Innlent

Vilja ljúka sem mestu fyrir jól

Forseti Alþingis vonast til að störfum þingsins ljúki í dag.
Forseti Alþingis vonast til að störfum þingsins ljúki í dag.
„Við vonum auðvitað að það takist að ljúka sem mestu á morgun [í dag] en það er aldrei hægt að gefa nein ákveðin fyrirheit um þá framvindu,“ sagði Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, um störf þingsins fyrir jólahlé sem stendur til 20. janúar. Á þingfundi í dag er lokaumræða um fjárlagafrumvarp næsta árs stærsta málið á dagskrá. Þess utan á að ræða breytingar á frægum lögum frá 2003 um eftirlaun ráðamanna, frumvarp um breytingu á afnotagjöldum Ríkisútvarpsins í nefskatt, auk tæknilegra breytinga á lagaheimildum fyrir stimpilgjaldi af fjárnámsendurritum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×