Samráð um verð á vinnsluminnum 31. október 2006 13:43 Vinnsluminni frá Samsung. Bandarísk yfirvöld rannsaka hvort Sony hafi átt í samráði um verð á vinnsluminnum. Markaðurinn/AFP Samkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvort suður-kóreski hátækniframleiðandinn Samsung og bandaríska fyrirtækið Cypress Semiconductor hafi haft með sér samráð um verðlagningu á vinnsluminnum af gerðinni SRAM, sem þau seldu Sony á síðasta ári. Talsmenn Sony segja að fyrirtækið muni vinna með yfirvöldum að lausn málsins. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Sony, sem skilaði slökum hagnaði á þriðja ársfjórðungi, sér í lagi vegna innköllunar á rúmlega 8 milljón rafhlöður fyrir fartölvur, sem fyrirtækið seldi til hinna ýmsu fartölvuframleiðenda. Hætta var á að rafhlöðurnar ofhitnuðu og kviknaði í fartölvum af þessum sökum í nokkrum tilvikum. Að sögn breska ríkisútvarpsins er verðsamráð á vinnsluminnamarkaðnum ekki nýtt af nálinni. Fyrr á þessu ári voru fjögur fyrirtæki, þar á meðal Samsung, og 12 einstaklingar, ákærðir vegna samráðs um verð á vinnsluminnum af gerðinni DRAM. Hinir ákærður voru dæmdir til að greiða greiða 731 milljón bandaríkjadali, jafnvirði 50 milljarða íslenskra króna, í sektir vegna samráðsins. Erlent Fréttir Tækni Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvort suður-kóreski hátækniframleiðandinn Samsung og bandaríska fyrirtækið Cypress Semiconductor hafi haft með sér samráð um verðlagningu á vinnsluminnum af gerðinni SRAM, sem þau seldu Sony á síðasta ári. Talsmenn Sony segja að fyrirtækið muni vinna með yfirvöldum að lausn málsins. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Sony, sem skilaði slökum hagnaði á þriðja ársfjórðungi, sér í lagi vegna innköllunar á rúmlega 8 milljón rafhlöður fyrir fartölvur, sem fyrirtækið seldi til hinna ýmsu fartölvuframleiðenda. Hætta var á að rafhlöðurnar ofhitnuðu og kviknaði í fartölvum af þessum sökum í nokkrum tilvikum. Að sögn breska ríkisútvarpsins er verðsamráð á vinnsluminnamarkaðnum ekki nýtt af nálinni. Fyrr á þessu ári voru fjögur fyrirtæki, þar á meðal Samsung, og 12 einstaklingar, ákærðir vegna samráðs um verð á vinnsluminnum af gerðinni DRAM. Hinir ákærður voru dæmdir til að greiða greiða 731 milljón bandaríkjadali, jafnvirði 50 milljarða íslenskra króna, í sektir vegna samráðsins.
Erlent Fréttir Tækni Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira