átt í viðræðum við samninganefndi ríkisins um kjaramál. Meginkrafa félagsmanna er að stytta vinnutímann úr 40 klukkustundir á viku í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks, án launaskerðingar. Það er ekki að ástæðulausu að sjúkraliðar vilja betra starfsumhverfi. Um það bil 2.100 starfandi sjúkraliðar eru í Sjúkraliðafélagi Íslands. Um 90% félagsmanna eru í vaktavinnu og er starfshlutfall þeirra að meðaltali um 75%. Reynslan sýnir að í 70-80% starfshlutfalli liggja velferðarmörk starfsmanna sem vinna við hjúkrun. Almennt eru sjúkraliðar því í hlutastarfi. Ekki vegna þess að þeir vilja ekki vera í fullu starfi, heldur vegna þess að þeir vinna í vaktavinnu sem hefur íþyngjandi áhrif á heilsufar þeirra og lífsgæði. Sjúkraliðar eru því nauðbeygðir í hlutastarf til að vernda eigið heilsufar. Verðmætamat á vinnuframlagi sjúkraliða sem vinnur á vöktum endurspeglast í viðhorfum til hlutastarfs, en engin getur lifað á hlutalaunum. Þeir sem þekkja til heilbrigðisþjónustunnar vita að starfsfólk sem vinnur við hjúkrun eru í raun burðarvirki heilbrigðisþjónustunnar og þar gegna sjúkraliðar í lykilhlutverki. Það er því í reynd nauðsynlegt ef tryggja á velferð heilbrigðiskerfisins að mæta kröfum Sjúkraliðafélags Íslands og BSRB um styttri vinnuviku og bæta vinnutíma vaktavinnufólks þannig að 80% vinnuframlag starfsmanna á vöktum verði skilgreint sem fullt starf. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar