Lífæðin Hamraborg og tækifæri fyrir lifandi samfélag Einar Örn Þorvarðarson skrifar 13. maí 2020 11:30 Undanfarnar vikur hefur staðið yfir virk umræða meðal Kópavogsbúa um vinnslutillögu að fyrirhuguðu nýju deiliskipulagi fyrir hluta miðbæjar Kópavogs. Sá hluti er Hamraborg/Fannborg og Traðarreitur vestri. Vinnslutillagan var kynnt í Skipulagsráði um miðjan mars. Á þeim fundi sat ég einn hjá við afgreiðslu málsins. Það dylst engum sem skoðar tillöguna að byggingarmagn ofanjarðar upp á 53.000m2 og upp á allt að 13 hæðir á þessum reit er allt of langt seilst í nýtingu. Það er heldur ekki í nokkru samræmi við umhverfið eða hugmyndir okkar íbúa um eðlilega þéttingu byggðar og lifandi samfélag. Covid 19 kom í veg fyrir að unnt væri að kynna tillöguna í venjubundnu kynningarferli. Hún var því kynnt á vef Kópavogsbæjar, auglýst í Fréttablaðinu og á rafrænum kynningarfundi. Hraðinn í ferlinu er hins vegar óskiljanlegur, bæði í ljósi þess að Hamraborgin er hjarta bæjarins og miðja höfuðborgarsvæðisins og þess að Kópavogsbúar vilja raunverulega hafa á því skoðun hvernig nærumhverfið þeirra og „hjarta“ bæjarins byggist upp. Það er því með öllu óásættanlegt að keyra málið í gegn á ógnarhraða á tímum þegar Covid ógn hamlar íbúum aðkomu að ferlinu. Íbúar kalla á aukið og virkt samráð og það er okkar kjörinna fulltrúa að sinna því kalli. Bæjarstjórn Kópavogs hefur markað sér stefnu til 2030 sem byggir á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í hugmyndinni um sjálfbært samfélag er falin trygging fyrir tækifærum fyrir alla til áhrifa og að íbúar eru virkjaðir til ákvarðanatöku. Það er engin ástæða til að missa sjónar á þessum markmiðum og veita afslátt af lýðræðinu. Þvert á móti ætti að herða á þeirri tryggingu sem felst í þátttöku íbúa við ákvarðanatöku um stór mál. Við Íslendingar höfum séð nóg af mistökum í skipulagsmálum. Við höfum líka fengið nóg af skorti á samráði við íbúa um skipulagsmál. Breyting og þétting byggðar kallar á aukið samráð við íbúa, íbúasamtök, hagsmunasamtök, rekstraraðila og aðra mögulega hagsmunaaðila. Það eru ekki ný sannindi að samtalið er nauðsynlegt til að ná bestu mögulegu niðurstöðu og það er skýlaus krafa okkar í BF Viðreisn að fólkið sem býr og starfar í bæjarfélaginu hafi tækifæri til að hafa áhrif á mótun og uppbyggingu umhverfis síns. Á fundi skipulagsráðs í síðustu viku kom fram ný vinnslutillaga að deiliskipulaginu. Sú tillaga gefur raunveruleg tækifæri til að skipuleggja svæðið í takti við þarfir og vilja íbúa og hagsmunaaðila. Við fulltrúar minnihlutans í skipulagsráði – BF Viðreisn, Samfylkingin og Píratar – höfum lagt ríka áherslu á virkt þátttökulýðræði í öllu ferlinu. Við munum ekki gefa neinn afslátt frá því. Höfundur er bæjarfulltrúi BF Viðreisnar í Kópavogi og fulltrúi í skipulagsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skipulag Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur staðið yfir virk umræða meðal Kópavogsbúa um vinnslutillögu að fyrirhuguðu nýju deiliskipulagi fyrir hluta miðbæjar Kópavogs. Sá hluti er Hamraborg/Fannborg og Traðarreitur vestri. Vinnslutillagan var kynnt í Skipulagsráði um miðjan mars. Á þeim fundi sat ég einn hjá við afgreiðslu málsins. Það dylst engum sem skoðar tillöguna að byggingarmagn ofanjarðar upp á 53.000m2 og upp á allt að 13 hæðir á þessum reit er allt of langt seilst í nýtingu. Það er heldur ekki í nokkru samræmi við umhverfið eða hugmyndir okkar íbúa um eðlilega þéttingu byggðar og lifandi samfélag. Covid 19 kom í veg fyrir að unnt væri að kynna tillöguna í venjubundnu kynningarferli. Hún var því kynnt á vef Kópavogsbæjar, auglýst í Fréttablaðinu og á rafrænum kynningarfundi. Hraðinn í ferlinu er hins vegar óskiljanlegur, bæði í ljósi þess að Hamraborgin er hjarta bæjarins og miðja höfuðborgarsvæðisins og þess að Kópavogsbúar vilja raunverulega hafa á því skoðun hvernig nærumhverfið þeirra og „hjarta“ bæjarins byggist upp. Það er því með öllu óásættanlegt að keyra málið í gegn á ógnarhraða á tímum þegar Covid ógn hamlar íbúum aðkomu að ferlinu. Íbúar kalla á aukið og virkt samráð og það er okkar kjörinna fulltrúa að sinna því kalli. Bæjarstjórn Kópavogs hefur markað sér stefnu til 2030 sem byggir á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í hugmyndinni um sjálfbært samfélag er falin trygging fyrir tækifærum fyrir alla til áhrifa og að íbúar eru virkjaðir til ákvarðanatöku. Það er engin ástæða til að missa sjónar á þessum markmiðum og veita afslátt af lýðræðinu. Þvert á móti ætti að herða á þeirri tryggingu sem felst í þátttöku íbúa við ákvarðanatöku um stór mál. Við Íslendingar höfum séð nóg af mistökum í skipulagsmálum. Við höfum líka fengið nóg af skorti á samráði við íbúa um skipulagsmál. Breyting og þétting byggðar kallar á aukið samráð við íbúa, íbúasamtök, hagsmunasamtök, rekstraraðila og aðra mögulega hagsmunaaðila. Það eru ekki ný sannindi að samtalið er nauðsynlegt til að ná bestu mögulegu niðurstöðu og það er skýlaus krafa okkar í BF Viðreisn að fólkið sem býr og starfar í bæjarfélaginu hafi tækifæri til að hafa áhrif á mótun og uppbyggingu umhverfis síns. Á fundi skipulagsráðs í síðustu viku kom fram ný vinnslutillaga að deiliskipulaginu. Sú tillaga gefur raunveruleg tækifæri til að skipuleggja svæðið í takti við þarfir og vilja íbúa og hagsmunaaðila. Við fulltrúar minnihlutans í skipulagsráði – BF Viðreisn, Samfylkingin og Píratar – höfum lagt ríka áherslu á virkt þátttökulýðræði í öllu ferlinu. Við munum ekki gefa neinn afslátt frá því. Höfundur er bæjarfulltrúi BF Viðreisnar í Kópavogi og fulltrúi í skipulagsráði.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar