1460 dagar Jón Gunnar Geirdal skrifar 4. febrúar 2020 14:00 Fyrir tveimur árum síðan greinist einstæð þriggja barna móðir með krabbamein. Litla systir mín. Hún heitir Alma og hún er mjög lítil, aðeins 155 cm, „sex sentimetrum fyrir ofan dvergamörk“ segir hún alltaf. Krabbamein er líka smávaxið – ósýnilegur andskoti sem er að éta hana upp að innan. En svo hverfur krabbameinið. Brjáluð fagnaðarlæti. Kampavín og confettí. Meinið sigrað. Orrustunni lokið. En svo kemur það aftur. Afhverju? Enginn veit. Annað meinvarp í bringuna. Lungun líka. Eitla. Fjórða stig. Engin orrusta. Stríðinu lokið. Meinið sigrar. Ældu kampavíninu og hentu þessu helvítis confettí. Taktu bara þessi lyf og ef þau virka ekki, taktu þá önnur lyf, ef þau virka ekki, þá tekur þú enn önnur lyf. Ha? Ekki skera? Á ekki að fjarlægja aðskotahlutinn? NEI. Sjáum bara hvort lyfin virki og vonum það besta. Gangi þér vel og sjáumst eftir sex vikur. Ég sé fyrir mér rellu í 13 þúsund fetum, systir mín opnar hurðina, stígur út á vænginn og stekkur, vonandi opnast fallhlífin, bíddu, var fallhlíf? Við hin bíðum og fylgjumst með öllu gerast alltof hægt, hjálparlaus. Ekkert hægt að gera. Enginn sem hægt er að hringja í. Engin geðdeild eða Vogur. Þú átt fjögur ár eftir ólifuð. 1460 dagar. Dauðvona. Mér hefur alltaf þótt þetta orð svo einkennilegt. Dauð. Vona. En vonast einhver eftir því? Á von eitthvað erindi í þetta orð? Einn daginn ertu lifandi en þann næsta segir einhver læknir þér að þú sért dauðvona og þá bara allt í einu ertu það. En hvernig er hægt að sjá dauðann fyrir? Af einhverjum myndum af skjá, blóðprufum og sýnum sem voru tekin með sársaukafullum hætti – birtist þá dauðdagi fólks? Ætli lækninum finnist erfitt að tilkynna dauðadóma? Stimplar hann sig svo bara út í lok dags, hengir ljáinn upp og fer heim í Eldum rétt? Mynd af systkinunum sem nú kljást öll við hinn illvíga sjúkdóm sem er krabbameinið, hvert með sínum hætti. Ég ímynda mér dag 1459. Systir mín á dauðadeildinni. Hvað er það síðasta sem hún borðar áður en þeir starta rafmögnuðum stólnum? Ætli næstsíðasti sólarhringurinn sé ekki helmingi lengur að líða en allir hinir? Dagur 1460. Ekkert gerist. Hvað þá? Hvað þýðir það? Fer niðurtalningin aftur af stað? Aukadagur. Eða dagar. Kannski vikur. Ekki mánuðir? Von? Vonleysi? Systir mín er að deyja og ég er byrjaður að syrgja hana. Maður gerir það ósjálfrátt og hugurinn óumbeðið – leitar í völundarhúsi vonleysis þar sem ímynduð augnablik sem eiga kannski, ef til vill, jafnvel eða alls ekki eftir að gerast. Þar sem martraðirnar verða að veruleika. Minningarnar mínus hana. En hvað eru fjögur ár? Frumburðurinn hennar verður 24 ára, eldri sonurinn tvítugur og sá yngri 15 ára. Stóri bróðir fimmtugur. Verður systir mín í afmælinu? En hvað með öll hin afmælin, hin fjögur árin, átta, tíu eða tólf? Hvað með brúðkaupin sem hún missir af og barnabörnin sem hún fær aldrei að knúsa. Amma Alma hefði getað sagt þeim sögur. Ég heyri í henni oft á dag og hitti reglulega og meira en áður af því það er það sem maður gerir þegar fólk er dauðvona. Tíminn verður mikilvægari þegar hann telur niður. Litla systirin sem ég hef passað upp á frá því hún varð ástsjúki vandræðaunglingurinn sem safnaði sálufélögum og sjálfsköpuðum kvillum sem hún loksins sigraði. Þangað til hún hitti sjúkdóm sem engin spor sigra. Einn dag í einu hljómar sterkar en áður. Einn dag í einu í 1460 daga. Einn dagur er von. 1461 er kraftaverk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Aðdáunarvert og sársaukafullt að fylgjast með baráttu Ölmu Sigríður Karlsdóttir sem safnar nú fyrir krabbameinsveika móður með því að gefa út ljóðabók um dauðann. 19. janúar 2020 07:00 Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur árum síðan greinist einstæð þriggja barna móðir með krabbamein. Litla systir mín. Hún heitir Alma og hún er mjög lítil, aðeins 155 cm, „sex sentimetrum fyrir ofan dvergamörk“ segir hún alltaf. Krabbamein er líka smávaxið – ósýnilegur andskoti sem er að éta hana upp að innan. En svo hverfur krabbameinið. Brjáluð fagnaðarlæti. Kampavín og confettí. Meinið sigrað. Orrustunni lokið. En svo kemur það aftur. Afhverju? Enginn veit. Annað meinvarp í bringuna. Lungun líka. Eitla. Fjórða stig. Engin orrusta. Stríðinu lokið. Meinið sigrar. Ældu kampavíninu og hentu þessu helvítis confettí. Taktu bara þessi lyf og ef þau virka ekki, taktu þá önnur lyf, ef þau virka ekki, þá tekur þú enn önnur lyf. Ha? Ekki skera? Á ekki að fjarlægja aðskotahlutinn? NEI. Sjáum bara hvort lyfin virki og vonum það besta. Gangi þér vel og sjáumst eftir sex vikur. Ég sé fyrir mér rellu í 13 þúsund fetum, systir mín opnar hurðina, stígur út á vænginn og stekkur, vonandi opnast fallhlífin, bíddu, var fallhlíf? Við hin bíðum og fylgjumst með öllu gerast alltof hægt, hjálparlaus. Ekkert hægt að gera. Enginn sem hægt er að hringja í. Engin geðdeild eða Vogur. Þú átt fjögur ár eftir ólifuð. 1460 dagar. Dauðvona. Mér hefur alltaf þótt þetta orð svo einkennilegt. Dauð. Vona. En vonast einhver eftir því? Á von eitthvað erindi í þetta orð? Einn daginn ertu lifandi en þann næsta segir einhver læknir þér að þú sért dauðvona og þá bara allt í einu ertu það. En hvernig er hægt að sjá dauðann fyrir? Af einhverjum myndum af skjá, blóðprufum og sýnum sem voru tekin með sársaukafullum hætti – birtist þá dauðdagi fólks? Ætli lækninum finnist erfitt að tilkynna dauðadóma? Stimplar hann sig svo bara út í lok dags, hengir ljáinn upp og fer heim í Eldum rétt? Mynd af systkinunum sem nú kljást öll við hinn illvíga sjúkdóm sem er krabbameinið, hvert með sínum hætti. Ég ímynda mér dag 1459. Systir mín á dauðadeildinni. Hvað er það síðasta sem hún borðar áður en þeir starta rafmögnuðum stólnum? Ætli næstsíðasti sólarhringurinn sé ekki helmingi lengur að líða en allir hinir? Dagur 1460. Ekkert gerist. Hvað þá? Hvað þýðir það? Fer niðurtalningin aftur af stað? Aukadagur. Eða dagar. Kannski vikur. Ekki mánuðir? Von? Vonleysi? Systir mín er að deyja og ég er byrjaður að syrgja hana. Maður gerir það ósjálfrátt og hugurinn óumbeðið – leitar í völundarhúsi vonleysis þar sem ímynduð augnablik sem eiga kannski, ef til vill, jafnvel eða alls ekki eftir að gerast. Þar sem martraðirnar verða að veruleika. Minningarnar mínus hana. En hvað eru fjögur ár? Frumburðurinn hennar verður 24 ára, eldri sonurinn tvítugur og sá yngri 15 ára. Stóri bróðir fimmtugur. Verður systir mín í afmælinu? En hvað með öll hin afmælin, hin fjögur árin, átta, tíu eða tólf? Hvað með brúðkaupin sem hún missir af og barnabörnin sem hún fær aldrei að knúsa. Amma Alma hefði getað sagt þeim sögur. Ég heyri í henni oft á dag og hitti reglulega og meira en áður af því það er það sem maður gerir þegar fólk er dauðvona. Tíminn verður mikilvægari þegar hann telur niður. Litla systirin sem ég hef passað upp á frá því hún varð ástsjúki vandræðaunglingurinn sem safnaði sálufélögum og sjálfsköpuðum kvillum sem hún loksins sigraði. Þangað til hún hitti sjúkdóm sem engin spor sigra. Einn dag í einu hljómar sterkar en áður. Einn dag í einu í 1460 daga. Einn dagur er von. 1461 er kraftaverk.
Aðdáunarvert og sársaukafullt að fylgjast með baráttu Ölmu Sigríður Karlsdóttir sem safnar nú fyrir krabbameinsveika móður með því að gefa út ljóðabók um dauðann. 19. janúar 2020 07:00
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun