Erlent

Seldi Ólympíukyndil á 30 milljónir

Mynd/AP
Ólympíukyndill sem notaður var í fyrsta hluta boðhlaupsins um Bretland í undanfara Ólympíuleikanna í London í sumar var seldur á uppboðssíðunni eBay á 30 milljónir króna. Hlaupararnir fá að kaupa kyndlana sem þeir hlaupa með og var það hugsað til þess að fólkið gæti átt þá til minningar um þáttöku sína í leikunum.

Sara Milner Simonds ákvað hinsvegar að selja sinn kyndil en gróðinn fer allur til góðs málefnis. Fleiri hafa ákveðið að fylgja í kjölfarið og nú eru nokkrir kyndlar til sölu á vefnum. Alls hlaupa átta þúsund manns með kyndla vítt og breitt um Bretland áður en leikrnir hefjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×