Hafður fyrir rangri sök Friðrik Schram skrifar 20. september 2011 09:30 Tvennt vil ég undirstrika í upphafi þessa greinarkorns: Ég hef hvorki sagt að samkynhneigð sé synd né heldur glæpur eins og kom fram í fyrirsögn viðtals við mig hér í blaðinu laugardaginn 10. september. Mér þykir mjög leitt að blaðið skuli bera mig þessum sökum og álít að hér sé um einhverja fljótfærni að ræða af þess hálfu. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, sem vitnað er til í umræddri grein, fer rangt með sannleikann þegar hún segir mig halda því fram að samkynhneigð sé synd. Ég tek það einmitt fram í skrifum mínum á heimasíðu Íslensku Kristskirkjunnar, að hneigð sé ekki sama og verknaður. Margir samkynhneigðir lifa ekki kynlífi með fólki sama kyns, þótt þeir hafi tilhneigingar í þá átt. Þarna verðum við að gera greinarmun á og það geri ég. Ég fer hins vegar ekkert í grafgötur með það að ég tel samlíf samkynhneigðra ekki rétt og byggist sú skoðun mín á kristinni siðfræði eins og hún hefur verið í 2000 ár. Ég er ekki að segja neitt nýtt, hvað það varðar. Sú skoðun er skoðun mikils meirihluta kristinna manna um heim allan. Ísland er eitt örfárra landa sem hafa heimilað vígðan hjúskap samkynhneigðra og hér ríkir meira frjálslyndi í siðferðisefnum en víðast hvar á byggðu bóli. Nú er svo komið að þeir sem ekki fella sig við samlíf samkynhneigðra og hjúskap þeirra, eru taldir fordómafullir og sæta mismunun. Ég hef fundið fyrir því og það hefur einnig bitnað á söfnuðinum sem ég leiði. Svo virðist sem mannréttindaráð borgarinnar hafi fengið það hlutverk að hafa uppi á þeim sem ekki geðjast samkynhneigt líferni og hindra að þeir njóti góðs af sumu því sem stendur borgurunum til boða eins og t.d. litla byggingarstyrknum sem stjórn kirkjubyggingarsjóðs borgarinnar hafði ánafnað okkur. Samtök samkynhneigðra töldu fyrir nokkrum áratugum að þeir úr þeirra hópi sem vildu lifa eftir hneigð sinni væru beittir misrétti af gagnkynhneigðum. Nú virðist dæmið hafa snúist við: Gagnkynhneigt fólk sem lætur í ljós andúð á kynlífi fólks af sama kyni er beitt misrétti. Hvar er umburðarlyndið, er það bara í aðra áttina? Má núorðið beita þá misrétti sem ekki eru með rétta skoðun? Er skoðanafrelsið fyrir bí? Ef maður lætur í ljós andúð á einhverri hegðun, er maður þá orðinn hættulegur þjóðfélaginu, og settar skorður a.m.k. hér í Reykjavík. Hef ég gert einhverjum mein og er ég núna undir smásjá mannréttindaráðs borgarinnar? Ég bara spyr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tvennt vil ég undirstrika í upphafi þessa greinarkorns: Ég hef hvorki sagt að samkynhneigð sé synd né heldur glæpur eins og kom fram í fyrirsögn viðtals við mig hér í blaðinu laugardaginn 10. september. Mér þykir mjög leitt að blaðið skuli bera mig þessum sökum og álít að hér sé um einhverja fljótfærni að ræða af þess hálfu. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, sem vitnað er til í umræddri grein, fer rangt með sannleikann þegar hún segir mig halda því fram að samkynhneigð sé synd. Ég tek það einmitt fram í skrifum mínum á heimasíðu Íslensku Kristskirkjunnar, að hneigð sé ekki sama og verknaður. Margir samkynhneigðir lifa ekki kynlífi með fólki sama kyns, þótt þeir hafi tilhneigingar í þá átt. Þarna verðum við að gera greinarmun á og það geri ég. Ég fer hins vegar ekkert í grafgötur með það að ég tel samlíf samkynhneigðra ekki rétt og byggist sú skoðun mín á kristinni siðfræði eins og hún hefur verið í 2000 ár. Ég er ekki að segja neitt nýtt, hvað það varðar. Sú skoðun er skoðun mikils meirihluta kristinna manna um heim allan. Ísland er eitt örfárra landa sem hafa heimilað vígðan hjúskap samkynhneigðra og hér ríkir meira frjálslyndi í siðferðisefnum en víðast hvar á byggðu bóli. Nú er svo komið að þeir sem ekki fella sig við samlíf samkynhneigðra og hjúskap þeirra, eru taldir fordómafullir og sæta mismunun. Ég hef fundið fyrir því og það hefur einnig bitnað á söfnuðinum sem ég leiði. Svo virðist sem mannréttindaráð borgarinnar hafi fengið það hlutverk að hafa uppi á þeim sem ekki geðjast samkynhneigt líferni og hindra að þeir njóti góðs af sumu því sem stendur borgurunum til boða eins og t.d. litla byggingarstyrknum sem stjórn kirkjubyggingarsjóðs borgarinnar hafði ánafnað okkur. Samtök samkynhneigðra töldu fyrir nokkrum áratugum að þeir úr þeirra hópi sem vildu lifa eftir hneigð sinni væru beittir misrétti af gagnkynhneigðum. Nú virðist dæmið hafa snúist við: Gagnkynhneigt fólk sem lætur í ljós andúð á kynlífi fólks af sama kyni er beitt misrétti. Hvar er umburðarlyndið, er það bara í aðra áttina? Má núorðið beita þá misrétti sem ekki eru með rétta skoðun? Er skoðanafrelsið fyrir bí? Ef maður lætur í ljós andúð á einhverri hegðun, er maður þá orðinn hættulegur þjóðfélaginu, og settar skorður a.m.k. hér í Reykjavík. Hef ég gert einhverjum mein og er ég núna undir smásjá mannréttindaráðs borgarinnar? Ég bara spyr.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar