Covid-19 er Tsjernobyl hjúkrunarfræðinga Tómas Guðbjartsson skrifar 3. apríl 2020 14:08 Það eru ýmis líkindi með Tsjernobyl-slysinu 1986 og Covid-19 faraldrinum nú - enda óvinurinn í báðum tilvikum ósýnilegur. Í Tsjernobyl var fjöldi manna sendur inn í brennandi kjarnorkuverið til að sprauta á rústirnar vatni og minnka þannig geislunina. Þeir fengu nafnið „Chernobyl liquidizers" og létust margir þeirra úr geislun og afleiðingum hennar. Síðar voru þessir einstaklingar gerðir að þjóðhetjum og fjölskyldur þeirra fengu bætur - enda talið að aðgerðirnar hafi bjargað óteljandi mannslífum um gjörvalla Evrópu. Það er enginn sem sérstaklega óskar eftir því að annast sýkta Covid-19 sjúklinga, sjúkdóm sem þú getur fengið sjálfur og verið banvænn. Fáir eru í meiri smithættu en heilbrigðisstarfsfólk, en á Ítalíu eru þeir t.d. 9% Covid-smitaðra. En þetta gerum við samt - enda engir aðrir betur til þess fallnir og starfið hugsjón. Þetta á ekki síst við um stærsta hópinn, hjúkrunarfræðingana, sem eru öðrum fremur „slökkviliðsmenn" (liquidizer) Covid-19 faraldursins. Það er með ólíkindum að stjórnvöld ætli að láta það viðgangast að skerða laun þeirra í þessu ástandi. Og það í miðju slökkvistarfi - þegar eldurinn hefur ekki einu sinni náð hámarki. Hvílíkur roluháttur sem truflar allt hugsandi fólk. Best væri að semja strax en þangað til verður að aflétta þessum óskiljanlega og hallærislega sparnaði - og í staðinn borga þeim og öðrum í framlínunni launabætur fyrir álagið. Þær/þeir eiga skilið virðingu og það alls ekki sjálfgefið að fórna eigin heilsu fyrir hugsjónina eina saman. Höfundur er prófessor í skurðlækningum. Pistill birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Það eru ýmis líkindi með Tsjernobyl-slysinu 1986 og Covid-19 faraldrinum nú - enda óvinurinn í báðum tilvikum ósýnilegur. Í Tsjernobyl var fjöldi manna sendur inn í brennandi kjarnorkuverið til að sprauta á rústirnar vatni og minnka þannig geislunina. Þeir fengu nafnið „Chernobyl liquidizers" og létust margir þeirra úr geislun og afleiðingum hennar. Síðar voru þessir einstaklingar gerðir að þjóðhetjum og fjölskyldur þeirra fengu bætur - enda talið að aðgerðirnar hafi bjargað óteljandi mannslífum um gjörvalla Evrópu. Það er enginn sem sérstaklega óskar eftir því að annast sýkta Covid-19 sjúklinga, sjúkdóm sem þú getur fengið sjálfur og verið banvænn. Fáir eru í meiri smithættu en heilbrigðisstarfsfólk, en á Ítalíu eru þeir t.d. 9% Covid-smitaðra. En þetta gerum við samt - enda engir aðrir betur til þess fallnir og starfið hugsjón. Þetta á ekki síst við um stærsta hópinn, hjúkrunarfræðingana, sem eru öðrum fremur „slökkviliðsmenn" (liquidizer) Covid-19 faraldursins. Það er með ólíkindum að stjórnvöld ætli að láta það viðgangast að skerða laun þeirra í þessu ástandi. Og það í miðju slökkvistarfi - þegar eldurinn hefur ekki einu sinni náð hámarki. Hvílíkur roluháttur sem truflar allt hugsandi fólk. Best væri að semja strax en þangað til verður að aflétta þessum óskiljanlega og hallærislega sparnaði - og í staðinn borga þeim og öðrum í framlínunni launabætur fyrir álagið. Þær/þeir eiga skilið virðingu og það alls ekki sjálfgefið að fórna eigin heilsu fyrir hugsjónina eina saman. Höfundur er prófessor í skurðlækningum. Pistill birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun