Hamilton telur titilinn nánast úr seilingarfjalægð 20. september 2011 15:53 Lewis Hamilton á mótssvæðinu á Ítalíu á dögunum. AP MYND: Antonio Calanni Lewis Hamilton keppir með Formúlu 1 liði McLaren í Singapúr um næstu helgi, en hann er í fimmta sæti í stigamóti ökumanna. Hamilton er 126 stigum á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull, en Vettel á möguleika á því að tryggja sér meistaratitilinn um helgina ef úrslitin í mótinu verða honum hagstæð. Sex mótum er enn ólokið í Formúlu 1 á árinu. „Ég elska götubrautir og hef gaman af þessu svæði. Þetta er næstum eins og tvær brautir í einni. Það eru nokkrar hraðar beygjur, sem þarfnast góðrar uppsetningar bílsins og áræðni", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren um mótið í Singapúr. „En það eru líka þröngar 90 gráðu beygjur, sem eru hægari og tæknilegri. Maður verður að vera nákvæmur og þolinmóður, bíða eftir að dekkin grípi áður en stigið er á bensíngjöfina. Ef maður er óþolinmóður, þá tapar maður tíma af því maður yfirkeyrir dekkin og bílinn." „Ég ætla að verða framtaksamur í því að ná góðum árangri um næstu helgi. Við vorum með bíl sem gat verið í fyrsta sæti í Belgíu og Ítalíu. Ég vil því ganga úr skugga um að við mætum til Singapúr með vel uppsettan bíl fyrir æfingar og tímatökuna. Ef allt gengur upp verðum við í toppformi á sunnudag." „Þó titilinn sé nánast úr seilingarfjarlægð, þá mun ég vera ágengur í því að ná bestu mögulegu útkomunni. Ég gefst aldrei upp og keppi til sigurs að venju", sagði Hamilton. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton keppir með Formúlu 1 liði McLaren í Singapúr um næstu helgi, en hann er í fimmta sæti í stigamóti ökumanna. Hamilton er 126 stigum á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull, en Vettel á möguleika á því að tryggja sér meistaratitilinn um helgina ef úrslitin í mótinu verða honum hagstæð. Sex mótum er enn ólokið í Formúlu 1 á árinu. „Ég elska götubrautir og hef gaman af þessu svæði. Þetta er næstum eins og tvær brautir í einni. Það eru nokkrar hraðar beygjur, sem þarfnast góðrar uppsetningar bílsins og áræðni", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren um mótið í Singapúr. „En það eru líka þröngar 90 gráðu beygjur, sem eru hægari og tæknilegri. Maður verður að vera nákvæmur og þolinmóður, bíða eftir að dekkin grípi áður en stigið er á bensíngjöfina. Ef maður er óþolinmóður, þá tapar maður tíma af því maður yfirkeyrir dekkin og bílinn." „Ég ætla að verða framtaksamur í því að ná góðum árangri um næstu helgi. Við vorum með bíl sem gat verið í fyrsta sæti í Belgíu og Ítalíu. Ég vil því ganga úr skugga um að við mætum til Singapúr með vel uppsettan bíl fyrir æfingar og tímatökuna. Ef allt gengur upp verðum við í toppformi á sunnudag." „Þó titilinn sé nánast úr seilingarfjarlægð, þá mun ég vera ágengur í því að ná bestu mögulegu útkomunni. Ég gefst aldrei upp og keppi til sigurs að venju", sagði Hamilton.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn