Erlent

Örkin hans Nóa er í Hong Kong

Örk í fullri stærð má nú finna í Hong Kong í Kína. Fleyið er tæpir 140 metrar á lengd og rúmlega 20 metrar á breidd.

Það voru bræðurnir og milljarðamæringarnir Thomas, Walter og Raymond Ping-sheung sem fjármögnuðu verkefnið en þeir eru miklir áhugamenn um söguna af Nóa og örkinni hans.

Örkin er hluti af skemmtigarði sem opnaði árið 2009. Í henni má finna framandi dýrategundir af ýmsum toga, og auðvitað tvennt af hverju.

Bræðurnir virðast þó hafa tekið sér skáldaleyfi enda er örkin búin nútíma þægindum eins og eldhúsi, baðherbergjum og tvöföldu gleri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×