Tilmæli mæðra til Arionbanka Alma Jenný Guðmundsdóttir skrifar 20. september 2011 06:00 Komdu sæll Höskuldur Ólafsson! Fjölmiðlafulltrúi Arionbanka hringdi í mig til að afla upplýsinga um auglýsingaherferð þá sem er í gangi. Hún spurði margra spurninga – svo sem af hverju ég væri í þessari herferð? Af hverju Arionbanki? Af hverju ekki aðrar fjármálastofnanir? Hvað mér fyndist um Íbúðalánasjóð og fleira í þeim dúr. Ég svaraði henni þar sem við átti og hefur hún vonandi borið þér þau svör. Hvað mér finnst t.d. um Íbúðalánasjóð er eitthvað sem ég bara svara ekki almennt og kemur málinu á engan hátt við. Ég er móðir og ég tala fyrir hönd þúsunda mæðra og trúðu mér þar. Hver er hún þessi móðir? Jú, hún móðir almennt er sú manneskja sem elur okkur upp við mannsæmileg gildi. Sýna öðrum virðingu – til þess að öðlast hana sjálf. Sýna réttlæti, sýna kurteisi, sýna vináttu, sýna hjálpsemi og svona gætum við haldið áfram. Ég ætla ekki að láta eins og ég taki ekki eftir þeim stóra bleika fíl sem í stofunni er. Fíllinn er það hrun sem varð – sú krafa okkar í framhaldi af því að almennt siðferði sé sýnt á öllum vígstöðvum. Í viðskiptalífi, í stjórnsýslu og stjórnmálum, í skólakerfi og ekki síst hjá okkur sjálfum. Það er samdóma álit okkar að viðskiptalífið sem og margur annar þurfi að taka á í þeim málefnum því þar er enn annar bleikur fíll að koma sér fyrir. Það er einungis af því góða að fyrirtæki sýni hagnað – þótt stafi af uppfærslu eignasafns banka vegna fyrirtækja. Það veit alþjóð að yfir 400 milljarðar fóru til leiðréttinga lánasafna fyrirtækja – það veit alþjóð einnig að 24,2 milljarðar fóru í leiðréttingar lána einstaklinga. Það veit alþjóð að bankarnir fengu lánasöfn heimilanna með að meðaltali 50% afslætti. Það er samdóma álit mæðra mjög víða í þessu þjóðfélagi að bankarnir hafi mismunað annars vegar afskriftum til fyrirtækja og hins vegar afskriftum til einstaklinga/íbúðalána. Gott mál er að bjóða upp á óverðtryggð íbúðalán en vextir á þeim eru miklu, miklu hærri en gengur og gerist í þeim löndum sem við sækjum fjármagn til. En sú kynslóð sem fyrir er með lán hjá bönkunum krefst leiðréttinga í samræmi við ofanritað, því það að bankinn hafi ekki gert slíkt er nú þegar orðið að stóru þjóðfélagsmeini. Við skorum á ykkur að starfa með fólkinu í landinu, að hlusta á réttmætar kröfur þess og hlusta á mæður – útivinnandi mæður, fullorðnar mæður og ömmur, atvinnulausar mæður – já, allar mæður á Íslandi. Allir eiga að geta sett sig í spor mæðra sinna, sem innrættu okkur hin góðu gildi sem að ofan eru greind. Á þessari forsendu notum við fjölmiðla til þess að auglýsa kröfur okkar. Við bjóðum ykkur til samstarfs við okkur en þykir eðlilegt að það samstarf verði rætt á opinberum vettvangi. Persónulega er ég ekkert í herför gegn Arionbanka, stjórnendum þess banka eða starfsfólki en ég er talsmaður baráttu mæðra fyrir því að við höldum öll því siðferði til haga sem við vorum alin upp við og gagnast hefur okkur vel að flestu leyti. Við skorum á Arionbanka að eiga frumkvæði að því að mæta til fundar okkar opinberlega, hlýða á kröfur okkar og ekki síst að eiga frumkvæði að því að gæta jafnræðis þegnanna; að fyrirtæki og einstaklingar – sem eru jú forsenda þess að bankastarfsemi geti þrifist almennt með sínu mánaðarlega innleggi – njóti jafnræðis. Með bestu kveðju og von um samstarf Arionbanka við okkur öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Komdu sæll Höskuldur Ólafsson! Fjölmiðlafulltrúi Arionbanka hringdi í mig til að afla upplýsinga um auglýsingaherferð þá sem er í gangi. Hún spurði margra spurninga – svo sem af hverju ég væri í þessari herferð? Af hverju Arionbanki? Af hverju ekki aðrar fjármálastofnanir? Hvað mér fyndist um Íbúðalánasjóð og fleira í þeim dúr. Ég svaraði henni þar sem við átti og hefur hún vonandi borið þér þau svör. Hvað mér finnst t.d. um Íbúðalánasjóð er eitthvað sem ég bara svara ekki almennt og kemur málinu á engan hátt við. Ég er móðir og ég tala fyrir hönd þúsunda mæðra og trúðu mér þar. Hver er hún þessi móðir? Jú, hún móðir almennt er sú manneskja sem elur okkur upp við mannsæmileg gildi. Sýna öðrum virðingu – til þess að öðlast hana sjálf. Sýna réttlæti, sýna kurteisi, sýna vináttu, sýna hjálpsemi og svona gætum við haldið áfram. Ég ætla ekki að láta eins og ég taki ekki eftir þeim stóra bleika fíl sem í stofunni er. Fíllinn er það hrun sem varð – sú krafa okkar í framhaldi af því að almennt siðferði sé sýnt á öllum vígstöðvum. Í viðskiptalífi, í stjórnsýslu og stjórnmálum, í skólakerfi og ekki síst hjá okkur sjálfum. Það er samdóma álit okkar að viðskiptalífið sem og margur annar þurfi að taka á í þeim málefnum því þar er enn annar bleikur fíll að koma sér fyrir. Það er einungis af því góða að fyrirtæki sýni hagnað – þótt stafi af uppfærslu eignasafns banka vegna fyrirtækja. Það veit alþjóð að yfir 400 milljarðar fóru til leiðréttinga lánasafna fyrirtækja – það veit alþjóð einnig að 24,2 milljarðar fóru í leiðréttingar lána einstaklinga. Það veit alþjóð að bankarnir fengu lánasöfn heimilanna með að meðaltali 50% afslætti. Það er samdóma álit mæðra mjög víða í þessu þjóðfélagi að bankarnir hafi mismunað annars vegar afskriftum til fyrirtækja og hins vegar afskriftum til einstaklinga/íbúðalána. Gott mál er að bjóða upp á óverðtryggð íbúðalán en vextir á þeim eru miklu, miklu hærri en gengur og gerist í þeim löndum sem við sækjum fjármagn til. En sú kynslóð sem fyrir er með lán hjá bönkunum krefst leiðréttinga í samræmi við ofanritað, því það að bankinn hafi ekki gert slíkt er nú þegar orðið að stóru þjóðfélagsmeini. Við skorum á ykkur að starfa með fólkinu í landinu, að hlusta á réttmætar kröfur þess og hlusta á mæður – útivinnandi mæður, fullorðnar mæður og ömmur, atvinnulausar mæður – já, allar mæður á Íslandi. Allir eiga að geta sett sig í spor mæðra sinna, sem innrættu okkur hin góðu gildi sem að ofan eru greind. Á þessari forsendu notum við fjölmiðla til þess að auglýsa kröfur okkar. Við bjóðum ykkur til samstarfs við okkur en þykir eðlilegt að það samstarf verði rætt á opinberum vettvangi. Persónulega er ég ekkert í herför gegn Arionbanka, stjórnendum þess banka eða starfsfólki en ég er talsmaður baráttu mæðra fyrir því að við höldum öll því siðferði til haga sem við vorum alin upp við og gagnast hefur okkur vel að flestu leyti. Við skorum á Arionbanka að eiga frumkvæði að því að mæta til fundar okkar opinberlega, hlýða á kröfur okkar og ekki síst að eiga frumkvæði að því að gæta jafnræðis þegnanna; að fyrirtæki og einstaklingar – sem eru jú forsenda þess að bankastarfsemi geti þrifist almennt með sínu mánaðarlega innleggi – njóti jafnræðis. Með bestu kveðju og von um samstarf Arionbanka við okkur öll.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar